Rush fær hundrað milljónir í bætur vegna „æsifréttamennsku af verstu sort“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 08:14 Geoffrey Rush fyrir utan dómstól í Sydney í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Málaferli hans gegn Daily Telegraph hafa staðið yfir í marga mánuði. Getty/Mark Metcalfe Fjölmiðlasamsteypan News Corp var í dag dæmd til að greiða ástralska leikaranum Geoffrey Rush yfir 850 þúsund Bandaríkjadali, rúmar hundrað milljónir íslenskra króna, eftir að úrskurðað var að ástralska dagblaðið Daily Telegraph hefði vegið að æru leikarans með því að birta röð greina um meinta kynferðislega áreitni hans. Rush kærði blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdraganda frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015, þar sem Rush fór með titlhlutverkið. „Glannalega ábyrgðarlaus æsifréttamennska“ Dómari í málinu sagði umfjöllun blaðsins „í öllum tilfellum glannalega ábyrgðarlausa æsifréttamennsku af verstu sort“. Þá var það mat dómarans að ófræging blaðsins myndi hafa af leikaranum tekjur í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Hann taldi því líklegt að Rush fengi viðbótargreiðslur ofan á milljónamiskabæturnar til að bæta upp fyrir tekjutapið. Sjá einnig: Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Í frétt breska dagblaðsins The Guardian kemur jafnframt fram að dómarinn hafi sagt ásakanir leikkonunnar Eryn Jean Norvill, sem Telegrap greindi frá á sínum tíma, ótrúverðugar. Tilgreindi hann sérstalega að vitnisburðir bæði leikstjóra Lés konungs og meðleikara Norvill og Rush í sýningunni hafi stangast á við frásagnirnar. Kynferðislegar skilaboðasendingar og nektardans Rush ræddi við blaðamenn eftir að dómur féll og þakkaði eiginkonu sinni og börnum fyrir stuðninginn í gegnum hið „átakanlega tímabil“ sem nú væri að baki. Rush hefur ætíð þvertekið fyrir ásakanirnar sem bornar voru á hendur honum. Í vitnisburði fyrir dómi sagði Norvill að Rush hefði snert brjóst hennar á sviði, sent henni kynferðisleg skilaboð og kallað hana „gómsæta“ meðan á æfingum stóð. Hún lagði jafnramt áherlsu á valdaójafnvægið í sambandi þeirra, hún hafi verið á botni virðingarraðarinnar og hann á toppnum. Ástralska leikkonan Yael Stone steig svo fram í desember í fyrra og sakaði Rush um kynferðislega áreitni. Hún sagði leikarann hafa dansað nakinn fyrir framan hana, notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu og sent henni kynferðisleg skilaboð. Ástralía Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35 Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21 Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Fjölmiðlasamsteypan News Corp var í dag dæmd til að greiða ástralska leikaranum Geoffrey Rush yfir 850 þúsund Bandaríkjadali, rúmar hundrað milljónir íslenskra króna, eftir að úrskurðað var að ástralska dagblaðið Daily Telegraph hefði vegið að æru leikarans með því að birta röð greina um meinta kynferðislega áreitni hans. Rush kærði blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdraganda frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015, þar sem Rush fór með titlhlutverkið. „Glannalega ábyrgðarlaus æsifréttamennska“ Dómari í málinu sagði umfjöllun blaðsins „í öllum tilfellum glannalega ábyrgðarlausa æsifréttamennsku af verstu sort“. Þá var það mat dómarans að ófræging blaðsins myndi hafa af leikaranum tekjur í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Hann taldi því líklegt að Rush fengi viðbótargreiðslur ofan á milljónamiskabæturnar til að bæta upp fyrir tekjutapið. Sjá einnig: Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Í frétt breska dagblaðsins The Guardian kemur jafnframt fram að dómarinn hafi sagt ásakanir leikkonunnar Eryn Jean Norvill, sem Telegrap greindi frá á sínum tíma, ótrúverðugar. Tilgreindi hann sérstalega að vitnisburðir bæði leikstjóra Lés konungs og meðleikara Norvill og Rush í sýningunni hafi stangast á við frásagnirnar. Kynferðislegar skilaboðasendingar og nektardans Rush ræddi við blaðamenn eftir að dómur féll og þakkaði eiginkonu sinni og börnum fyrir stuðninginn í gegnum hið „átakanlega tímabil“ sem nú væri að baki. Rush hefur ætíð þvertekið fyrir ásakanirnar sem bornar voru á hendur honum. Í vitnisburði fyrir dómi sagði Norvill að Rush hefði snert brjóst hennar á sviði, sent henni kynferðisleg skilaboð og kallað hana „gómsæta“ meðan á æfingum stóð. Hún lagði jafnramt áherlsu á valdaójafnvægið í sambandi þeirra, hún hafi verið á botni virðingarraðarinnar og hann á toppnum. Ástralska leikkonan Yael Stone steig svo fram í desember í fyrra og sakaði Rush um kynferðislega áreitni. Hún sagði leikarann hafa dansað nakinn fyrir framan hana, notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu og sent henni kynferðisleg skilaboð.
Ástralía Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35 Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21 Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35
Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21
Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01