Þingmaður Pírata vill heyra „töfralausnina“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 15:59 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvernig ríkisstjórnin ætlar að lækka vexti og halda verðbólgu samhliða í lágmargi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að fá að heyra hver „töfralausn“ ríkisstjórnarinnar væri sem myndi lækka vexti samhliða því að halda verðbólgu í lágmarki. Hann kom ósk sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag í tengslum við aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. „Helsta tæki Seðlabankans til að halda verðbólgumarkmiði eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki. Seðlabankinn heldur niðri verðbólgu með því að hækka vexti. Áskorunin um lága vexti og litla verðbólgu mun því augljóslega ekki vera í höndum Seðlabanka heldur ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví. Á heimsvísu séu vextir lágir þannig að Björn leyfir sér trúa að verkefnið sé gerlegt. „Á sama tíma er hins vegar gert ráð fyrir næstum því fjögurra prósenta verðbólgu á næstunni. Það er langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og ef þar á að beita verðbólgustýringartækjum þá hlýtur maður að búast við vaxtahækkun en það má hins vegar ekki því það brýtur gegn markmiðum stjórnvalda um að lækka vexti. Því verða stjórnvöld að gera eitthvað og nú reynir á því að á þeim áratugum sem Ísland hefur glímt við verðbólgudrauginn þá hefur aldrei fundist varanleg lausn.“ Björn Leví sagðist þó ekki hafa fundið neitt um þessa lausn í fjármálaáætlun. „Núna eftir langvarandi tímabil lítillar verðbólgu þegar hún er aftur farin að láta á sér kræla þegar sögur eru á kreiki um undirliggjandi þrýsting um verðhækkanir vegna kjarasamninga þá er allt í einu komin lausn. Lausnina er hins vegar ekki að finna í fjármálaáætlun sem nú er fjallað um í nefndum þingsins. Lausnin hlýtur því að vera viðbót og ég hlakka til að heyra meira um þessa lausn því að hún hlýtur að hafa þó nokkur áhrif á fjármálaáætlun og peningastefnuna ef út í það er farið.“ Björn Leví sagðist þó ekki vera neitt mjög bjartsýnn um að lausnin væri yfir höfuð til. „Hvað sem verður þá hlakkar til að sjá þessa töfralausn sem leiðir til lægri vaxta og lægri verðbólgu á sama tíma. Sú töfralausn finnst ekki í fjármálaáætlun og ef hún er þar þá er ríkisstjórnin ekkert að monta sig yfir því að hafa leyst eitt helsta efnahagsvandamál Íslands; háa vexti og háa verðbólgu. Mér finnst það frekar ólíklegt að það sé málið og því ætla ég að giska að lausnin hafi komið í gegnum aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum og sú lausn hlýtur að hafa áhrif á fjármálaáætlunina.“ Alþingi Kjaramál Píratar Seðlabankinn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að fá að heyra hver „töfralausn“ ríkisstjórnarinnar væri sem myndi lækka vexti samhliða því að halda verðbólgu í lágmarki. Hann kom ósk sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag í tengslum við aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. „Helsta tæki Seðlabankans til að halda verðbólgumarkmiði eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki. Seðlabankinn heldur niðri verðbólgu með því að hækka vexti. Áskorunin um lága vexti og litla verðbólgu mun því augljóslega ekki vera í höndum Seðlabanka heldur ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví. Á heimsvísu séu vextir lágir þannig að Björn leyfir sér trúa að verkefnið sé gerlegt. „Á sama tíma er hins vegar gert ráð fyrir næstum því fjögurra prósenta verðbólgu á næstunni. Það er langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og ef þar á að beita verðbólgustýringartækjum þá hlýtur maður að búast við vaxtahækkun en það má hins vegar ekki því það brýtur gegn markmiðum stjórnvalda um að lækka vexti. Því verða stjórnvöld að gera eitthvað og nú reynir á því að á þeim áratugum sem Ísland hefur glímt við verðbólgudrauginn þá hefur aldrei fundist varanleg lausn.“ Björn Leví sagðist þó ekki hafa fundið neitt um þessa lausn í fjármálaáætlun. „Núna eftir langvarandi tímabil lítillar verðbólgu þegar hún er aftur farin að láta á sér kræla þegar sögur eru á kreiki um undirliggjandi þrýsting um verðhækkanir vegna kjarasamninga þá er allt í einu komin lausn. Lausnina er hins vegar ekki að finna í fjármálaáætlun sem nú er fjallað um í nefndum þingsins. Lausnin hlýtur því að vera viðbót og ég hlakka til að heyra meira um þessa lausn því að hún hlýtur að hafa þó nokkur áhrif á fjármálaáætlun og peningastefnuna ef út í það er farið.“ Björn Leví sagðist þó ekki vera neitt mjög bjartsýnn um að lausnin væri yfir höfuð til. „Hvað sem verður þá hlakkar til að sjá þessa töfralausn sem leiðir til lægri vaxta og lægri verðbólgu á sama tíma. Sú töfralausn finnst ekki í fjármálaáætlun og ef hún er þar þá er ríkisstjórnin ekkert að monta sig yfir því að hafa leyst eitt helsta efnahagsvandamál Íslands; háa vexti og háa verðbólgu. Mér finnst það frekar ólíklegt að það sé málið og því ætla ég að giska að lausnin hafi komið í gegnum aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum og sú lausn hlýtur að hafa áhrif á fjármálaáætlunina.“
Alþingi Kjaramál Píratar Seðlabankinn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40