Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2019 11:36 Slökkviliðsmenn slökkva eldinn með vatnsslöngum í Notre Dame í gær. Getty/Michel Stoupak Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. Heitt, þunnt loft og ótti við að dómkirkjan félli saman var á meðal þess sem tekið var með í reikninginn. Bandaríkjaforseti var einn þeirra sem lagði til að notast yrði við flugvélar til að slökkva eldinn.Sjá einnig: Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Bruninn í Notre Dame vakti strax heimsathygli þegar eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Slökkt var í síðustu glæðunum um klukkan átta í morgun að íslenskum tíma en Kristján Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir Parísarbúa slegna vegna brunans. Þá hafi hann orðið var við það að einhverjum hefði fundist viðbragðsaðilar ekki ganga nógu langt við slökkvistarfið. „Maður hefur séð einhverja fullyrða um það að þarna væri allavega mikill eldsmatur, í þakinu sérstaklega. Þeir virtust vera með áætlun um hvernig ætti að bregðast við, þeir vildu ekki sleppa vatni úr þyrlum til dæmis, og beindu vatninu að kirkjunni úr slöngum sem mörgum fannst ekki ná nógu langt,“ sagði Kristján í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Forsetinn lagði til tankflugvélar Á meðal þeirra sem lögðu til að slökkviliðsmenn notuðu þyrlur eða flugvélar til að slökkva eldinn í kirkjunni var Donald Trump Bandaríkjaforseti.So horrible to watch the massive fire at Notre Dame Cathedral in Paris. Perhaps flying water tankers could be used to put it out. Must act quickly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019 „Kannski væri hægt að nota tankflugvélar með vatni til að slökkva hann [eldinn]. Það verður að bregðast hratt við!“ skrifaði Trump í tísti sem hann birti vegna eldsvoðans. Slíkt hefði þó aldrei verið raunhæfur möguleiki, að mati Glenn Corbett, prófessors í eldvísindum við John Jay-háskólann í New York. Haft er eftir Corbett í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN að ekki fyndist flugmaður sem byggi yfir færni til að sleppa vatni úr flugvél, nákvæmlega á kirkjuna, á hröðu flugi yfir henni. Þá hefði ekki heldur verið hægt að nota þyrlur vegna hitans sem lagði frá eldinum. „Þetta verkar sem skorsteinn, þú getur ekki flogið þyrlu í heitu lofti. Loftið er svo þunnt.“Kirkjan hefði getað fallið saman Í tilkynningu frá frönsku öryggissveitunum, Sécurité Civile, segir að slökkviliðsmenn hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ráða niðurlögum eldsins. Þannig hafi þeir beitt öllum tiltækum ráðum – en ekki hafi þó verið hægt að vinna slökkvistarf úr lofti. „[…] sem, ef notað, hefði getað leitt til þess að kirkjubyggingin félli saman í heild sinni,“ segir í yfirýsingu öryggissveitanna á Twitter.Hundreds of firemen of the Paris Fire Brigade are doing everything they can to bring the terrible #NotreDame fire under control. All means are being used, except for water-bombing aircrafts which, if used, could lead to the collapse of the entire structure of the cathedral.— Sécurité Civile Fr (@SecCivileFrance) April 15, 2019 Eric Kennedy, prófessor í öryggisfræðum við Háskólann í York, útskýrði einnig aðgerðir slökkviliðsins, og þá ákvörðun að berjast ekki við eldinn úr lofti, á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði til dæmis að tankflugvélarnar sem Trump lagði til væru nánast ófáanlegar. Þá beri flugvélar og þyrlur árangur þegar barist er við kjarr- eða skógarelda en komi ekki að sérstaklega góðum notum þegar byggingar brenna.So, you might be asking: Why /not/ use planes or helicopters to fight the fire at Notre Dame? Let's talk about it! (1/n) https://t.co/EIST8QXdjN— Eric Kennedy (@ericbkennedy) April 15, 2019 Ekki liggur enn fyrir hvernig eldurinn í Notre Dame kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum framkvæmdum sem stóðu yfir í turninum. Rannsókn á eldsupptökum er hafin en gert er ráð fyrir að því að um slys hafi verið að ræða. Þá tókst að bjarga ýmsum ómetanlegum menningarverðmætum og listaverkum úr kirkjunni, þar á meðal þyrnikórónu sem Jesús Kristur er sagður hafa borið þegar hann var krossfestur og kyrtli sem Loðvík helgi átti. Bruninn í Notre-Dame Donald Trump Frakkland Tengdar fréttir Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. Heitt, þunnt loft og ótti við að dómkirkjan félli saman var á meðal þess sem tekið var með í reikninginn. Bandaríkjaforseti var einn þeirra sem lagði til að notast yrði við flugvélar til að slökkva eldinn.Sjá einnig: Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Bruninn í Notre Dame vakti strax heimsathygli þegar eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Slökkt var í síðustu glæðunum um klukkan átta í morgun að íslenskum tíma en Kristján Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir Parísarbúa slegna vegna brunans. Þá hafi hann orðið var við það að einhverjum hefði fundist viðbragðsaðilar ekki ganga nógu langt við slökkvistarfið. „Maður hefur séð einhverja fullyrða um það að þarna væri allavega mikill eldsmatur, í þakinu sérstaklega. Þeir virtust vera með áætlun um hvernig ætti að bregðast við, þeir vildu ekki sleppa vatni úr þyrlum til dæmis, og beindu vatninu að kirkjunni úr slöngum sem mörgum fannst ekki ná nógu langt,“ sagði Kristján í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Forsetinn lagði til tankflugvélar Á meðal þeirra sem lögðu til að slökkviliðsmenn notuðu þyrlur eða flugvélar til að slökkva eldinn í kirkjunni var Donald Trump Bandaríkjaforseti.So horrible to watch the massive fire at Notre Dame Cathedral in Paris. Perhaps flying water tankers could be used to put it out. Must act quickly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019 „Kannski væri hægt að nota tankflugvélar með vatni til að slökkva hann [eldinn]. Það verður að bregðast hratt við!“ skrifaði Trump í tísti sem hann birti vegna eldsvoðans. Slíkt hefði þó aldrei verið raunhæfur möguleiki, að mati Glenn Corbett, prófessors í eldvísindum við John Jay-háskólann í New York. Haft er eftir Corbett í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN að ekki fyndist flugmaður sem byggi yfir færni til að sleppa vatni úr flugvél, nákvæmlega á kirkjuna, á hröðu flugi yfir henni. Þá hefði ekki heldur verið hægt að nota þyrlur vegna hitans sem lagði frá eldinum. „Þetta verkar sem skorsteinn, þú getur ekki flogið þyrlu í heitu lofti. Loftið er svo þunnt.“Kirkjan hefði getað fallið saman Í tilkynningu frá frönsku öryggissveitunum, Sécurité Civile, segir að slökkviliðsmenn hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ráða niðurlögum eldsins. Þannig hafi þeir beitt öllum tiltækum ráðum – en ekki hafi þó verið hægt að vinna slökkvistarf úr lofti. „[…] sem, ef notað, hefði getað leitt til þess að kirkjubyggingin félli saman í heild sinni,“ segir í yfirýsingu öryggissveitanna á Twitter.Hundreds of firemen of the Paris Fire Brigade are doing everything they can to bring the terrible #NotreDame fire under control. All means are being used, except for water-bombing aircrafts which, if used, could lead to the collapse of the entire structure of the cathedral.— Sécurité Civile Fr (@SecCivileFrance) April 15, 2019 Eric Kennedy, prófessor í öryggisfræðum við Háskólann í York, útskýrði einnig aðgerðir slökkviliðsins, og þá ákvörðun að berjast ekki við eldinn úr lofti, á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði til dæmis að tankflugvélarnar sem Trump lagði til væru nánast ófáanlegar. Þá beri flugvélar og þyrlur árangur þegar barist er við kjarr- eða skógarelda en komi ekki að sérstaklega góðum notum þegar byggingar brenna.So, you might be asking: Why /not/ use planes or helicopters to fight the fire at Notre Dame? Let's talk about it! (1/n) https://t.co/EIST8QXdjN— Eric Kennedy (@ericbkennedy) April 15, 2019 Ekki liggur enn fyrir hvernig eldurinn í Notre Dame kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum framkvæmdum sem stóðu yfir í turninum. Rannsókn á eldsupptökum er hafin en gert er ráð fyrir að því að um slys hafi verið að ræða. Þá tókst að bjarga ýmsum ómetanlegum menningarverðmætum og listaverkum úr kirkjunni, þar á meðal þyrnikórónu sem Jesús Kristur er sagður hafa borið þegar hann var krossfestur og kyrtli sem Loðvík helgi átti.
Bruninn í Notre-Dame Donald Trump Frakkland Tengdar fréttir Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18
Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36
Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent