Brexit: Þingmenn farnir í páskafrí og óljóst hvernig sögunni endalausu lýkur Gígja Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 12:15 Útgöngu Breta var frestað í annað sinn aðfararnótt 11. apríl. Getty/Leon Neal Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. Útgöngunni hefur nú verið frestað í annað sinn en Bretland átti að ganga úr sambandinu í dag. Þingmenn eru nú farnir í páskafrí. Fyrst var stefnt að því að ganga úr sambandinu þann 29. mars síðastliðinn. Í kjölfar framlengingu útgöngufrests Evrópuráðsins nú, frá 12. apríl til 31. október, hefur staða Theresu May forsætisráðherra og hvort eða hvenær Bretar gangi úr Evrópusambandinu skýrst örlítið.Segir brýnt að knýja fram samning fyrir kosningar May ávarpaði neðri deild breska þingsins í gær og tjáði þinginu að hún vildi reyna að knýja fram samning um útgöngu fyrir 23. maí eins og hún hefur ítrekað áður. Það væri brýnt að þingið komist að sameiginlegri niðurstöðu áður en gengið verður til kosninga til Evrópuþings. Þær fara fram dagana 23.-26. maí næstkomandi. Í gær var síðasti þingfundur neðri deildar breska þingsins fyrir páskafrí sem hófst í dag. Þingið kemur aftur saman 23. apríl næstkomandi.Skýringarmyndin sýnir fram á mögulegar sviðsmyndir og afleiðingar þeirra. Það sem gæti gerst í framhaldinu eru nokkrar vendingar.Komist þingið að samkomulagi um útgöngusamning fyrir 23. maí, eins og May óskar, ganga þeir úr sambandinu 1. júní næstkomandi. Gangi það ekki eftir taka Bretar þátt í kosningum til Evrópuþings. Það gæti komið til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit eða að boðað verði til þingkosninga. Þá gæti farið svo að May verði bolað úr embætti en ljóst er að hún er völt í sessi. Brugðið getur til beggja vona hvort útgöngusamningur gangi í gegn fyrir 31. október en það veltur á því hvort neðri deildin landi samningi í tæka tíð. Gangi það ekki eftir ganga Bretar úr ESB án samnings eða frestur útgöngu verður lengdur enn á ný. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. Útgöngunni hefur nú verið frestað í annað sinn en Bretland átti að ganga úr sambandinu í dag. Þingmenn eru nú farnir í páskafrí. Fyrst var stefnt að því að ganga úr sambandinu þann 29. mars síðastliðinn. Í kjölfar framlengingu útgöngufrests Evrópuráðsins nú, frá 12. apríl til 31. október, hefur staða Theresu May forsætisráðherra og hvort eða hvenær Bretar gangi úr Evrópusambandinu skýrst örlítið.Segir brýnt að knýja fram samning fyrir kosningar May ávarpaði neðri deild breska þingsins í gær og tjáði þinginu að hún vildi reyna að knýja fram samning um útgöngu fyrir 23. maí eins og hún hefur ítrekað áður. Það væri brýnt að þingið komist að sameiginlegri niðurstöðu áður en gengið verður til kosninga til Evrópuþings. Þær fara fram dagana 23.-26. maí næstkomandi. Í gær var síðasti þingfundur neðri deildar breska þingsins fyrir páskafrí sem hófst í dag. Þingið kemur aftur saman 23. apríl næstkomandi.Skýringarmyndin sýnir fram á mögulegar sviðsmyndir og afleiðingar þeirra. Það sem gæti gerst í framhaldinu eru nokkrar vendingar.Komist þingið að samkomulagi um útgöngusamning fyrir 23. maí, eins og May óskar, ganga þeir úr sambandinu 1. júní næstkomandi. Gangi það ekki eftir taka Bretar þátt í kosningum til Evrópuþings. Það gæti komið til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit eða að boðað verði til þingkosninga. Þá gæti farið svo að May verði bolað úr embætti en ljóst er að hún er völt í sessi. Brugðið getur til beggja vona hvort útgöngusamningur gangi í gegn fyrir 31. október en það veltur á því hvort neðri deildin landi samningi í tæka tíð. Gangi það ekki eftir ganga Bretar úr ESB án samnings eða frestur útgöngu verður lengdur enn á ný.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38
Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15