Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 17:00 Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. Nú er svo komið að rekstur bæjarins er ekki lengur fjárhagslega sjálfbær. Þeirri staðreynd má ekki lengur halda frá íbúum bæjarins. Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins. Lögum samkvæmt þurfa bæjarfulltrúar að undirrita ársreikninginn. Að þessu sinni mun bæjarfulltrúi Viðreisnar gera það það með fyrirvara. Ástæðan er að með reikningnum gerir meirihluti Sjálfstæðisflokksins tilraun til að fela verulegan hallrekstur bæjarins. 217 milljón króna greiðsla til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis var færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins þvert á venjur og reglur um reikningsskil. Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara. Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira. Bærinn hefur enda safnað skuldum. Í lok árs 2014 voru skuldir sveitarfélagsins 1,5 milljarður króna. Í lok síðasta árs voru skuldirnar komnar upp í 4,8 milljarða, þ.e. skuldirnar uxu um 277% á meðan tekjurnar uxu einungis um 36%. Skuldastaðan í dag samsvarar rúmri milljón í skuld á hvern bæjarbúa. Á mínu heimili þýðir það að við skuldum sex milljónir ofan á okkar persónulegu skuldbindingar sem við sjálf tökum ákvörðun um. Stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör um tvennt. Í fyrsta lagi; hvers vegna bjóða þeir bænum upp á reikningsskil sem KPMG getur ekki samþykkt athugasemdalaust? Hin spurningin er mikilvægari: Hvernig hyggjast stjórnendur bæjarins gera rekstur bæjarins sjálfbæran á komandi árum? Framundan er uppbygging síðasta hverfisins sem byggt verður á Seltjarnarnesi. Fyrir liggur að byggja þarf leikskóla fyrir 300 börn á allra næstu árum og sambýli fyrir fatlaða. Það verða dýrar framkvæmdir og bæjaryfirvöld verða að útskýra á mannamáli fyrir bæjarbúum hvernig þau sjá stöðu bæjarsjóðs að þessum framkvæmdum loknum og hvernig bærinn kemst á auðan sjó fjárhagslega, án þess að draga úr þjónustu við bæjarbúa. Minnihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hefur lýst því yfir að hann er tilbúinn til leggja hendur á árar í því mikilvæga verkefni og vonandi þekkist meirihluti Sjálfstæðismanna það boð.Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. Nú er svo komið að rekstur bæjarins er ekki lengur fjárhagslega sjálfbær. Þeirri staðreynd má ekki lengur halda frá íbúum bæjarins. Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins. Lögum samkvæmt þurfa bæjarfulltrúar að undirrita ársreikninginn. Að þessu sinni mun bæjarfulltrúi Viðreisnar gera það það með fyrirvara. Ástæðan er að með reikningnum gerir meirihluti Sjálfstæðisflokksins tilraun til að fela verulegan hallrekstur bæjarins. 217 milljón króna greiðsla til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis var færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins þvert á venjur og reglur um reikningsskil. Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara. Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira. Bærinn hefur enda safnað skuldum. Í lok árs 2014 voru skuldir sveitarfélagsins 1,5 milljarður króna. Í lok síðasta árs voru skuldirnar komnar upp í 4,8 milljarða, þ.e. skuldirnar uxu um 277% á meðan tekjurnar uxu einungis um 36%. Skuldastaðan í dag samsvarar rúmri milljón í skuld á hvern bæjarbúa. Á mínu heimili þýðir það að við skuldum sex milljónir ofan á okkar persónulegu skuldbindingar sem við sjálf tökum ákvörðun um. Stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör um tvennt. Í fyrsta lagi; hvers vegna bjóða þeir bænum upp á reikningsskil sem KPMG getur ekki samþykkt athugasemdalaust? Hin spurningin er mikilvægari: Hvernig hyggjast stjórnendur bæjarins gera rekstur bæjarins sjálfbæran á komandi árum? Framundan er uppbygging síðasta hverfisins sem byggt verður á Seltjarnarnesi. Fyrir liggur að byggja þarf leikskóla fyrir 300 börn á allra næstu árum og sambýli fyrir fatlaða. Það verða dýrar framkvæmdir og bæjaryfirvöld verða að útskýra á mannamáli fyrir bæjarbúum hvernig þau sjá stöðu bæjarsjóðs að þessum framkvæmdum loknum og hvernig bærinn kemst á auðan sjó fjárhagslega, án þess að draga úr þjónustu við bæjarbúa. Minnihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hefur lýst því yfir að hann er tilbúinn til leggja hendur á árar í því mikilvæga verkefni og vonandi þekkist meirihluti Sjálfstæðismanna það boð.Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun