Elvar reyndist hetja liðsins Hjörvar Ólafsson skrifar 15. apríl 2019 09:00 Elvar á HM í janúar. vísir/epa Ísland sótti Norður-Makedóníu heim í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 í handbolta karla í Skopje í gær. Eftir ofboðslega svekkjandi tap í leik liðanna í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið var íslenska liðið staðráðið í að ná í hagstæð úrslit. Líklega voru fáir jafn áfjáðir í að eiga góðan leik og Ómar Ingi Magnússon sem gerði afdrifarík mistök undir lok leiksins hér heima. Það var ekki að sjá að mistökin hefðu haft áhrif á Ómar Inga nema síður sé en hann var burðarás í sóknarleik íslenska liðsins. Hann skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum eftir laglegt gegnumbrot og eftir það lék hann við hvurn sinn fingur í sóknarleiknum og stóð uppi sem markahæsti leikmaður Íslands með átta mörk. Eftir jafnan og spennandi leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna var Norður-Makedónía yfir þegar um það bil hálf mínúta var eftir af leiknum. Ísland hélt í sína síðustu sókn í leiknum og eftir að boltinn hafði gengið á milli leikmann í útilínunni tók Elvar Örn Jónsson af skarið og þrumaði boltanum í netið. Mark Elvars Arnar tryggði Íslandi mikilvægt stig í riðlinum en eftir þessi úrslit eru Ísland og Norður-Makedónía jöfn að stigum með fimm stig á toppi riðilsins. Ólafur Gústafsson sem leikur stórt hlutverk í varnarleik íslenska liðsins meiddist á þumalfingri um miðjan fyrri hálfleik og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Daníel Þór Ingason leysti hann af hólmi í miðjublokk liðsins og gerði það af stakri prýði. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, skipti um markvarðasveit liðsins á milli leikja en Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson tóku sæti Björgvins Páls Gústavssonar og Arons Rafn Eðvarðssonar sem varið hafa mark íslenska liðsins í áraraðir. Viktor Gísli var einnig mjög góður í markinu, en hann varði 12 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot, þar af eitt vítakast. Ísland mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur umferðum undankeppninnar en tvö efstu sætin tryggja öruggt sæti í lokakeppninni og þriðja sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili um laust sæti í mótinu. EM 2020 í handbolta Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Ísland sótti Norður-Makedóníu heim í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 í handbolta karla í Skopje í gær. Eftir ofboðslega svekkjandi tap í leik liðanna í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið var íslenska liðið staðráðið í að ná í hagstæð úrslit. Líklega voru fáir jafn áfjáðir í að eiga góðan leik og Ómar Ingi Magnússon sem gerði afdrifarík mistök undir lok leiksins hér heima. Það var ekki að sjá að mistökin hefðu haft áhrif á Ómar Inga nema síður sé en hann var burðarás í sóknarleik íslenska liðsins. Hann skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum eftir laglegt gegnumbrot og eftir það lék hann við hvurn sinn fingur í sóknarleiknum og stóð uppi sem markahæsti leikmaður Íslands með átta mörk. Eftir jafnan og spennandi leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna var Norður-Makedónía yfir þegar um það bil hálf mínúta var eftir af leiknum. Ísland hélt í sína síðustu sókn í leiknum og eftir að boltinn hafði gengið á milli leikmann í útilínunni tók Elvar Örn Jónsson af skarið og þrumaði boltanum í netið. Mark Elvars Arnar tryggði Íslandi mikilvægt stig í riðlinum en eftir þessi úrslit eru Ísland og Norður-Makedónía jöfn að stigum með fimm stig á toppi riðilsins. Ólafur Gústafsson sem leikur stórt hlutverk í varnarleik íslenska liðsins meiddist á þumalfingri um miðjan fyrri hálfleik og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Daníel Þór Ingason leysti hann af hólmi í miðjublokk liðsins og gerði það af stakri prýði. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, skipti um markvarðasveit liðsins á milli leikja en Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson tóku sæti Björgvins Páls Gústavssonar og Arons Rafn Eðvarðssonar sem varið hafa mark íslenska liðsins í áraraðir. Viktor Gísli var einnig mjög góður í markinu, en hann varði 12 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot, þar af eitt vítakast. Ísland mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur umferðum undankeppninnar en tvö efstu sætin tryggja öruggt sæti í lokakeppninni og þriðja sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili um laust sæti í mótinu.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira