„Lítill, ljótur og villimannslegur skítabissness“ Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. apríl 2019 11:30 Engin önnur þjóð veiðir langreyði (stórhveli). Við erum einasta þjóð veraldar, sem drepur þennan friðsama risa úthafanna; næststærsta spendýr jarðar. Drepur hann kannske mikinn fisk? Nei, langreyður er skíðishvalur, drepur engan fisk; lifir á svifi. Og, rannsóknir vísindamanna sýna, að hún skilar meiru til lífríkisins, en hún tekur. 1986 bannaði Alþjóða hvalveiðiráðið dráp á langreyði. Það bann stendur enn. Skv. CITES-samkomulaginu banna nánast allar þjóðir heims langreyðaveiðar, verzlun með langreyðaafurðir og flutning á langreyðaafurðum í lögsögu sinni líka. Þann 19. feb. sl. gaf sjávarútvegsráðherra engu að síður út reglugerð um nýjar hvalveiðar. Veiða má 2.135 hvali 2019-2023. 1.045 langreyðar og 1.090 hrefnur. Einhver mesta hvalaslátrun, sem sögur fara af. Hvað gengur okkur til? Verðum við kannske meiri menn með því að ganga þvert á ört vaxandi dýra-, náttúru- og umhverfisvernd svo og á viðleitni, regluverk og ráðstafanir alþjóðasamfélagsins til að verja og varðveita þau 10%, sem eftir eru af hvalastofnum úthafanna? Í júli í fyrra mótmælti 41 þjóð – allar okkar helztu vina- og viðskiptaþjóðir - nýjum langreyðaveiðum okkar harðlega. Skyldu svo langreyðaveiðar borga sig? Skv. skýrslum H.Í., frá janúar sl. tapaði Hvalur hf á sínum langreyðaveiðum síðustu 5 árin. Efnahagslegur tilgangur er því enginn. Núll. Og, hvað með villimannslegar veiðiaðferðir og dýraníðið, sem veiðarnar byggjast á? Er mönnum sama, þó að mörg dýranna séu fyrst sprengd að hluta til í tætlur, án þess þó að drepast, svo eru innyfli, líffæri og hold tætt í sundur með stálkló skutuls, oft í 10-15 mínútur, þar til dýrið loks drepst. Oft eru fullgengnir kálfar - en getnaður langreyða á sér stað að hausti og kýr ganga með í 11 mánuði – sprengdir, tættir eða kæfðir með. Fyrir sjávarútvegsráðherra er þetta greinilega ekkert mál. Ekki heldur fyrir forsætisráðherra eða Vinstri græna, sem þó voru m.a. kosnir inn á þing og í ríkisstjórn út á skýra andstöðu sína við hvalveiðar. Í ljóma stóla gleymast heit. Svei sé þeim, sem svíkja loforð. Af þeim 2.135 dýrum, sem sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn veitir nú drápsleyfi fyrir, verða minnst 350 dýr, auk tuga kálfa, limlest og kvalin til dauða með ofangreindum hætti. Skv. fyrirliggjandi rannsóknarskýrslum. Það eru aðrar mikilvægar hliðar á málinu: Ferðaþjónustan er langþýðingarmesti atvinnuvegur okkar. Með honum öflum við meira en helmings allra gjaldeyristekna. Hann aflar meiri gjaldeyris á einum degi, en gjaldeyristekjur hvalveiða eru á einu ári. Meira að segja friðsæl hvalaskoðun aflar 4-5 sinnum meiri tekna en hvalveiðar. Í heildarsamhengi eru hvalveiðar því, fyrir mér, lítill, ljótur og villimannslegur skítabissness. Fram hefur líka komið, að þessar langreyðaveiðar valda margvíslegum vanda fyrir útflutningsverzlunina. Græna bylgjan, sem fer nú um allan hinn vestræna heim, veldur því, að fleiri og fleiri hafna óþarfa drápi dýra og frekari ágangi á náttúru og lífríki jarðar. Unga kynslóðin er að bætast í hópinn. Í skýrli H.Í. kom fram, að ein öflugasta smásölukeðja Evrópu, Aldi, hvarf frá íslenzkum vörum vegna hvalveiða. Skv. sömu heimild á Guðmundur í Brimi, nú í Granda, í vaxandi vanda með útflutning vegna tengsla Granda við Hval hf. Ungt og framsækið útflutningsfyrirtæki, Niceland, sem hefur haslað sér völl með ferskum hágæðafiski á Bandaríkjamarkaði og fjárfest hefur hundruðum milljóna í uppbyggingu þessara viðskipta, mætir nú kurri meðal viðskiptavina, vegna nýrra hvalveiða, og þetta unga dugnaðarfólk er með lífið í lúkunum vegna hvalveiðanna og skemmandi áhrifa þeirra. Við þessi skilyrði hefði sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn auðvitað borið að kanna fyrirfram afstöðu manna erlendis til fyrirhugaðra langreyðaveiða, en opinberlega liggur þó ekkert fyrir um slíkt. Undirritaður hafði samband við sendiherra landsins í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Þýzkalandi til að spyrjast fyrir um slíkar kannanir. Vildu sendiherrarnir engu svara og vísuðu á utanríkisráðuneytið. Á fundi undirritaðs með ferðamálaráðuneytinu 5. apríl sl. gerðist svo það, að starfsmaður þar nefndi, að skýrslur tengdar „Iceland Naturally“, um afstöðu manna í Norður Ameríku til hvalveiða og Íslands sem ferðamannalands, lægju fyrir. Hún hefði verið neikvæð. 45% aðspurðra hefðu tekið mjög neikvæða afstöðu og hefði sú tala farið vaxandi. Starfsmaður tjáði mér, að ég gæti fengið þessa skoðanakönnun á Íslandsstofu eða aðalræðismannsskrifstofu Íslands í New York. Hjá Íslandsstofu vísuðu menn hver á annan, og endaði það með því, eftir að þrír höfðu komið að málinu þar, að mér var vísað á utanríkisráðuneyti. Ræðismannsskrifstofan vísaði líka á utanríkisráðuneytið. Utanríkisráðuneytið lofaði svörum og upplýsingum fyrir lok síðustu viku. Á föstudag kom eitthvert yfirklór og einhverjar gamlar skýrslur, sem höfðu ekkert með hvalveiðar að gera.Ekki kom skoðanakönnunin, sem mér var sagt frá og enginn hafði hafnað tilvist á. Menn lágu greinilega á henni, eins og ormar á gulli. Þessi atburðarás vekur upp grunsemdir og spurningar um það, hvort utanríkisráðherra lumi á óhagstæðum skýrslum um áhrif hvalveiða, þar sem fram kemur mikil andstaða og andúð almennings í Norður Ameríku gagnvart langreyðaveiðum Íslendinga.Ef utanríkisráðherra er hér að halda slíkum upplýsingum frá landsmönnum, stjórnarstefnunni til verndar og Hval hf til þjónustu og þóknunar, á kostnað ferðaþjónustunnar, útflutningsverzlunarinnar og gegn almannahag, þá er það mikið og alvarlegt brot. Þar sem ég þekki til erlendis, myndi slíkt brot kosta ráðherra hnappinn. Hratt og örugglega.Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Er stríðsglæpamaður í rútunni? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Engin önnur þjóð veiðir langreyði (stórhveli). Við erum einasta þjóð veraldar, sem drepur þennan friðsama risa úthafanna; næststærsta spendýr jarðar. Drepur hann kannske mikinn fisk? Nei, langreyður er skíðishvalur, drepur engan fisk; lifir á svifi. Og, rannsóknir vísindamanna sýna, að hún skilar meiru til lífríkisins, en hún tekur. 1986 bannaði Alþjóða hvalveiðiráðið dráp á langreyði. Það bann stendur enn. Skv. CITES-samkomulaginu banna nánast allar þjóðir heims langreyðaveiðar, verzlun með langreyðaafurðir og flutning á langreyðaafurðum í lögsögu sinni líka. Þann 19. feb. sl. gaf sjávarútvegsráðherra engu að síður út reglugerð um nýjar hvalveiðar. Veiða má 2.135 hvali 2019-2023. 1.045 langreyðar og 1.090 hrefnur. Einhver mesta hvalaslátrun, sem sögur fara af. Hvað gengur okkur til? Verðum við kannske meiri menn með því að ganga þvert á ört vaxandi dýra-, náttúru- og umhverfisvernd svo og á viðleitni, regluverk og ráðstafanir alþjóðasamfélagsins til að verja og varðveita þau 10%, sem eftir eru af hvalastofnum úthafanna? Í júli í fyrra mótmælti 41 þjóð – allar okkar helztu vina- og viðskiptaþjóðir - nýjum langreyðaveiðum okkar harðlega. Skyldu svo langreyðaveiðar borga sig? Skv. skýrslum H.Í., frá janúar sl. tapaði Hvalur hf á sínum langreyðaveiðum síðustu 5 árin. Efnahagslegur tilgangur er því enginn. Núll. Og, hvað með villimannslegar veiðiaðferðir og dýraníðið, sem veiðarnar byggjast á? Er mönnum sama, þó að mörg dýranna séu fyrst sprengd að hluta til í tætlur, án þess þó að drepast, svo eru innyfli, líffæri og hold tætt í sundur með stálkló skutuls, oft í 10-15 mínútur, þar til dýrið loks drepst. Oft eru fullgengnir kálfar - en getnaður langreyða á sér stað að hausti og kýr ganga með í 11 mánuði – sprengdir, tættir eða kæfðir með. Fyrir sjávarútvegsráðherra er þetta greinilega ekkert mál. Ekki heldur fyrir forsætisráðherra eða Vinstri græna, sem þó voru m.a. kosnir inn á þing og í ríkisstjórn út á skýra andstöðu sína við hvalveiðar. Í ljóma stóla gleymast heit. Svei sé þeim, sem svíkja loforð. Af þeim 2.135 dýrum, sem sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn veitir nú drápsleyfi fyrir, verða minnst 350 dýr, auk tuga kálfa, limlest og kvalin til dauða með ofangreindum hætti. Skv. fyrirliggjandi rannsóknarskýrslum. Það eru aðrar mikilvægar hliðar á málinu: Ferðaþjónustan er langþýðingarmesti atvinnuvegur okkar. Með honum öflum við meira en helmings allra gjaldeyristekna. Hann aflar meiri gjaldeyris á einum degi, en gjaldeyristekjur hvalveiða eru á einu ári. Meira að segja friðsæl hvalaskoðun aflar 4-5 sinnum meiri tekna en hvalveiðar. Í heildarsamhengi eru hvalveiðar því, fyrir mér, lítill, ljótur og villimannslegur skítabissness. Fram hefur líka komið, að þessar langreyðaveiðar valda margvíslegum vanda fyrir útflutningsverzlunina. Græna bylgjan, sem fer nú um allan hinn vestræna heim, veldur því, að fleiri og fleiri hafna óþarfa drápi dýra og frekari ágangi á náttúru og lífríki jarðar. Unga kynslóðin er að bætast í hópinn. Í skýrli H.Í. kom fram, að ein öflugasta smásölukeðja Evrópu, Aldi, hvarf frá íslenzkum vörum vegna hvalveiða. Skv. sömu heimild á Guðmundur í Brimi, nú í Granda, í vaxandi vanda með útflutning vegna tengsla Granda við Hval hf. Ungt og framsækið útflutningsfyrirtæki, Niceland, sem hefur haslað sér völl með ferskum hágæðafiski á Bandaríkjamarkaði og fjárfest hefur hundruðum milljóna í uppbyggingu þessara viðskipta, mætir nú kurri meðal viðskiptavina, vegna nýrra hvalveiða, og þetta unga dugnaðarfólk er með lífið í lúkunum vegna hvalveiðanna og skemmandi áhrifa þeirra. Við þessi skilyrði hefði sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn auðvitað borið að kanna fyrirfram afstöðu manna erlendis til fyrirhugaðra langreyðaveiða, en opinberlega liggur þó ekkert fyrir um slíkt. Undirritaður hafði samband við sendiherra landsins í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Þýzkalandi til að spyrjast fyrir um slíkar kannanir. Vildu sendiherrarnir engu svara og vísuðu á utanríkisráðuneytið. Á fundi undirritaðs með ferðamálaráðuneytinu 5. apríl sl. gerðist svo það, að starfsmaður þar nefndi, að skýrslur tengdar „Iceland Naturally“, um afstöðu manna í Norður Ameríku til hvalveiða og Íslands sem ferðamannalands, lægju fyrir. Hún hefði verið neikvæð. 45% aðspurðra hefðu tekið mjög neikvæða afstöðu og hefði sú tala farið vaxandi. Starfsmaður tjáði mér, að ég gæti fengið þessa skoðanakönnun á Íslandsstofu eða aðalræðismannsskrifstofu Íslands í New York. Hjá Íslandsstofu vísuðu menn hver á annan, og endaði það með því, eftir að þrír höfðu komið að málinu þar, að mér var vísað á utanríkisráðuneyti. Ræðismannsskrifstofan vísaði líka á utanríkisráðuneytið. Utanríkisráðuneytið lofaði svörum og upplýsingum fyrir lok síðustu viku. Á föstudag kom eitthvert yfirklór og einhverjar gamlar skýrslur, sem höfðu ekkert með hvalveiðar að gera.Ekki kom skoðanakönnunin, sem mér var sagt frá og enginn hafði hafnað tilvist á. Menn lágu greinilega á henni, eins og ormar á gulli. Þessi atburðarás vekur upp grunsemdir og spurningar um það, hvort utanríkisráðherra lumi á óhagstæðum skýrslum um áhrif hvalveiða, þar sem fram kemur mikil andstaða og andúð almennings í Norður Ameríku gagnvart langreyðaveiðum Íslendinga.Ef utanríkisráðherra er hér að halda slíkum upplýsingum frá landsmönnum, stjórnarstefnunni til verndar og Hval hf til þjónustu og þóknunar, á kostnað ferðaþjónustunnar, útflutningsverzlunarinnar og gegn almannahag, þá er það mikið og alvarlegt brot. Þar sem ég þekki til erlendis, myndi slíkt brot kosta ráðherra hnappinn. Hratt og örugglega.Höfundur er formaður Jarðarvina.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun