Segja símalausa skóla hafa góð áhrif á samskiptin og minnka skjátímann verulega Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2019 20:00 þrjátíu þúsund seglum með upplýsingum um æskilegan skjátíma var dreift til fulltrúa allra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík í dag.Verkefnið er að frumkvæði foreldrafélaga í Breiðholti og segir formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla þetta með stærri verkefnum sem foreldrafélög á landinu hafa ráðist í. Hugmyndin kviknaði hjá foreldrafélögum í Breiðholti og skólastjórnendum fyrir um þremur árum síðan. Í upphafi var fenginn styrkur til að útbúa segla fyrir börn í Breiðholti en verkefnið vatt svo upp á sig. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa vitund og umræður innan heimilanna um skjái og hvernig þeir hafa áhrif á líf okkar á allan máta og hversu langan tíma hver og einn er að nota skjáinn,“ segir Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Hún segir að fólk þurfi að spyrja sig spurninga á borð við; Erum við að nota skjátímann til góðs? Erum við að gera uppbyggilega hluti? Erum við bara að nota hann til að drepa tímann eða ættum við kannski að minnka einhverja skjáhegðun? Fyrirmyndin var segull sem borist hefur inn á heimili landsmanna í nokkur ár um útisvistartímann. Hún segir að með tilkomu hans hafi umræðan um útvistartímann auðveldari á mörgum heimilum og vonin sé að skjátíma segullinn hafi sömu áhrif.Tveir símalausir skólar í Breiðholti Fyrstu seglarnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu. Einnig voru flutt erindi þar sem krakkar ræddu hvaða áhrif það hafi á skólabraginn að gera skólann símalausan en tveir skólar í Breiðholti hafa tekið slíka ákvörðun. Öldutúnsskóli hefur verið símalaus síðan í lok mars og Hólabrekkuskóli stefnir á símaleysi fyrsta daginn eftir páskafrí. Kjartan Helgi Guðmundsson, nemandi í Ölduselsskóla, segir þetta vera dálítið miklar breytingu. „Maður flýr alltaf beint í símann þegar maður sest niður eða ætlar að gera eitthvað í skólanum. Núna þarf maður bara að byrja að tala við alla og kynnast öllum betur. Spila eða gera eitthvað allt annað. Svo þetta breytist svolítið og tekur tíma að venjast,“ segir hann. Glódís Björt Ólafardóttir Imsland, nemi í 9. Bekk Ölduselsskóla, tekur í sama streng. „Mér finnst þetta hafa verið mjög gott. Vegna þess aðáður en símalausi skólinn kom þá voru allir í símanum. Við löbbuðum inn á morgnana og þá voru bara allir í símanum að bíða. Það var ógeðslega leiðinlegt. Svo mér finnst þetta bara mjög gott,“ segir hún.Haldið þið að þetta breyti einhverju varðandi skjátíma ykkar?„Já maður minnkar þetta ósjálfráða að fara alltaf beint í símann þegar maður gerir það ekki í skólanum. Svo þegar þú ferð heim þá ferðþú ekki bara beint í símann eins og þú gerðir,“ segir Kjartan og Sveinbjörn Skúli Ólafsson, formaður nemendaráðs í Hólabrekkuskóla tekur undir það. „þetta mun að sjálfsögðu breyta skjátímanum mínum. Þetta verður allt öðruvísi og mikið minni skjátími. Af því maður er alltaf í frímínútum í símanum og stundum að laumast í símann í tímanum. Maður á náttúrulega að sjálfsögðu ekki að gera það,“ segir Sveinbjörn og hlær en bætir við aðþetta sé bara orðin ósjálfráð hreyfing að taka upp símann og kíkja. Hann segist spenntur fyrir komandi símaleysi í skólanum og að almennt taki nemendur vel íþessa hugmynd. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
þrjátíu þúsund seglum með upplýsingum um æskilegan skjátíma var dreift til fulltrúa allra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík í dag.Verkefnið er að frumkvæði foreldrafélaga í Breiðholti og segir formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla þetta með stærri verkefnum sem foreldrafélög á landinu hafa ráðist í. Hugmyndin kviknaði hjá foreldrafélögum í Breiðholti og skólastjórnendum fyrir um þremur árum síðan. Í upphafi var fenginn styrkur til að útbúa segla fyrir börn í Breiðholti en verkefnið vatt svo upp á sig. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa vitund og umræður innan heimilanna um skjái og hvernig þeir hafa áhrif á líf okkar á allan máta og hversu langan tíma hver og einn er að nota skjáinn,“ segir Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Hún segir að fólk þurfi að spyrja sig spurninga á borð við; Erum við að nota skjátímann til góðs? Erum við að gera uppbyggilega hluti? Erum við bara að nota hann til að drepa tímann eða ættum við kannski að minnka einhverja skjáhegðun? Fyrirmyndin var segull sem borist hefur inn á heimili landsmanna í nokkur ár um útisvistartímann. Hún segir að með tilkomu hans hafi umræðan um útvistartímann auðveldari á mörgum heimilum og vonin sé að skjátíma segullinn hafi sömu áhrif.Tveir símalausir skólar í Breiðholti Fyrstu seglarnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu. Einnig voru flutt erindi þar sem krakkar ræddu hvaða áhrif það hafi á skólabraginn að gera skólann símalausan en tveir skólar í Breiðholti hafa tekið slíka ákvörðun. Öldutúnsskóli hefur verið símalaus síðan í lok mars og Hólabrekkuskóli stefnir á símaleysi fyrsta daginn eftir páskafrí. Kjartan Helgi Guðmundsson, nemandi í Ölduselsskóla, segir þetta vera dálítið miklar breytingu. „Maður flýr alltaf beint í símann þegar maður sest niður eða ætlar að gera eitthvað í skólanum. Núna þarf maður bara að byrja að tala við alla og kynnast öllum betur. Spila eða gera eitthvað allt annað. Svo þetta breytist svolítið og tekur tíma að venjast,“ segir hann. Glódís Björt Ólafardóttir Imsland, nemi í 9. Bekk Ölduselsskóla, tekur í sama streng. „Mér finnst þetta hafa verið mjög gott. Vegna þess aðáður en símalausi skólinn kom þá voru allir í símanum. Við löbbuðum inn á morgnana og þá voru bara allir í símanum að bíða. Það var ógeðslega leiðinlegt. Svo mér finnst þetta bara mjög gott,“ segir hún.Haldið þið að þetta breyti einhverju varðandi skjátíma ykkar?„Já maður minnkar þetta ósjálfráða að fara alltaf beint í símann þegar maður gerir það ekki í skólanum. Svo þegar þú ferð heim þá ferðþú ekki bara beint í símann eins og þú gerðir,“ segir Kjartan og Sveinbjörn Skúli Ólafsson, formaður nemendaráðs í Hólabrekkuskóla tekur undir það. „þetta mun að sjálfsögðu breyta skjátímanum mínum. Þetta verður allt öðruvísi og mikið minni skjátími. Af því maður er alltaf í frímínútum í símanum og stundum að laumast í símann í tímanum. Maður á náttúrulega að sjálfsögðu ekki að gera það,“ segir Sveinbjörn og hlær en bætir við aðþetta sé bara orðin ósjálfráð hreyfing að taka upp símann og kíkja. Hann segist spenntur fyrir komandi símaleysi í skólanum og að almennt taki nemendur vel íþessa hugmynd.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent