Dóttir Hrannar komin með skólavist í Hamraskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 17:39 Hrönn Sveinsdóttir berst nú fyrir því að dóttir hennar fái viðeigandi þjónustu í mennta- og heilbrigðiskerfinu. vísir/vilhelm 11 ára gömul einhverf stúlka, dóttir Hrannar Sveinsdóttur, fær skólavist í Hamraskóla í Grafarvogi frá og með 6. maí næstkomandi. Hrönn segir í samtali við Vísi að um tímabundið úrræði sé að ræða en fjölskyldan þiggi það með þökkum enda sé fáránlegt að dóttir hennar sé utan kerfis og fái ekki skólavista. Grein sem Hrönn ritaði í Fréttablaðið á föstudaginn vakti mikla athygli. Þar sagði hún frá því að dóttir hennar fengi ekki skólavist vegna þess að skólinn gæti ekki veitt viðeigandi þjónustu. Lýsti Hrönn því sem svo í viðtali við Vísi að hún væri stödd í bjúrókratísku helvíti með dóttur sína.Mbl greindi frá því í dag að dóttir Hrannar hefði fengið skólavist í Hamraskóla. Þar er starfrækt einhverfudeild.„Rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima“ Hrönn segir að í kjölfar þess að grein hennar birtist hafi skólastjóri Vesturbæjarskóla, sem sé hverfisskóli dóttur hennar, hringt í hana. „Hún hafði verið að tala um farteymi austur, við erum búin að vera hjá farteymi vestur, og að þau gætu tekið hana í úrræði í Hamraskóla. Það byrjar ekki fyrr en eftir 6. maí en það er eitthvað tímabundið, ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er og hvernig það virkar, en það er eitthvað sem okkur stendur til boða og vonandi bara þangað til eitthvað annað kemur,“ segir Hrönn en farteymi sjá um úrræði fyrir nemendur með alvarlegan fjölþættan vanda í grunnskólum borgarinnar. „Við þiggjum það með þökkum enda snerist þetta alltaf um það að okkur fannst fáránlegt að hún væri svona utan kerfis og hvergi með skólavist þangað til bara einhvern tímann. Við leyfðum okkur að efast um að það mætti. Það er rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima því svo koma sumarfrí og allt það. Það er svo erfitt með svona börn að þau hangi bara aðgerðalaus heima því það er ekki eins og hún fari í tómstundir eða út að hitta börn. Það er mjög erfitt að halda þeim virkum þannig að það er bara rugl að þau séu ekki í skóla,“ segir Hrönn.Á biðlista í Brúarskóla Hrönn fékk viðbrögð bæði frá Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni velferðarnefndar Reykjavíkur, og Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eftir að greinin birtist á föstudaginn. „Ég heyrði í þeim báðum á föstudaginn varðandi þetta mál að barnið væri ekki í neinum skóla og það getur verið að það hafi orðið til þess að þetta úrræði í Hamraskóla hafi komið til. Ég hreinlega veit það ekki.“ Dóttir Hrannar er komin á biðlista í Brúarskóla, sem er sérskóli rekinn af Reykjavíkurborg fyrir nemendur í 5.-10. bekk sem eiga við alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda að etja, eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu eða afbrota. Hrönn segist hins vegar ekki vita um það hvort eða hvenær dóttir hennar komist þar inn. „Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég get leyft mér að vona hvenær við komumst þar inn. En ég hef fengið alveg flóð af bréfum og símtölum frá fólki í sömu stöðu og ég hef fengið jákvæðar sögur af Brúarskóla. Þannig að ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við fáum þar inni að þá hugsanlega fari eitthvað að lagast og verða betra. Að þessi leið niður á við fari að snúast við,“ segir Hrönn. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
11 ára gömul einhverf stúlka, dóttir Hrannar Sveinsdóttur, fær skólavist í Hamraskóla í Grafarvogi frá og með 6. maí næstkomandi. Hrönn segir í samtali við Vísi að um tímabundið úrræði sé að ræða en fjölskyldan þiggi það með þökkum enda sé fáránlegt að dóttir hennar sé utan kerfis og fái ekki skólavista. Grein sem Hrönn ritaði í Fréttablaðið á föstudaginn vakti mikla athygli. Þar sagði hún frá því að dóttir hennar fengi ekki skólavist vegna þess að skólinn gæti ekki veitt viðeigandi þjónustu. Lýsti Hrönn því sem svo í viðtali við Vísi að hún væri stödd í bjúrókratísku helvíti með dóttur sína.Mbl greindi frá því í dag að dóttir Hrannar hefði fengið skólavist í Hamraskóla. Þar er starfrækt einhverfudeild.„Rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima“ Hrönn segir að í kjölfar þess að grein hennar birtist hafi skólastjóri Vesturbæjarskóla, sem sé hverfisskóli dóttur hennar, hringt í hana. „Hún hafði verið að tala um farteymi austur, við erum búin að vera hjá farteymi vestur, og að þau gætu tekið hana í úrræði í Hamraskóla. Það byrjar ekki fyrr en eftir 6. maí en það er eitthvað tímabundið, ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er og hvernig það virkar, en það er eitthvað sem okkur stendur til boða og vonandi bara þangað til eitthvað annað kemur,“ segir Hrönn en farteymi sjá um úrræði fyrir nemendur með alvarlegan fjölþættan vanda í grunnskólum borgarinnar. „Við þiggjum það með þökkum enda snerist þetta alltaf um það að okkur fannst fáránlegt að hún væri svona utan kerfis og hvergi með skólavist þangað til bara einhvern tímann. Við leyfðum okkur að efast um að það mætti. Það er rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima því svo koma sumarfrí og allt það. Það er svo erfitt með svona börn að þau hangi bara aðgerðalaus heima því það er ekki eins og hún fari í tómstundir eða út að hitta börn. Það er mjög erfitt að halda þeim virkum þannig að það er bara rugl að þau séu ekki í skóla,“ segir Hrönn.Á biðlista í Brúarskóla Hrönn fékk viðbrögð bæði frá Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni velferðarnefndar Reykjavíkur, og Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eftir að greinin birtist á föstudaginn. „Ég heyrði í þeim báðum á föstudaginn varðandi þetta mál að barnið væri ekki í neinum skóla og það getur verið að það hafi orðið til þess að þetta úrræði í Hamraskóla hafi komið til. Ég hreinlega veit það ekki.“ Dóttir Hrannar er komin á biðlista í Brúarskóla, sem er sérskóli rekinn af Reykjavíkurborg fyrir nemendur í 5.-10. bekk sem eiga við alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda að etja, eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu eða afbrota. Hrönn segist hins vegar ekki vita um það hvort eða hvenær dóttir hennar komist þar inn. „Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég get leyft mér að vona hvenær við komumst þar inn. En ég hef fengið alveg flóð af bréfum og símtölum frá fólki í sömu stöðu og ég hef fengið jákvæðar sögur af Brúarskóla. Þannig að ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við fáum þar inni að þá hugsanlega fari eitthvað að lagast og verða betra. Að þessi leið niður á við fari að snúast við,“ segir Hrönn.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36