Lögreglan fékk tilkynningu um þjófnað úr skartgripaverslun í hverfi 103 í gærkvöldi. Ungur maður var síðan handtekinn grunaður um þjófnaðinn og vistaður í fangageymslu.
Áður en honum var stungið inn kom í ljós að hann var einnig með ólögleg fíknifefni á sér.
Lögregla þurfti í nótt ítrekað að hafa afskipti af ölvuðum unglingum á skólaböllum, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Víðidal.
Mikið var um ölvun og slagsmál og þurfti að færa einn unginginn í Kópavogi á lögreglustöð þangað sem hann var sóttur af foreldrum sínum.
