Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 11:44 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. Lögmennirnir hótuðu því í gær að höfða mál gegn fyrirtækinu verði það við stefnu þingmannsins Elijah Cummings og afhendi gögnin. Þingefnd sem Cummings stýrir bað formlega um gögnin í síðasta mánuði og sagði Cummings það vera vegna vitnisburðar Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Forsvarsmenn Mazars báðu um að stefna yrði gefin út og sögðust þeir geta afhent gögnin þá. Stefnan var gefin út í gærmorgun. William S. Consovoy og Stefan Passantino, lögmenn Trump, segja að með þessu vilji Demókratar koma pólitísku höggi á Trump. Þá draga þeir í efa að Demókratar megi í raun koma höndum yfir fjármálagögn forsetans.Því vilja þeir að fyrirtækið bíði með að afhenda gögnin á meðan dómstólar skera úr um hvort stefnan eigi rétt sér. Lögmennirnir hafa þó ekki hafið slíkt mál, svo vitað sé. Demókratar hafa einnig reynt að koma höndum yfir skattaskýrslur Trump og hafa skipað Skattstofu Bandaríkjanna að afhenda þær. Hingað til hefur Hvíta húsið þó komið í veg fyrir það. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Sérfræðingar og starfsmenn Skattstofunnar segja hins vegar að ekkert standi í vegi fyrir því að Trump opinberi skattaskýrslur sínar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. 7. apríl 2019 18:01 Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. Lögmennirnir hótuðu því í gær að höfða mál gegn fyrirtækinu verði það við stefnu þingmannsins Elijah Cummings og afhendi gögnin. Þingefnd sem Cummings stýrir bað formlega um gögnin í síðasta mánuði og sagði Cummings það vera vegna vitnisburðar Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Forsvarsmenn Mazars báðu um að stefna yrði gefin út og sögðust þeir geta afhent gögnin þá. Stefnan var gefin út í gærmorgun. William S. Consovoy og Stefan Passantino, lögmenn Trump, segja að með þessu vilji Demókratar koma pólitísku höggi á Trump. Þá draga þeir í efa að Demókratar megi í raun koma höndum yfir fjármálagögn forsetans.Því vilja þeir að fyrirtækið bíði með að afhenda gögnin á meðan dómstólar skera úr um hvort stefnan eigi rétt sér. Lögmennirnir hafa þó ekki hafið slíkt mál, svo vitað sé. Demókratar hafa einnig reynt að koma höndum yfir skattaskýrslur Trump og hafa skipað Skattstofu Bandaríkjanna að afhenda þær. Hingað til hefur Hvíta húsið þó komið í veg fyrir það. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Sérfræðingar og starfsmenn Skattstofunnar segja hins vegar að ekkert standi í vegi fyrir því að Trump opinberi skattaskýrslur sínar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. 7. apríl 2019 18:01 Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. 7. apríl 2019 18:01
Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47