Fyrsta tapið í keppnisleik á heimavelli í 13 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2019 11:00 Aron Pálmarsson var í fyrsta sinn í tapliði í keppnisleik í Laugardalshöllinni í gær. Tapið fyrir Norður-Makedóníu, 33-34, í Laugardalshöllinni í undankeppni EM 2020 í handbolta í gær var fyrsta tap karlalandsliðsins í keppnisleik á heimavelli í 13 ár, eða síðan það tapaði fyrir Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006. Fyrir leikinn í gær var Ísland búið að leika 22 keppnisleiki í Laugardalshöllinni í röð án þess að tapa, auk eins leiks sem fór fram á Ásvöllum (38-24 sigur á Eistlandi 2009). Tuttuguogeinn leikur vannst og tveir enduðu með jafntefli. Ísland var búið að vinna níu keppnisleiki á heimavelli í röð áður en að leiknum í gær kom. Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 25-26, í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2007 á 17. júní 2006. Tapið kom ekki að sök því Íslendingar unnu fyrri leikinn ytra, 32-28, og sennilega hefur aldrei verið fagnað jafn mikið og innilega eftir tapleik í Höllinni og á þjóðhátíðardaginn fyrir 13 árum.Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson hafa aldrei verið jafn ánægðir eftir tapleik. Hér fagna þeir HM-sæti eftir leikinn gegn Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006.vísir/daníelSíðan tóku við 22 keppnisleikir án taps í Laugardalshöllinni auk eins leiks á Ásvöllum. Ísland var taplaust í keppnisleikjum í Laugardalshöllinni í 4681 daga, eða næstum því 154 mánuði. Á þessum tíma stýrðu fjórir þjálfarar íslenska liðinu; Guðmundur Guðmundsson (tvisvar), Alfreð Gíslason, Aron Kristjánsson og Geir Sveinsson. Alfreð var þjálfari íslenska liðsins þegar það tapaði fyrir Svíþjóð 2006. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk í leiknum en hann er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá 2006. Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik gegn Makedóníu í gær og skoraði tólf mörk. Þetta var hans fyrsta tap í keppnisleik á heimavelli á landsliðsferlinum. Hann lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland vann Belgíu, 40-21, í undankeppni EM 29. október 2008. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Íslenska liðið hefur ekki lagt það í vana sinn að tapa í Laugardalshöllinni á undanförnum árum, hvort sem er um að ræða vináttu- eða keppnisleiki. Áður en að leiknum í gær kom var síðasta tap Íslands í Höllinni fyrir Þýskalandi, 24-31, í vináttulandsleik 4. janúar 2015. Íslendingar fá tækifæri til að hefna ófaranna í Höllinni í gær þegar þeir mæta Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn kemur. Þrátt fyrir tapið í gær er Ísland enn á toppi riðils 3 og fái liðið stig gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn fer íslenska liðið langt með því að tryggja sér sigur í riðlinum.Guðjón Valur er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá leiknum gegn Svíþjóð 2006.vísir/ernirKeppnisleikir í Laugardalshöllinni:2019Ísland 33-34 Norður-Makedónía (undankeppni EM 2020)2018Ísland 35-21 Grikkland (undankeppni EM 2020) Ísland 34-21 Litháen (umspil fyrir HM 2019) 2017Ísland 34-26 Úkraína (undankeppni EM 2018) Ísland 30-29 Makedónía (undankeppni EM 2018) 2016Ísland 25-24 Tékkland (undankeppni EM 2018) Ísland 26-23 Portúgal (umspil fyrir HM 2017) 2015Ísland 34-22 Svartfjallaland (undankeppni EM 2016) Ísland 38-22 Serbía (undankeppni EM 2016) 2014Ísland 36-19 Ísrael (undankeppni EM 2016) Ísland 29-29 Bosnía (umspil fyrir HM 2015) 2013Ísland 37-27 Rúmenía (undankeppni EM 2014) Ísland 35-34 Slóvenía (undankeppni EM 2014) 2012Ísland 36-28 Hvíta-Rússland (undankeppni EM 2014) Ísland 41-27 Holland (umspil fyrir HM 2013) 2011Ísland 44-29 Austurríki (undankeppni EM 2012) Ísland 36-31 Þýskaland (undankeppni EM 2012) 2010Ísland 28-26 Lettland (undankeppni EM 2012) 2009Ísland 34-26 Makedónía (undankeppni EM 2010) Ísland 34-34 Noregur (undankeppni EM 2010) 2008Ísland 40-21 Belgía (undankeppni EM 2010) Ísland 30-24 Makedónía (umspil fyrir HM 2009) 2007Ísland 42-40 Serbía (umspil fyrir EM 2008) 2006Ísland 25-26 Svíþjóð (umspil fyrir HM 2007) EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Tapið fyrir Norður-Makedóníu, 33-34, í Laugardalshöllinni í undankeppni EM 2020 í handbolta í gær var fyrsta tap karlalandsliðsins í keppnisleik á heimavelli í 13 ár, eða síðan það tapaði fyrir Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006. Fyrir leikinn í gær var Ísland búið að leika 22 keppnisleiki í Laugardalshöllinni í röð án þess að tapa, auk eins leiks sem fór fram á Ásvöllum (38-24 sigur á Eistlandi 2009). Tuttuguogeinn leikur vannst og tveir enduðu með jafntefli. Ísland var búið að vinna níu keppnisleiki á heimavelli í röð áður en að leiknum í gær kom. Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 25-26, í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2007 á 17. júní 2006. Tapið kom ekki að sök því Íslendingar unnu fyrri leikinn ytra, 32-28, og sennilega hefur aldrei verið fagnað jafn mikið og innilega eftir tapleik í Höllinni og á þjóðhátíðardaginn fyrir 13 árum.Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson hafa aldrei verið jafn ánægðir eftir tapleik. Hér fagna þeir HM-sæti eftir leikinn gegn Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006.vísir/daníelSíðan tóku við 22 keppnisleikir án taps í Laugardalshöllinni auk eins leiks á Ásvöllum. Ísland var taplaust í keppnisleikjum í Laugardalshöllinni í 4681 daga, eða næstum því 154 mánuði. Á þessum tíma stýrðu fjórir þjálfarar íslenska liðinu; Guðmundur Guðmundsson (tvisvar), Alfreð Gíslason, Aron Kristjánsson og Geir Sveinsson. Alfreð var þjálfari íslenska liðsins þegar það tapaði fyrir Svíþjóð 2006. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk í leiknum en hann er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá 2006. Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik gegn Makedóníu í gær og skoraði tólf mörk. Þetta var hans fyrsta tap í keppnisleik á heimavelli á landsliðsferlinum. Hann lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland vann Belgíu, 40-21, í undankeppni EM 29. október 2008. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Íslenska liðið hefur ekki lagt það í vana sinn að tapa í Laugardalshöllinni á undanförnum árum, hvort sem er um að ræða vináttu- eða keppnisleiki. Áður en að leiknum í gær kom var síðasta tap Íslands í Höllinni fyrir Þýskalandi, 24-31, í vináttulandsleik 4. janúar 2015. Íslendingar fá tækifæri til að hefna ófaranna í Höllinni í gær þegar þeir mæta Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn kemur. Þrátt fyrir tapið í gær er Ísland enn á toppi riðils 3 og fái liðið stig gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn fer íslenska liðið langt með því að tryggja sér sigur í riðlinum.Guðjón Valur er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá leiknum gegn Svíþjóð 2006.vísir/ernirKeppnisleikir í Laugardalshöllinni:2019Ísland 33-34 Norður-Makedónía (undankeppni EM 2020)2018Ísland 35-21 Grikkland (undankeppni EM 2020) Ísland 34-21 Litháen (umspil fyrir HM 2019) 2017Ísland 34-26 Úkraína (undankeppni EM 2018) Ísland 30-29 Makedónía (undankeppni EM 2018) 2016Ísland 25-24 Tékkland (undankeppni EM 2018) Ísland 26-23 Portúgal (umspil fyrir HM 2017) 2015Ísland 34-22 Svartfjallaland (undankeppni EM 2016) Ísland 38-22 Serbía (undankeppni EM 2016) 2014Ísland 36-19 Ísrael (undankeppni EM 2016) Ísland 29-29 Bosnía (umspil fyrir HM 2015) 2013Ísland 37-27 Rúmenía (undankeppni EM 2014) Ísland 35-34 Slóvenía (undankeppni EM 2014) 2012Ísland 36-28 Hvíta-Rússland (undankeppni EM 2014) Ísland 41-27 Holland (umspil fyrir HM 2013) 2011Ísland 44-29 Austurríki (undankeppni EM 2012) Ísland 36-31 Þýskaland (undankeppni EM 2012) 2010Ísland 28-26 Lettland (undankeppni EM 2012) 2009Ísland 34-26 Makedónía (undankeppni EM 2010) Ísland 34-34 Noregur (undankeppni EM 2010) 2008Ísland 40-21 Belgía (undankeppni EM 2010) Ísland 30-24 Makedónía (umspil fyrir HM 2009) 2007Ísland 42-40 Serbía (umspil fyrir EM 2008) 2006Ísland 25-26 Svíþjóð (umspil fyrir HM 2007)
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00
Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27
Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13
Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43