Ógæfumenn brutust inn og sukkuðu í sumarhúsi í þrjá daga: „Þetta er rosalega óþægilegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 13:00 Sumarhúsið sem um ræðir. Mynd/Jón Víðir Hauksson Hjónin Brynhildur Barðardóttir og Jón Víðir Hauksson lentu í heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Pólskir ógæfumenn brutust inn í sumarhús þeirra á Ströndum og höfðust þar við í þrjá daga áður en upp komst um veru þeirra þar. Segja má að dvöl Pólverjanna hafi uppgötvast fyrir tilviljun en svo vildi til að kunningi þeirra Brynhildar og Jóns Víðis átti leið framhjá sumarhúsinu og varð var við mannaferðir í sumarhúsinu. „Það var bóndi í sveitinni, fyrrverandi lögreglumaður, hann og sonur hans og einhver einn til voru á leið þarna framhjá og sáu hreyfingu við húsið. Samt var hliðið lokað með lás. Hann hringir í mig og spyr hvort að það sé einhver á okkar vegum í húsinu en svo var nú ekki,“ segir Jón Víðir í samtali við Vísi. Héldu þeir því að sumarhúsinu þar sem kom í ljós að mennirnir tveir höfðu gert sig heimakomna. Lögreglumaðurinn fyrrverandi „handtók“ mennina tvo áður en lögregla var kölluð til. Gestirnir óvelkomnu voru handteknir, þar sem kom í ljós að annar þeirra var á skilorði vegna fyrri brota.Gestunum til varnar reyndu þeir að safna saman í uppvaskið þó ekki hafi þeim auðnast að vaska upp eftir sig.Mynd/Jón Víðir HaukssonÓskemmtileg lykt og eiturlyfjaneysla Heimamenn höfðu tekið eftir ferðum Pólverjana dagana áður og segir Jón Víðir að miðað við það hafi þeir dvalið í sumarhúsinu í þrjá sólahringa. Spenntu þeir upp glugga til að komast inn í húsið auk þess sem þeir brutust inn í annað sumarhús skammt frá húsi Brynhildar og Jóns Víðis. Þar sem ekkert rafmagn er í sumarhúsi þeirra lögðu þeir kapal á milli húsanna til þess að komast í rafmagn. Jón Víðir hélt svo í bústaðinn á sunnudaginn til þess að kanna ástand hands eftir veru Pólverjanna. Fyrir utan gluggann sem var spenntur upp segir Jón Víðir að lítið sem ekkert hafi verið skemmt, en aðkoman var engu að síður ekki skemmtileg. „Já, frekar. Það var ógeðsleg lykt í húsinu og þeir búnir að liggja í rúmum og svona,“ segir Jón Víðir. „Svo var búið að stela öllu áfengi sem var þarna, þeir voru að reykja hass þarna og bara mikill sóðaskapur.“Sumarhúsaeigendur hugi að öryggi Við tók hreinsunarstarf en Jón Víðir segir að hann hafi hreinsað allt út úr húsinu, þrifið það hátt og lágt og meðal annars skipt um rúm sem hvort sem er stóð til að gera. Þrátt fyrir að tjónið sé ef til vill ekki mikið, fjárhagslega, segir Jón Víðir það óþægilega tilhugsun að vita að einhver hafi hreiðrað um sig í athvarfi fjölskyldunnar.„Þetta er rosalega óþægilegt. Þetta er svo mikil innrás inn í sitt „privacy“,“ segir Jón Víðir. Hvetur hann sumarhúsaeigendur til þess að huga að því að svona geti gerst og til þess að gera ráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti hreiðrað um sig í sumarhúsum. Sjálfur stefnir hann á að koma upp öryggiskerfi.„Það er ljósleiðari að koma inn dalinn þannig að ég hugsa að við tökum ljósleiðara að húsunum og setjum upp kerfi,“ segir Jón Víðir og bætir við að lögregla hafi sagt honum að slíkur búnaður með myndavélum hafi fælingarmátt.Þá segir hann að einfaldar gluggakrækjur geti haft svipuð áhrif.„Síðan bara að ganga frá öllum gluggum, sérstaklega að vera með gluggakrækjur. Það hindar þá eitthvað, að það sé erfiðara að spenna þá upp.“ Lögreglumál Strandabyggð Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Hjónin Brynhildur Barðardóttir og Jón Víðir Hauksson lentu í heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Pólskir ógæfumenn brutust inn í sumarhús þeirra á Ströndum og höfðust þar við í þrjá daga áður en upp komst um veru þeirra þar. Segja má að dvöl Pólverjanna hafi uppgötvast fyrir tilviljun en svo vildi til að kunningi þeirra Brynhildar og Jóns Víðis átti leið framhjá sumarhúsinu og varð var við mannaferðir í sumarhúsinu. „Það var bóndi í sveitinni, fyrrverandi lögreglumaður, hann og sonur hans og einhver einn til voru á leið þarna framhjá og sáu hreyfingu við húsið. Samt var hliðið lokað með lás. Hann hringir í mig og spyr hvort að það sé einhver á okkar vegum í húsinu en svo var nú ekki,“ segir Jón Víðir í samtali við Vísi. Héldu þeir því að sumarhúsinu þar sem kom í ljós að mennirnir tveir höfðu gert sig heimakomna. Lögreglumaðurinn fyrrverandi „handtók“ mennina tvo áður en lögregla var kölluð til. Gestirnir óvelkomnu voru handteknir, þar sem kom í ljós að annar þeirra var á skilorði vegna fyrri brota.Gestunum til varnar reyndu þeir að safna saman í uppvaskið þó ekki hafi þeim auðnast að vaska upp eftir sig.Mynd/Jón Víðir HaukssonÓskemmtileg lykt og eiturlyfjaneysla Heimamenn höfðu tekið eftir ferðum Pólverjana dagana áður og segir Jón Víðir að miðað við það hafi þeir dvalið í sumarhúsinu í þrjá sólahringa. Spenntu þeir upp glugga til að komast inn í húsið auk þess sem þeir brutust inn í annað sumarhús skammt frá húsi Brynhildar og Jóns Víðis. Þar sem ekkert rafmagn er í sumarhúsi þeirra lögðu þeir kapal á milli húsanna til þess að komast í rafmagn. Jón Víðir hélt svo í bústaðinn á sunnudaginn til þess að kanna ástand hands eftir veru Pólverjanna. Fyrir utan gluggann sem var spenntur upp segir Jón Víðir að lítið sem ekkert hafi verið skemmt, en aðkoman var engu að síður ekki skemmtileg. „Já, frekar. Það var ógeðsleg lykt í húsinu og þeir búnir að liggja í rúmum og svona,“ segir Jón Víðir. „Svo var búið að stela öllu áfengi sem var þarna, þeir voru að reykja hass þarna og bara mikill sóðaskapur.“Sumarhúsaeigendur hugi að öryggi Við tók hreinsunarstarf en Jón Víðir segir að hann hafi hreinsað allt út úr húsinu, þrifið það hátt og lágt og meðal annars skipt um rúm sem hvort sem er stóð til að gera. Þrátt fyrir að tjónið sé ef til vill ekki mikið, fjárhagslega, segir Jón Víðir það óþægilega tilhugsun að vita að einhver hafi hreiðrað um sig í athvarfi fjölskyldunnar.„Þetta er rosalega óþægilegt. Þetta er svo mikil innrás inn í sitt „privacy“,“ segir Jón Víðir. Hvetur hann sumarhúsaeigendur til þess að huga að því að svona geti gerst og til þess að gera ráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti hreiðrað um sig í sumarhúsum. Sjálfur stefnir hann á að koma upp öryggiskerfi.„Það er ljósleiðari að koma inn dalinn þannig að ég hugsa að við tökum ljósleiðara að húsunum og setjum upp kerfi,“ segir Jón Víðir og bætir við að lögregla hafi sagt honum að slíkur búnaður með myndavélum hafi fælingarmátt.Þá segir hann að einfaldar gluggakrækjur geti haft svipuð áhrif.„Síðan bara að ganga frá öllum gluggum, sérstaklega að vera með gluggakrækjur. Það hindar þá eitthvað, að það sé erfiðara að spenna þá upp.“
Lögreglumál Strandabyggð Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira