Út um borg og bí Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. apríl 2019 08:00 Við sem myndum sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins spönnum breitt pólitískt litróf. Við höfum ólíka sýn og áherslur en við sameinumst um lífsgæði íbúanna og uppbyggingu samgangna til framtíðar. Í dag eru 76% ferða í bíl, 20% gangandi/hjólandi og 4% með almenningssamgöngum. Okkar markmið er að árið 2030 verði bílferðir 64%, gangandi/hjólandi 27% og almenningssamgöngur 9%. Við höfum skýra sýn, að tryggja að fólksfjölgun verði án þess að bílaumferð og umferðartafir aukist verulega. Verkefnið er þríþætt. Það snýr að uppbyggingu stofnvegakerfis, hönnun og uppbyggingu Borgarlínu og þróun hjólastígakerfis. Stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu eiga að mynda tveggja laga kerfi meginstofnvega. Þetta kerfi þarf að endurhanna eftir því sem byggð þróast. Ástandsgreining var unnin árið 2017. Helstu niðurstöður voru að umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu eru meira bundnar við ákveðna umferðarstrauma frekar en ákveðin gatnamót. Bestun á ljósastýringum er árangursríkasta lausnin til að liðka fyrir þungum umferðarstraumum. Tilkoma Borgarlínu mun hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi og stuðla að hagkvæmum samgöngum en hún mun ekki síður draga úr loftmengun og neikvæðum loftslagsáhrifum, þrengslum, hávaðamengun og slysum. Hjólreiðar hafa aukist umtalsvert úr 4% árið 2014 í 6% árið 2017. Þetta jafngildir því að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi farið yfir 50 þúsund ferðir á reiðhjóli á venjulegum degi í október 2017. Þróun stofnhjólastígakerfis gerir hjólreiðar raunhæfan samgöngukost allt árið um kring. Fram undan eru ærin verkefni og búið að undirbúa vel með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við Borgarlínu og tengdar stofnvegaframkvæmdir og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt til undirbúnings og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við sem myndum sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins spönnum breitt pólitískt litróf. Við höfum ólíka sýn og áherslur en við sameinumst um lífsgæði íbúanna og uppbyggingu samgangna til framtíðar. Í dag eru 76% ferða í bíl, 20% gangandi/hjólandi og 4% með almenningssamgöngum. Okkar markmið er að árið 2030 verði bílferðir 64%, gangandi/hjólandi 27% og almenningssamgöngur 9%. Við höfum skýra sýn, að tryggja að fólksfjölgun verði án þess að bílaumferð og umferðartafir aukist verulega. Verkefnið er þríþætt. Það snýr að uppbyggingu stofnvegakerfis, hönnun og uppbyggingu Borgarlínu og þróun hjólastígakerfis. Stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu eiga að mynda tveggja laga kerfi meginstofnvega. Þetta kerfi þarf að endurhanna eftir því sem byggð þróast. Ástandsgreining var unnin árið 2017. Helstu niðurstöður voru að umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu eru meira bundnar við ákveðna umferðarstrauma frekar en ákveðin gatnamót. Bestun á ljósastýringum er árangursríkasta lausnin til að liðka fyrir þungum umferðarstraumum. Tilkoma Borgarlínu mun hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi og stuðla að hagkvæmum samgöngum en hún mun ekki síður draga úr loftmengun og neikvæðum loftslagsáhrifum, þrengslum, hávaðamengun og slysum. Hjólreiðar hafa aukist umtalsvert úr 4% árið 2014 í 6% árið 2017. Þetta jafngildir því að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi farið yfir 50 þúsund ferðir á reiðhjóli á venjulegum degi í október 2017. Þróun stofnhjólastígakerfis gerir hjólreiðar raunhæfan samgöngukost allt árið um kring. Fram undan eru ærin verkefni og búið að undirbúa vel með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við Borgarlínu og tengdar stofnvegaframkvæmdir og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt til undirbúnings og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun