Bólgulögmálið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. apríl 2019 07:15 Engu er líkara en það sé lögmál að rekstur hins opinbera bólgni í sífellu út. Dæmin sem blasa við eru mýmörg. Á kjörtímabilinu eiga til dæmis að rísa nýjar skrifstofur Alþingis við Vonarstræti. Þær skulu vera sex þúsund fermetrar og kosta um þrjá milljarða króna. Mikið er víst lagt upp úr því að innangengt sé fyrir þingmenn milli skrifstofa og fundarherbergja Alþingis. Ekki fylgir sögunni hvers vegna það er slík þolraun fyrir kjörna fulltrúa að ganga stuttar vegalengdir utandyra og fá sér frískt loft í leiðinni. Úr stjórnarráðinu berast þau tíðindi að til standi að byggja við skrifstofur forsætisráðherra í Lækjargötu. Sómi er að verðlaunatillögunni, þótt sitt sýnist vafalítið hverjum. Því er þó alveg ósvarað hvers vegna þessa ógnarviðbót þurfi við húsið sem hýst hefur skrifstofur forsætisráðherra með myndarbrag frá 1904. Í því samhengi er rétt að taka undir með sagnfræðingnum Birni Jóni Bragasyni sem bent hefur á að Þjóðmenningarhúsið, í sinni eilífu tilvistarkreppu, standi þarna steinsnar frá og henti vel til starfseminnar. Svo haldið sé áfram að tala um Alþingi og ríkisstjórn, þá má minna á að aðstoðarmenn hvers ráðherra eru nú orðnir tveir en lengst af þótti duga að þeir gætu reitt sig á embættismenn í sínum ráðuneytum. Slíkt gengur auðvitað ekki lengur enda fjöldi flokksgæðinga á lausu sem sárvantar lífserindi. Víkur þá sögu að rekstri Reykjavíkurborgar, en þar starfa hlutfallslega mun fleiri en hjá nágrannasveitarfélögunum þrátt fyrir að stærðinni ætti að fylgja hagkvæmni og minna starfsmannahald. Útsvar hefur lengi verið í lögbundnu hámarki, og borgin ætlar meira að segja að greiða sér arð úr Orkuveitunni til að fá enn meiri peninga úr að spila. Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis blásið út og lætur nú til sín taka á mun fleiri sviðum en áður. Borgin byggir veitingasali og endurreisir bragga. Ágóðans njóta veitingasalar sem leigja aðstöðuna langt undir markaðsvirði. Kostnaðaráætlanir virðast að meginstefnu gerðar formsins vegna hjá borginni, rétt eins og hjá ríkinu. Sé vikið að fyrirtækjum í eigu ríkisins er sagan nokkurn veginn sú sama. Landsbankinn ætlar að byggja 16.500 fermetra höfuðstöðvar undir starfsemi sína og kosta til þess níu milljörðum króna, þrátt fyrir að bankakerfið sé nú þegar bólgið úr hófi fram af mannafla, og að fyrirséð sé að plássþörf muni frekar minnka en aukast með áframhaldandi tækninýjungum. En áfram skal haldið í eilífri útgjaldabólgu. Svo virðist sem allir séu seldir undir sömu sök. Ríki, sveitarfélög og fyrirtæki í eigu ríkisins. Þannig er það gjarnan þegar sýslað er með annarra manna fé. Er ekki eðlilegt að velta fyrir sér hvort þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi allt þetta umfang og yfirbyggingu? Hvar eru stjórnmálamennirnir sem tala fyrir aðhaldi í ríkisrekstri og treysta sér til að láta gjörðir fylgja orðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Engu er líkara en það sé lögmál að rekstur hins opinbera bólgni í sífellu út. Dæmin sem blasa við eru mýmörg. Á kjörtímabilinu eiga til dæmis að rísa nýjar skrifstofur Alþingis við Vonarstræti. Þær skulu vera sex þúsund fermetrar og kosta um þrjá milljarða króna. Mikið er víst lagt upp úr því að innangengt sé fyrir þingmenn milli skrifstofa og fundarherbergja Alþingis. Ekki fylgir sögunni hvers vegna það er slík þolraun fyrir kjörna fulltrúa að ganga stuttar vegalengdir utandyra og fá sér frískt loft í leiðinni. Úr stjórnarráðinu berast þau tíðindi að til standi að byggja við skrifstofur forsætisráðherra í Lækjargötu. Sómi er að verðlaunatillögunni, þótt sitt sýnist vafalítið hverjum. Því er þó alveg ósvarað hvers vegna þessa ógnarviðbót þurfi við húsið sem hýst hefur skrifstofur forsætisráðherra með myndarbrag frá 1904. Í því samhengi er rétt að taka undir með sagnfræðingnum Birni Jóni Bragasyni sem bent hefur á að Þjóðmenningarhúsið, í sinni eilífu tilvistarkreppu, standi þarna steinsnar frá og henti vel til starfseminnar. Svo haldið sé áfram að tala um Alþingi og ríkisstjórn, þá má minna á að aðstoðarmenn hvers ráðherra eru nú orðnir tveir en lengst af þótti duga að þeir gætu reitt sig á embættismenn í sínum ráðuneytum. Slíkt gengur auðvitað ekki lengur enda fjöldi flokksgæðinga á lausu sem sárvantar lífserindi. Víkur þá sögu að rekstri Reykjavíkurborgar, en þar starfa hlutfallslega mun fleiri en hjá nágrannasveitarfélögunum þrátt fyrir að stærðinni ætti að fylgja hagkvæmni og minna starfsmannahald. Útsvar hefur lengi verið í lögbundnu hámarki, og borgin ætlar meira að segja að greiða sér arð úr Orkuveitunni til að fá enn meiri peninga úr að spila. Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis blásið út og lætur nú til sín taka á mun fleiri sviðum en áður. Borgin byggir veitingasali og endurreisir bragga. Ágóðans njóta veitingasalar sem leigja aðstöðuna langt undir markaðsvirði. Kostnaðaráætlanir virðast að meginstefnu gerðar formsins vegna hjá borginni, rétt eins og hjá ríkinu. Sé vikið að fyrirtækjum í eigu ríkisins er sagan nokkurn veginn sú sama. Landsbankinn ætlar að byggja 16.500 fermetra höfuðstöðvar undir starfsemi sína og kosta til þess níu milljörðum króna, þrátt fyrir að bankakerfið sé nú þegar bólgið úr hófi fram af mannafla, og að fyrirséð sé að plássþörf muni frekar minnka en aukast með áframhaldandi tækninýjungum. En áfram skal haldið í eilífri útgjaldabólgu. Svo virðist sem allir séu seldir undir sömu sök. Ríki, sveitarfélög og fyrirtæki í eigu ríkisins. Þannig er það gjarnan þegar sýslað er með annarra manna fé. Er ekki eðlilegt að velta fyrir sér hvort þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi allt þetta umfang og yfirbyggingu? Hvar eru stjórnmálamennirnir sem tala fyrir aðhaldi í ríkisrekstri og treysta sér til að láta gjörðir fylgja orðum?
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun