Í það minnsta fimm slösuðust en af þeim eru þrír taldir alvarlega slasaðir. Carina Skagerlind hjá lögreglunni í Stokkhólmi staðfesti í samtali við Aftonbladet að einn hefði verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu.
Slysið varð þegar bílarnir tóku af stað en tveir þeirra misstu stjórn eftir samstuð við aðra bíla og keyrðu út af. Annar þeirra náði að hægja á sér en hinn hafnaði í áhorfendahópnum með fyrrgreindum afleiðingum.
Sjónarvottur segir atburðarásina hafa verið mjög hraða og hræðsla hafi gripið um sig meðal áhorfenda en á myndbandsupptöku á vef Aftonbladet má sjá hvernig bíllinn hafnar utan vegar og ekur í átt að hópnum.