Dóttir Hrannar komin með skólavist í Hamraskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 17:39 Hrönn Sveinsdóttir berst nú fyrir því að dóttir hennar fái viðeigandi þjónustu í mennta- og heilbrigðiskerfinu. vísir/vilhelm 11 ára gömul einhverf stúlka, dóttir Hrannar Sveinsdóttur, fær skólavist í Hamraskóla í Grafarvogi frá og með 6. maí næstkomandi. Hrönn segir í samtali við Vísi að um tímabundið úrræði sé að ræða en fjölskyldan þiggi það með þökkum enda sé fáránlegt að dóttir hennar sé utan kerfis og fái ekki skólavista. Grein sem Hrönn ritaði í Fréttablaðið á föstudaginn vakti mikla athygli. Þar sagði hún frá því að dóttir hennar fengi ekki skólavist vegna þess að skólinn gæti ekki veitt viðeigandi þjónustu. Lýsti Hrönn því sem svo í viðtali við Vísi að hún væri stödd í bjúrókratísku helvíti með dóttur sína.Mbl greindi frá því í dag að dóttir Hrannar hefði fengið skólavist í Hamraskóla. Þar er starfrækt einhverfudeild.„Rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima“ Hrönn segir að í kjölfar þess að grein hennar birtist hafi skólastjóri Vesturbæjarskóla, sem sé hverfisskóli dóttur hennar, hringt í hana. „Hún hafði verið að tala um farteymi austur, við erum búin að vera hjá farteymi vestur, og að þau gætu tekið hana í úrræði í Hamraskóla. Það byrjar ekki fyrr en eftir 6. maí en það er eitthvað tímabundið, ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er og hvernig það virkar, en það er eitthvað sem okkur stendur til boða og vonandi bara þangað til eitthvað annað kemur,“ segir Hrönn en farteymi sjá um úrræði fyrir nemendur með alvarlegan fjölþættan vanda í grunnskólum borgarinnar. „Við þiggjum það með þökkum enda snerist þetta alltaf um það að okkur fannst fáránlegt að hún væri svona utan kerfis og hvergi með skólavist þangað til bara einhvern tímann. Við leyfðum okkur að efast um að það mætti. Það er rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima því svo koma sumarfrí og allt það. Það er svo erfitt með svona börn að þau hangi bara aðgerðalaus heima því það er ekki eins og hún fari í tómstundir eða út að hitta börn. Það er mjög erfitt að halda þeim virkum þannig að það er bara rugl að þau séu ekki í skóla,“ segir Hrönn.Á biðlista í Brúarskóla Hrönn fékk viðbrögð bæði frá Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni velferðarnefndar Reykjavíkur, og Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eftir að greinin birtist á föstudaginn. „Ég heyrði í þeim báðum á föstudaginn varðandi þetta mál að barnið væri ekki í neinum skóla og það getur verið að það hafi orðið til þess að þetta úrræði í Hamraskóla hafi komið til. Ég hreinlega veit það ekki.“ Dóttir Hrannar er komin á biðlista í Brúarskóla, sem er sérskóli rekinn af Reykjavíkurborg fyrir nemendur í 5.-10. bekk sem eiga við alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda að etja, eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu eða afbrota. Hrönn segist hins vegar ekki vita um það hvort eða hvenær dóttir hennar komist þar inn. „Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég get leyft mér að vona hvenær við komumst þar inn. En ég hef fengið alveg flóð af bréfum og símtölum frá fólki í sömu stöðu og ég hef fengið jákvæðar sögur af Brúarskóla. Þannig að ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við fáum þar inni að þá hugsanlega fari eitthvað að lagast og verða betra. Að þessi leið niður á við fari að snúast við,“ segir Hrönn. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
11 ára gömul einhverf stúlka, dóttir Hrannar Sveinsdóttur, fær skólavist í Hamraskóla í Grafarvogi frá og með 6. maí næstkomandi. Hrönn segir í samtali við Vísi að um tímabundið úrræði sé að ræða en fjölskyldan þiggi það með þökkum enda sé fáránlegt að dóttir hennar sé utan kerfis og fái ekki skólavista. Grein sem Hrönn ritaði í Fréttablaðið á föstudaginn vakti mikla athygli. Þar sagði hún frá því að dóttir hennar fengi ekki skólavist vegna þess að skólinn gæti ekki veitt viðeigandi þjónustu. Lýsti Hrönn því sem svo í viðtali við Vísi að hún væri stödd í bjúrókratísku helvíti með dóttur sína.Mbl greindi frá því í dag að dóttir Hrannar hefði fengið skólavist í Hamraskóla. Þar er starfrækt einhverfudeild.„Rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima“ Hrönn segir að í kjölfar þess að grein hennar birtist hafi skólastjóri Vesturbæjarskóla, sem sé hverfisskóli dóttur hennar, hringt í hana. „Hún hafði verið að tala um farteymi austur, við erum búin að vera hjá farteymi vestur, og að þau gætu tekið hana í úrræði í Hamraskóla. Það byrjar ekki fyrr en eftir 6. maí en það er eitthvað tímabundið, ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er og hvernig það virkar, en það er eitthvað sem okkur stendur til boða og vonandi bara þangað til eitthvað annað kemur,“ segir Hrönn en farteymi sjá um úrræði fyrir nemendur með alvarlegan fjölþættan vanda í grunnskólum borgarinnar. „Við þiggjum það með þökkum enda snerist þetta alltaf um það að okkur fannst fáránlegt að hún væri svona utan kerfis og hvergi með skólavist þangað til bara einhvern tímann. Við leyfðum okkur að efast um að það mætti. Það er rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima því svo koma sumarfrí og allt það. Það er svo erfitt með svona börn að þau hangi bara aðgerðalaus heima því það er ekki eins og hún fari í tómstundir eða út að hitta börn. Það er mjög erfitt að halda þeim virkum þannig að það er bara rugl að þau séu ekki í skóla,“ segir Hrönn.Á biðlista í Brúarskóla Hrönn fékk viðbrögð bæði frá Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni velferðarnefndar Reykjavíkur, og Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eftir að greinin birtist á föstudaginn. „Ég heyrði í þeim báðum á föstudaginn varðandi þetta mál að barnið væri ekki í neinum skóla og það getur verið að það hafi orðið til þess að þetta úrræði í Hamraskóla hafi komið til. Ég hreinlega veit það ekki.“ Dóttir Hrannar er komin á biðlista í Brúarskóla, sem er sérskóli rekinn af Reykjavíkurborg fyrir nemendur í 5.-10. bekk sem eiga við alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda að etja, eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu eða afbrota. Hrönn segist hins vegar ekki vita um það hvort eða hvenær dóttir hennar komist þar inn. „Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég get leyft mér að vona hvenær við komumst þar inn. En ég hef fengið alveg flóð af bréfum og símtölum frá fólki í sömu stöðu og ég hef fengið jákvæðar sögur af Brúarskóla. Þannig að ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við fáum þar inni að þá hugsanlega fari eitthvað að lagast og verða betra. Að þessi leið niður á við fari að snúast við,“ segir Hrönn.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36