Erlent

Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott

Andri Eysteinsson skrifar
Félagarnir á fyrri fundi þeirra
Félagarnir á fyrri fundi þeirra Vísir/Getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna.

Á blaðamannafundi með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, síðasta fimmtudag sagðist Trump vera opinn fyrir því að funda með Kim í þriðja sinn. Áður hafa leiðtogarnir hist í Hanoi í Víetnam og í Singapúr. Kim hefur svarað hugleiðingum Trump og sagði í yfirlýsingu að fundur þeirra í Hanoi í febrúar hafi vakið upp efasemdir um vilja Bandaríkjanna til að bæta samskipti ríkjanna.

Trump hafi í Hanoi sett fram ómögulegar áætlanir og hefði ekki verið tilbúinn til raunverulega viðræðna.

Bandaríkjaforseti virðist hins vegar ólmur vilja ganga til fundar að nýju. Trump fór fögrum orðum um stjórn Kim Jong-un og sagðist bíða spenntur eftir þeim degi þegar refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu verður aflétt og hægt verði að fylgjast með Norður-Kóreu verða eitt af öflugustu ríkjum heims.


Tengdar fréttir

Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum

Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist.

Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×