Rush fær hundrað milljónir í bætur vegna „æsifréttamennsku af verstu sort“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 08:14 Geoffrey Rush fyrir utan dómstól í Sydney í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Málaferli hans gegn Daily Telegraph hafa staðið yfir í marga mánuði. Getty/Mark Metcalfe Fjölmiðlasamsteypan News Corp var í dag dæmd til að greiða ástralska leikaranum Geoffrey Rush yfir 850 þúsund Bandaríkjadali, rúmar hundrað milljónir íslenskra króna, eftir að úrskurðað var að ástralska dagblaðið Daily Telegraph hefði vegið að æru leikarans með því að birta röð greina um meinta kynferðislega áreitni hans. Rush kærði blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdraganda frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015, þar sem Rush fór með titlhlutverkið. „Glannalega ábyrgðarlaus æsifréttamennska“ Dómari í málinu sagði umfjöllun blaðsins „í öllum tilfellum glannalega ábyrgðarlausa æsifréttamennsku af verstu sort“. Þá var það mat dómarans að ófræging blaðsins myndi hafa af leikaranum tekjur í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Hann taldi því líklegt að Rush fengi viðbótargreiðslur ofan á milljónamiskabæturnar til að bæta upp fyrir tekjutapið. Sjá einnig: Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Í frétt breska dagblaðsins The Guardian kemur jafnframt fram að dómarinn hafi sagt ásakanir leikkonunnar Eryn Jean Norvill, sem Telegrap greindi frá á sínum tíma, ótrúverðugar. Tilgreindi hann sérstalega að vitnisburðir bæði leikstjóra Lés konungs og meðleikara Norvill og Rush í sýningunni hafi stangast á við frásagnirnar. Kynferðislegar skilaboðasendingar og nektardans Rush ræddi við blaðamenn eftir að dómur féll og þakkaði eiginkonu sinni og börnum fyrir stuðninginn í gegnum hið „átakanlega tímabil“ sem nú væri að baki. Rush hefur ætíð þvertekið fyrir ásakanirnar sem bornar voru á hendur honum. Í vitnisburði fyrir dómi sagði Norvill að Rush hefði snert brjóst hennar á sviði, sent henni kynferðisleg skilaboð og kallað hana „gómsæta“ meðan á æfingum stóð. Hún lagði jafnramt áherlsu á valdaójafnvægið í sambandi þeirra, hún hafi verið á botni virðingarraðarinnar og hann á toppnum. Ástralska leikkonan Yael Stone steig svo fram í desember í fyrra og sakaði Rush um kynferðislega áreitni. Hún sagði leikarann hafa dansað nakinn fyrir framan hana, notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu og sent henni kynferðisleg skilaboð. Ástralía Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35 Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21 Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Fjölmiðlasamsteypan News Corp var í dag dæmd til að greiða ástralska leikaranum Geoffrey Rush yfir 850 þúsund Bandaríkjadali, rúmar hundrað milljónir íslenskra króna, eftir að úrskurðað var að ástralska dagblaðið Daily Telegraph hefði vegið að æru leikarans með því að birta röð greina um meinta kynferðislega áreitni hans. Rush kærði blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdraganda frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015, þar sem Rush fór með titlhlutverkið. „Glannalega ábyrgðarlaus æsifréttamennska“ Dómari í málinu sagði umfjöllun blaðsins „í öllum tilfellum glannalega ábyrgðarlausa æsifréttamennsku af verstu sort“. Þá var það mat dómarans að ófræging blaðsins myndi hafa af leikaranum tekjur í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Hann taldi því líklegt að Rush fengi viðbótargreiðslur ofan á milljónamiskabæturnar til að bæta upp fyrir tekjutapið. Sjá einnig: Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Í frétt breska dagblaðsins The Guardian kemur jafnframt fram að dómarinn hafi sagt ásakanir leikkonunnar Eryn Jean Norvill, sem Telegrap greindi frá á sínum tíma, ótrúverðugar. Tilgreindi hann sérstalega að vitnisburðir bæði leikstjóra Lés konungs og meðleikara Norvill og Rush í sýningunni hafi stangast á við frásagnirnar. Kynferðislegar skilaboðasendingar og nektardans Rush ræddi við blaðamenn eftir að dómur féll og þakkaði eiginkonu sinni og börnum fyrir stuðninginn í gegnum hið „átakanlega tímabil“ sem nú væri að baki. Rush hefur ætíð þvertekið fyrir ásakanirnar sem bornar voru á hendur honum. Í vitnisburði fyrir dómi sagði Norvill að Rush hefði snert brjóst hennar á sviði, sent henni kynferðisleg skilaboð og kallað hana „gómsæta“ meðan á æfingum stóð. Hún lagði jafnramt áherlsu á valdaójafnvægið í sambandi þeirra, hún hafi verið á botni virðingarraðarinnar og hann á toppnum. Ástralska leikkonan Yael Stone steig svo fram í desember í fyrra og sakaði Rush um kynferðislega áreitni. Hún sagði leikarann hafa dansað nakinn fyrir framan hana, notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu og sent henni kynferðisleg skilaboð.
Ástralía Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35 Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21 Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35
Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21
Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01