Sakar Sjálfstæðisflokkinn um að reyna að fela hallarekstur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 17:37 Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela "verulegan hallarekstur bæjarins“. Vísir/egill Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela „verulegan hallarekstur bæjarins“. Karl Pétur greindi frá þessu í skoðanagrein sem birtist á Vísi síðdegis í dag. „Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins,“ segir Karl Pétur. Hann segir 217 milljón króna greiðslu til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis hefði verið færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins. „Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara.“ Hann segir íbúa Seltjarnarness eiga skilið að vita raunverulega stöðu mála. „Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira,“ segir Karl Pétur. Bærinn hafi safnað skuldum á síðustu árum. Hann segir skuldastöðuna í dag samsvara rúmri milljón í skuld á hvern íbúa. Karl Pétur segir stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör.Bæjarstjóri Seltjarnarness segir KPMG hafi ekki viljað skrifa undir ársreikninginn án fyrirvara vegna túlkunaratriðis.Vísir/GVA„Það er bara alrangt,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Ekkert hafi verið fært til. „Nei, það er bara rangt hjá Karli Pétri að meirihlutinn sé að reyna að fegra niðurstöðu rekstrarreikningsins, hún er alveg skýr.“Hvers vegna vildi þá KPMG ekki undir ársreikninginn án fyrirvara?„Það er túlkunaratriði á styrkframlagi sem bærinn fékk frá gjafasjóði Sigurgeirs Einarssonar. Það kemur skýrt fram í ársreikningnum að það er fært undir aðrar tekjur. Endurskoðandinn vill færa það sem lækkun á fastafjármunum. Þetta er túlkunaratriði sem við erum ekki sammála um en endurskoðandinn skrifar undir ársreikninginn en það er álit KPMB að ársreikninguriunn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018 sem er í samræmi við lög um ársreikninga og sveitarstjórnarlög.“ Ásgerður segir grein Karls Péturs litast af pólitík. „Þetta kallast bara pólitík sko. Fyrirmyndarbærinn stendur sterkur og íbúar eru mjög ánægðir með þjónustuna.“ Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela „verulegan hallarekstur bæjarins“. Karl Pétur greindi frá þessu í skoðanagrein sem birtist á Vísi síðdegis í dag. „Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins,“ segir Karl Pétur. Hann segir 217 milljón króna greiðslu til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis hefði verið færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins. „Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara.“ Hann segir íbúa Seltjarnarness eiga skilið að vita raunverulega stöðu mála. „Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira,“ segir Karl Pétur. Bærinn hafi safnað skuldum á síðustu árum. Hann segir skuldastöðuna í dag samsvara rúmri milljón í skuld á hvern íbúa. Karl Pétur segir stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör.Bæjarstjóri Seltjarnarness segir KPMG hafi ekki viljað skrifa undir ársreikninginn án fyrirvara vegna túlkunaratriðis.Vísir/GVA„Það er bara alrangt,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Ekkert hafi verið fært til. „Nei, það er bara rangt hjá Karli Pétri að meirihlutinn sé að reyna að fegra niðurstöðu rekstrarreikningsins, hún er alveg skýr.“Hvers vegna vildi þá KPMG ekki undir ársreikninginn án fyrirvara?„Það er túlkunaratriði á styrkframlagi sem bærinn fékk frá gjafasjóði Sigurgeirs Einarssonar. Það kemur skýrt fram í ársreikningnum að það er fært undir aðrar tekjur. Endurskoðandinn vill færa það sem lækkun á fastafjármunum. Þetta er túlkunaratriði sem við erum ekki sammála um en endurskoðandinn skrifar undir ársreikninginn en það er álit KPMB að ársreikninguriunn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018 sem er í samræmi við lög um ársreikninga og sveitarstjórnarlög.“ Ásgerður segir grein Karls Péturs litast af pólitík. „Þetta kallast bara pólitík sko. Fyrirmyndarbærinn stendur sterkur og íbúar eru mjög ánægðir með þjónustuna.“
Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent