Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. apríl 2019 12:57 Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. Nokkur börn séu í sömu stöðu og dóttir Hrannar, að fá ekki skólavist, og hafa ekki verið í skóla mánuðum saman því ekki sé hægt að koma til móts við þarfir þeirra. Aðspurð hvað vantar upp á segir Sigrún að það vanti meiri þekkingu og ráðgjöf, fleiri fagstéttir inn í skólana og betri aðstöðu fyrir einhverf börn. „Þekkingin er í raun og veru til staðar. Það sem við höfum lengi bent á að vanti er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun,“ segir Sigrún. Um væri þjónustu sem væri veitt frá greiningu og ævina á enda þar sem börn, foreldrar, skólinn og aðrir gætu fengið ráðgjöf til að geta veitt þjónustu við hæfi.Ekki unni samkvæmt samningum um réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna „Skólinn á að fá ráðgjöf frá félagsþjónustunni, þar eiga að vera starfandi sérfræðingar. En þegar einhverfa er annars vegar þá þarf fólk með einhverfu þekkingu og mikla þekkingu því einhverfa er mjög fjölbreytt, hver einstaklingur er einstakur og þarf þjónustu út frá sínum þörfum. Það er ekki hægt að setja þessi börn í kassa þannig að þetta þarf að vera á allt öðrum „basis“ en almenn ráðgjöf er. Á flestum félagsþjónustuskrifstofum er þessi þekking ekki til staðar eða þá hún er mjög brotakennd,“ segir Sigrún. Hún segist þekkja dæmi þess að börn gangi ekki í skóla vegna þess að þau fái ekki viðeigandi þjónustu og séu þá heima við sem þýði að foreldarnir geti ekki stundað vinnu. „Þetta eru mannréttindabrot. Þarna er ekki verið að vinna samkvæmt samningum um til dæmis réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Þetta er háalvarlegt mál.“ Sigrún segir að hún mynda vilja sjá skólana færa um að taka á móti þessum börnum eins og öllum öðrum börnum. „Þau eiga rétt á menntun við hæfi í sínu nærumhverfi. Það þarf að byggja upp þá aðstöðu út frá húsnæði og þekkingu til að það sé hægt.“ Nokkrar sérdeildir eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir einhverf börn en Sigrún segir að ekki passi öll börn þar inn auk þess sem þar séu ekki næg pláss. „Þetta snýst um að veita einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir Sigrún sem hvetur ráðmenn, kennara og allar aðrar fagstéttir til þess að fara og sjá heimildarmyndina um konur á einhverfurófinu sem Einhverfusamtökin gerðu en hún er núna sýnd í Bíó Paradís. „Þar kemur mjög skýrt fram hvers lags misrétti og þjónustuleysi þessar konur hafa búið við.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. Nokkur börn séu í sömu stöðu og dóttir Hrannar, að fá ekki skólavist, og hafa ekki verið í skóla mánuðum saman því ekki sé hægt að koma til móts við þarfir þeirra. Aðspurð hvað vantar upp á segir Sigrún að það vanti meiri þekkingu og ráðgjöf, fleiri fagstéttir inn í skólana og betri aðstöðu fyrir einhverf börn. „Þekkingin er í raun og veru til staðar. Það sem við höfum lengi bent á að vanti er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun,“ segir Sigrún. Um væri þjónustu sem væri veitt frá greiningu og ævina á enda þar sem börn, foreldrar, skólinn og aðrir gætu fengið ráðgjöf til að geta veitt þjónustu við hæfi.Ekki unni samkvæmt samningum um réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna „Skólinn á að fá ráðgjöf frá félagsþjónustunni, þar eiga að vera starfandi sérfræðingar. En þegar einhverfa er annars vegar þá þarf fólk með einhverfu þekkingu og mikla þekkingu því einhverfa er mjög fjölbreytt, hver einstaklingur er einstakur og þarf þjónustu út frá sínum þörfum. Það er ekki hægt að setja þessi börn í kassa þannig að þetta þarf að vera á allt öðrum „basis“ en almenn ráðgjöf er. Á flestum félagsþjónustuskrifstofum er þessi þekking ekki til staðar eða þá hún er mjög brotakennd,“ segir Sigrún. Hún segist þekkja dæmi þess að börn gangi ekki í skóla vegna þess að þau fái ekki viðeigandi þjónustu og séu þá heima við sem þýði að foreldarnir geti ekki stundað vinnu. „Þetta eru mannréttindabrot. Þarna er ekki verið að vinna samkvæmt samningum um til dæmis réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Þetta er háalvarlegt mál.“ Sigrún segir að hún mynda vilja sjá skólana færa um að taka á móti þessum börnum eins og öllum öðrum börnum. „Þau eiga rétt á menntun við hæfi í sínu nærumhverfi. Það þarf að byggja upp þá aðstöðu út frá húsnæði og þekkingu til að það sé hægt.“ Nokkrar sérdeildir eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir einhverf börn en Sigrún segir að ekki passi öll börn þar inn auk þess sem þar séu ekki næg pláss. „Þetta snýst um að veita einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir Sigrún sem hvetur ráðmenn, kennara og allar aðrar fagstéttir til þess að fara og sjá heimildarmyndina um konur á einhverfurófinu sem Einhverfusamtökin gerðu en hún er núna sýnd í Bíó Paradís. „Þar kemur mjög skýrt fram hvers lags misrétti og þjónustuleysi þessar konur hafa búið við.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Hin ósýnilega einhverfa Að sjá hið ósýnilega er ný íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi sem forsýnd er í dag á alþjóðlegum degi einhverfu. Í framhaldinu verða almennar sýningar. 2. apríl 2019 09:00
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36