Hefur mikla trú á ungum kennurum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2019 08:00 Lilja M. Jónsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir að skólastarf hér á landi sé mun fjölbreyttara og betra en almenningur heldur. vísir/vilhelm Lilja M. Jónsdóttir lauk sínu fertugasta ári sem grunnskólakennari og kennari í menntunarfræðum síðastliðið vor. Eitt af þróunarverkefnum Lilju var að skoða hvernig kennari getur nýtt sköpunarkraft og gagnrýna hugsun nemenda betur, hvernig hægt er að þróa námsmat í skapandi námi og nýta betur hæfileika, styrkleika og getu hvers og eins nemanda. „Mér finnst þetta orðalag um að kennarar séu draumasmiðir alveg frábært. Þetta er akkúrat það sem hefur haldið mér gangandi í leik og starfi í gegnum árin. Ég er búin að kenna í 40 ár og finnst það alveg jafn gaman núna og þá. Ég hef verið lánsöm að vera í þessu skapandi og fjölbreytta starfi sem er líka áhugamálið mitt og ég hef mikla ánægju af,“ segir Lilja. „Síðustu 10 árin mín í grunnskólakennslu starfaði ég í teymiskennslu með Önnu Jeppesen heitinni, sem var helsti frumkvöðull hér á landi í því að nota leiklist í kennslu. Við nýttum það mikið í okkar kennslu og gekk það vel. Ég gerði lokaverkefni mitt til kennaraprófs um opna skólastofu og var alveg ákveðin í því að ég ætlaði að reyna að framkvæma það, alveg frá byrjun. Fyrsta árið mistókst en sem betur fer hélt ég áfram að kenna og leitaði mér að meiri þekkingu og reynslu því ég þekkti þetta fyrirkomulag aðeins af bókum. Þar sem ég hafði sjálf ekki alist upp við slíkt skólastarf fór ég meðal annars í heimsókn í Fossvogsskóla sem var opinn skóli á þeim tíma. Þar fékk ég hugmyndir um fyrstu skrefin sem ég gat tekið. Það tók nokkur ár að skoða og prófa hvert ég vildi fara með þetta.“ Upp úr því þróaði Lilja ákveðið kerfi fyrir nemendur sem snerist um það að geta á farsælan hátt sinnt hverjum og einum nemanda. Kerfið hennar Lilju er þannig að skólastarfinu er skipt upp í þrennt. Það eru kjarnatímar í kjarnagreinum, val í svokallaðri hringekju sem eru stöðvar með sjálfstæðum verkefnum og er ein stöðin fundarstöð en þar fá nemendur tækifæri til að hitta kennara á fundi vikulega og gera áætlun um nám sitt. Loks eru stærri verkefni sem fella má undir verkefnamiðað nám (e. project based learning) og eru þau unnin í mislöngum lotum. Þar er lögð áhersla á samþættingu námsgreina og skapandi nám. Í þessum verkefnum fá nemendur meðal annars þjálfun í samskiptum, samvinnu og upplýsingaleit og úrvinnslu upplýsinga í sameiningu. „Ég lagði könnun fyrir nemendur þegar ég var í framhaldsnámi mínu í Kanada þar sem ég spurði meðal annars hvað þeim fyndist um kerfið og þessa áætlun. Það kom í ljós að þeim fannst þetta skipta mjög miklu máli, sérstaklega sú stund að geta setið með kennaranum sínum og rætt um sig og sitt nám og líðan sína,“ segir Lilja. Margir af kennaranemum Lilju hafa tekið upp þetta kerfi eða að minnsta kosti brot úr því.Hvernig finnst þér skólastarf á Íslandi? „Það er mun betra og fjölbreyttara en almenningur heldur. Það er reynsla okkar sem höfum verið að rannsaka íslenskt skólastarf að þegar fólk er spurt um eigin reynslu þá hefur það frá einhverju neikvæðu að segja. En svo þegar það er spurt um kennara frá sinni æsku eða kennara barna þeirra þá er yfirleitt mikil ánægja. Það hafa allir sögur af kennurum sem eru ekki úrvals kennarar en miklu fleiri eiga sögur af góðum kennurum. Skólar á Íslandi eru allavega mun fjölbreyttari en fólk heldur,“ segir Lilja sem hefur mikla trú á ungum kennurum í dag.Þróunin í skólakerfinu hæg Þróun í átt að framsæknu skólastarfi hefur ekki verið mjög hröð og á það ekki aðeins við um Ísland, nema kannski hjá einstökum skólum og einstökum kennurum. Lilja skrifaði doktorsritgerð þar sem hún velti meðal annars upp þeirri spurningu hvað það væri sem hindraði slíka þróun. „Ég fylgdi fimm byrjendum í kennslu fyrstu fimm árin þeirra og reyndi að finna út hvernig þeim gengi að verða sá kennari sem þeir ætluðu sér að verða. Ég var satt að segja orðin nokkuð óþolinmóð yfir því hversu hægt þessi þróun hafði gengið,“ segir Lilja. Hugtakið persónuleg, hagnýt reynsla kennarans var eitt af því sem skýrði niðurstöður Lilju. Það sem segja má að sé einna áhrifamest er 14 ára skólaganga ásamt því hvaða viðhorf gagnvart námi og skólastarfi viðkomandi elst upp við á heimili sínu. Kennaranemar koma síðan með þessa 14 ára reynslu, sem í langflestum tilvikum er hefðbundið skólastarf, inn í kennaranámið. Í kennaranáminu kynnast þeir svo nýjum hugmyndum og kennsluaðferðum sem þeir prófa í æfingakennslu og vettvangsnámi og mótar hugmyndir þeirra um hvernig kennarar þeir vildu verða. „Niðurstaðan var sú að þegar kennaranemar útskrifast ætla þeir að verða framsæknir og góðir kennarar. En á fyrsta árinu hellist yfir þá alls konar áreiti, skyldur og kröfur. Rannsóknin undirstrikar hversu íþyngjandi þessir erfiðleikar eru á sama tíma og þessir nýliðar eru að reyna að ná tökum á starfinu. Í tímahrakinu sem þeir upplifa grípa þeir gjarnan til þess sem þeir þekkja best, sem er þessi 14 ára reynsla sem þeir hafa sem nemendur. Þetta er nánast orðin líkamleg þekking. Ef ekki er gripið inn í fyrstu þrjú árin til dæmis með stuðningi, símenntun eða leiðsögn einhvers framsækins kennara þá er mikil hætta á að þeir festist í þessu fari.“ Lilja segir að það sé mikið álag og áreiti sem fylgi því að vera einn að kenna 20-25 börnum í einu. Margir nýliðar í kennslu setji nýja þekkingu sína úr kennaranáminu til hliðar í slíkum aðstæðum. „Eitt af því sem getur spornað við þessu og mikið er kallað eftir í dag er svokölluð teymiskennsla. Kennarar óska eftir því að komast í gott teymi. Það þýðir að kannski tveir umsjónarkennarar eru saman með tvo bekki. Þetta finnst mér gott fyrirkomulag þar sem kennarar bera sameiginlega ábyrgð á námi nemenda, skipuleggja það saman og ræða og velta fyrir sér lausnum,“ segir Lilja. „Það sem við höfum verið að vinna með síðasta árið í kennaranáminu er einmitt það, að leggja áherslu á teymi og teymishugsun, þar sem rætt er um kennsluna, hvernig hún tókst, ræða árangur og árangursleysi og ígrunda saman. Með tvo eða fleiri kennara er hægt að skipta nemendahópnum á milli sín og vera með alls kyns hópaskiptingar. Þannig er hægt að einblína á styrkleika og leggja betur áherslu á það að hver og einn nemandi er einstakur.“ Bjó til kerfi fyrir nemendur sem leggur áherslu á jákvæð og góð samskipti Andri Rafn Ottesen, faggreinakennari og umsjónarkennari 8. bekkjar í Garðaskóla, hefur haldið fyrirlestra um hugtakið draumasmiður sem hann fór að tileinka sér í starfi. Þá hefur hann tekið upp skemmtilegt kerfi, „nemandi dagsins“, fyrir nemendur sem snýst um góð og jákvæð samskipti við kennara.Kennarar sem draumasmiðir, hvaðan kemur sú pæling? Smá forsaga, þegar ég var á fyrsta ári í kennaranámi rakst ég á pælingar frá bandaríska fræðaranum (e. educator) Ritu Pierson. Hún talaði mikið um mikilvægi sambands nemenda og kennara, talaði um að kennsla og nám ætti að veita gleði og ánægju og að allir nemendur eða öll börn ættu að eiga sér fyrirmynd eða mentor, einhvern fullorðinn sem hefði trú á þeim og passaði upp á að viðkomandi gæti komist eins langt og hann vildi. Þessi orð og skrif Ritu hafa lengi lifað í huga mínum og ég hef reynt að gera mitt besta til að geta orðið mentor fyrir nemendur mína. Eftir eitt vettvangsnám skrifaði ég grein sem hét „Ég bý til ofurhetjur“. Hún fjallaði um að leyfa nemendum að nýta styrkleika sína, þekkja veikleika sína og þora að gera mistök. Það sem unglingar eru sérstaklega hræddir við að gera í dag er að gera mistök, en í þeim felast oft langmesti lærdómurinn. Draumasmiður er svo hugtak sem ég fór að nota þegar ég fékk tækifæri til að ávarpa samkomu á „Hafðu áhrif“ seinasta vor í Háskóla Íslands. Þar hef ég líkt kennurum við draumasmiði því við fáum í hendurnar nemendur með drauma og óskir og við getum hjálpað þeim að ná þeim markmiðum. Við getum því skapað ofurhetjur því börn með drauma og vonir eru ekkert öðruvísi en ofurhetjur með skikkju og ofurkrafta. Í seinasta mánuði hélt ég aftur sama erindi á opnum fundi um kennaranám og gat því áfram haldið að tala um draumasmiðina. Hversu flott getur samfélagið okkar orðið ef við útskrifum nemendur úr grunnskólum landsins sem kunna að nýta styrkleika sína, þekkja veikleika sína og þora að gera mistök?Er eitthvað sérstakt sem þú hefur tileinkað þér í framkomu við nemendur? Ég leik tvö hlutverk í mínu starfi; umsjónarkennari og faggreinakennari. Í grunninn eru þetta sömu atriði sem ég þarf að leggja áherslu á, eins og samskipti, skipulag og þess háttar. Sem faggreinakennari legg ég áherslu á námsefnið, að gera það spennandi og skemmtilegt og þess háttar. En sem umsjónarkennari upplifi ég mun meiri ábyrgðartilfinningu. Sem nýútskrifaður kennari var þetta rosalega stór tilfinning því mér fannst ég allt í einu hafa eignast 23 börn á einu bretti. Ég vissi samt frá upphafi að ég vildi að þau myndu treysta mér, þora að leita til mín ef eitthvað er og nýta tíma minn með þeim þessi þrjú ár. Þar sem ég hef lagt áherslu á góð og jákvæð samskipti ákvað ég að búa til „nemandi dagsins“-fyrirkomulagið. Við erum með yndislestur á hverjum degi – 20 mínútur á hverjum degi þar sem nemendur koma í sína umsjónarstofu og lesa – en ég ákvað að nýta frímínúturnar eftir þann tíma. Nemandi dagsins er blað sem hangir uppi á vegg, með vikudögunum. Ég set miða með nafni nemenda á dagana. Það sem nemandi dagsins þýðir er bara einnar mínútu spjall að loknum yndislestri þar sem ég fæ tækifæri til að ræða við ákveðinn nemanda. Þegar ég byrjaði ákvað ég að láta þetta rúlla gegnum bekkinn, ná einni mínútu með öllum til að kynnast þeim og vita hvernig þeim litist á nýja skólann. Þegar ég var búinn að ná að ræða við alla einu sinni bauð ég nemendum mínum að óska eftir að vera nemandi dagsins. Viðtökurnar voru góðar og margir sem báðu um ákveðna daga og vildu ræða einhverja ákveðna hluti. Síðan hefur þetta þróast þannig að nemendur hafa óskað eftir að ræða tveir og tveir saman við mig eða ég hef sett nemanda á ákveðinn dag til að ræða ákveðið mál eins og til dæmis mætingu, líðan og eitthvað fleira. Ég trúi því að þetta hafi hjálpað mér að kynnast bekknum hraðar, búið til traust og góðan bekkjaranda.Hvað er mikilvægast þegar kemur að kennslu? Það er samspil margra þátta, kennsla er samvinnuverkefni kennara og nemenda. Ef kennarinn ætlar að stjórna og nemendur eiga að hlýða verður andrúmsloftið frekar þvingað. Ef kennari leyfir nemendum að taka þátt í eigin námi og leyfir þeim að hafa áhrif á hvað þeir læra og hvernig þeir fá að vinna eða skila verkefnum þá tekst honum að skapa aðstæður þar sem nám fer fram. Það eru mörg atriði sem eru mikilvæg í kennslu en það að vekja áhuga og forvitni nemenda og skapa umhverfi þar sem nemendur finna fyrir öryggi er ofarlega á listanum. Engir tveir nemendur eru eins og því mikilvægt að leyfa þeim að nýta eigin styrkleika með fjölbreyttu námi og námsmati. Ímyndunaraflið er auðlind og því mikilvægt að virkja það betur. Að koma fram við nemendur eins og maður vill að þeir komi fram við sig. Að byggja upp traust frá upphafi þannig að maður eigi góð samskipti framvegis. Allt hlutir sem einfalda starfið, en allt svo einföld atriði líka. Varðandi samskipti, þá skiptir engu máli hvort það er verið að ræða við börn, unglinga eða fullorðna – samskipti hafa áhrif á alla. Hvað er sagt og hvernig hlutirnir eru sagðir eru tvær hliðar á sama peningnum. Eftir því sem börn eldast fara þau að átta sig á sjálfum sér, þróa sjálfsmynd sína og spegla sig í öðrum jafningjum. Samskipti kennara og nemenda eiga að vera uppbyggileg. Kennarar eiga að vera fyrirmyndir og vita betur. Ef það hafa komið langir eða erfiðir dagar hef ég kosið að anda dýpra oftar til að koma í veg fyrir að segja eitthvað sem ég myndi sjá eftir. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Lilja M. Jónsdóttir lauk sínu fertugasta ári sem grunnskólakennari og kennari í menntunarfræðum síðastliðið vor. Eitt af þróunarverkefnum Lilju var að skoða hvernig kennari getur nýtt sköpunarkraft og gagnrýna hugsun nemenda betur, hvernig hægt er að þróa námsmat í skapandi námi og nýta betur hæfileika, styrkleika og getu hvers og eins nemanda. „Mér finnst þetta orðalag um að kennarar séu draumasmiðir alveg frábært. Þetta er akkúrat það sem hefur haldið mér gangandi í leik og starfi í gegnum árin. Ég er búin að kenna í 40 ár og finnst það alveg jafn gaman núna og þá. Ég hef verið lánsöm að vera í þessu skapandi og fjölbreytta starfi sem er líka áhugamálið mitt og ég hef mikla ánægju af,“ segir Lilja. „Síðustu 10 árin mín í grunnskólakennslu starfaði ég í teymiskennslu með Önnu Jeppesen heitinni, sem var helsti frumkvöðull hér á landi í því að nota leiklist í kennslu. Við nýttum það mikið í okkar kennslu og gekk það vel. Ég gerði lokaverkefni mitt til kennaraprófs um opna skólastofu og var alveg ákveðin í því að ég ætlaði að reyna að framkvæma það, alveg frá byrjun. Fyrsta árið mistókst en sem betur fer hélt ég áfram að kenna og leitaði mér að meiri þekkingu og reynslu því ég þekkti þetta fyrirkomulag aðeins af bókum. Þar sem ég hafði sjálf ekki alist upp við slíkt skólastarf fór ég meðal annars í heimsókn í Fossvogsskóla sem var opinn skóli á þeim tíma. Þar fékk ég hugmyndir um fyrstu skrefin sem ég gat tekið. Það tók nokkur ár að skoða og prófa hvert ég vildi fara með þetta.“ Upp úr því þróaði Lilja ákveðið kerfi fyrir nemendur sem snerist um það að geta á farsælan hátt sinnt hverjum og einum nemanda. Kerfið hennar Lilju er þannig að skólastarfinu er skipt upp í þrennt. Það eru kjarnatímar í kjarnagreinum, val í svokallaðri hringekju sem eru stöðvar með sjálfstæðum verkefnum og er ein stöðin fundarstöð en þar fá nemendur tækifæri til að hitta kennara á fundi vikulega og gera áætlun um nám sitt. Loks eru stærri verkefni sem fella má undir verkefnamiðað nám (e. project based learning) og eru þau unnin í mislöngum lotum. Þar er lögð áhersla á samþættingu námsgreina og skapandi nám. Í þessum verkefnum fá nemendur meðal annars þjálfun í samskiptum, samvinnu og upplýsingaleit og úrvinnslu upplýsinga í sameiningu. „Ég lagði könnun fyrir nemendur þegar ég var í framhaldsnámi mínu í Kanada þar sem ég spurði meðal annars hvað þeim fyndist um kerfið og þessa áætlun. Það kom í ljós að þeim fannst þetta skipta mjög miklu máli, sérstaklega sú stund að geta setið með kennaranum sínum og rætt um sig og sitt nám og líðan sína,“ segir Lilja. Margir af kennaranemum Lilju hafa tekið upp þetta kerfi eða að minnsta kosti brot úr því.Hvernig finnst þér skólastarf á Íslandi? „Það er mun betra og fjölbreyttara en almenningur heldur. Það er reynsla okkar sem höfum verið að rannsaka íslenskt skólastarf að þegar fólk er spurt um eigin reynslu þá hefur það frá einhverju neikvæðu að segja. En svo þegar það er spurt um kennara frá sinni æsku eða kennara barna þeirra þá er yfirleitt mikil ánægja. Það hafa allir sögur af kennurum sem eru ekki úrvals kennarar en miklu fleiri eiga sögur af góðum kennurum. Skólar á Íslandi eru allavega mun fjölbreyttari en fólk heldur,“ segir Lilja sem hefur mikla trú á ungum kennurum í dag.Þróunin í skólakerfinu hæg Þróun í átt að framsæknu skólastarfi hefur ekki verið mjög hröð og á það ekki aðeins við um Ísland, nema kannski hjá einstökum skólum og einstökum kennurum. Lilja skrifaði doktorsritgerð þar sem hún velti meðal annars upp þeirri spurningu hvað það væri sem hindraði slíka þróun. „Ég fylgdi fimm byrjendum í kennslu fyrstu fimm árin þeirra og reyndi að finna út hvernig þeim gengi að verða sá kennari sem þeir ætluðu sér að verða. Ég var satt að segja orðin nokkuð óþolinmóð yfir því hversu hægt þessi þróun hafði gengið,“ segir Lilja. Hugtakið persónuleg, hagnýt reynsla kennarans var eitt af því sem skýrði niðurstöður Lilju. Það sem segja má að sé einna áhrifamest er 14 ára skólaganga ásamt því hvaða viðhorf gagnvart námi og skólastarfi viðkomandi elst upp við á heimili sínu. Kennaranemar koma síðan með þessa 14 ára reynslu, sem í langflestum tilvikum er hefðbundið skólastarf, inn í kennaranámið. Í kennaranáminu kynnast þeir svo nýjum hugmyndum og kennsluaðferðum sem þeir prófa í æfingakennslu og vettvangsnámi og mótar hugmyndir þeirra um hvernig kennarar þeir vildu verða. „Niðurstaðan var sú að þegar kennaranemar útskrifast ætla þeir að verða framsæknir og góðir kennarar. En á fyrsta árinu hellist yfir þá alls konar áreiti, skyldur og kröfur. Rannsóknin undirstrikar hversu íþyngjandi þessir erfiðleikar eru á sama tíma og þessir nýliðar eru að reyna að ná tökum á starfinu. Í tímahrakinu sem þeir upplifa grípa þeir gjarnan til þess sem þeir þekkja best, sem er þessi 14 ára reynsla sem þeir hafa sem nemendur. Þetta er nánast orðin líkamleg þekking. Ef ekki er gripið inn í fyrstu þrjú árin til dæmis með stuðningi, símenntun eða leiðsögn einhvers framsækins kennara þá er mikil hætta á að þeir festist í þessu fari.“ Lilja segir að það sé mikið álag og áreiti sem fylgi því að vera einn að kenna 20-25 börnum í einu. Margir nýliðar í kennslu setji nýja þekkingu sína úr kennaranáminu til hliðar í slíkum aðstæðum. „Eitt af því sem getur spornað við þessu og mikið er kallað eftir í dag er svokölluð teymiskennsla. Kennarar óska eftir því að komast í gott teymi. Það þýðir að kannski tveir umsjónarkennarar eru saman með tvo bekki. Þetta finnst mér gott fyrirkomulag þar sem kennarar bera sameiginlega ábyrgð á námi nemenda, skipuleggja það saman og ræða og velta fyrir sér lausnum,“ segir Lilja. „Það sem við höfum verið að vinna með síðasta árið í kennaranáminu er einmitt það, að leggja áherslu á teymi og teymishugsun, þar sem rætt er um kennsluna, hvernig hún tókst, ræða árangur og árangursleysi og ígrunda saman. Með tvo eða fleiri kennara er hægt að skipta nemendahópnum á milli sín og vera með alls kyns hópaskiptingar. Þannig er hægt að einblína á styrkleika og leggja betur áherslu á það að hver og einn nemandi er einstakur.“ Bjó til kerfi fyrir nemendur sem leggur áherslu á jákvæð og góð samskipti Andri Rafn Ottesen, faggreinakennari og umsjónarkennari 8. bekkjar í Garðaskóla, hefur haldið fyrirlestra um hugtakið draumasmiður sem hann fór að tileinka sér í starfi. Þá hefur hann tekið upp skemmtilegt kerfi, „nemandi dagsins“, fyrir nemendur sem snýst um góð og jákvæð samskipti við kennara.Kennarar sem draumasmiðir, hvaðan kemur sú pæling? Smá forsaga, þegar ég var á fyrsta ári í kennaranámi rakst ég á pælingar frá bandaríska fræðaranum (e. educator) Ritu Pierson. Hún talaði mikið um mikilvægi sambands nemenda og kennara, talaði um að kennsla og nám ætti að veita gleði og ánægju og að allir nemendur eða öll börn ættu að eiga sér fyrirmynd eða mentor, einhvern fullorðinn sem hefði trú á þeim og passaði upp á að viðkomandi gæti komist eins langt og hann vildi. Þessi orð og skrif Ritu hafa lengi lifað í huga mínum og ég hef reynt að gera mitt besta til að geta orðið mentor fyrir nemendur mína. Eftir eitt vettvangsnám skrifaði ég grein sem hét „Ég bý til ofurhetjur“. Hún fjallaði um að leyfa nemendum að nýta styrkleika sína, þekkja veikleika sína og þora að gera mistök. Það sem unglingar eru sérstaklega hræddir við að gera í dag er að gera mistök, en í þeim felast oft langmesti lærdómurinn. Draumasmiður er svo hugtak sem ég fór að nota þegar ég fékk tækifæri til að ávarpa samkomu á „Hafðu áhrif“ seinasta vor í Háskóla Íslands. Þar hef ég líkt kennurum við draumasmiði því við fáum í hendurnar nemendur með drauma og óskir og við getum hjálpað þeim að ná þeim markmiðum. Við getum því skapað ofurhetjur því börn með drauma og vonir eru ekkert öðruvísi en ofurhetjur með skikkju og ofurkrafta. Í seinasta mánuði hélt ég aftur sama erindi á opnum fundi um kennaranám og gat því áfram haldið að tala um draumasmiðina. Hversu flott getur samfélagið okkar orðið ef við útskrifum nemendur úr grunnskólum landsins sem kunna að nýta styrkleika sína, þekkja veikleika sína og þora að gera mistök?Er eitthvað sérstakt sem þú hefur tileinkað þér í framkomu við nemendur? Ég leik tvö hlutverk í mínu starfi; umsjónarkennari og faggreinakennari. Í grunninn eru þetta sömu atriði sem ég þarf að leggja áherslu á, eins og samskipti, skipulag og þess háttar. Sem faggreinakennari legg ég áherslu á námsefnið, að gera það spennandi og skemmtilegt og þess háttar. En sem umsjónarkennari upplifi ég mun meiri ábyrgðartilfinningu. Sem nýútskrifaður kennari var þetta rosalega stór tilfinning því mér fannst ég allt í einu hafa eignast 23 börn á einu bretti. Ég vissi samt frá upphafi að ég vildi að þau myndu treysta mér, þora að leita til mín ef eitthvað er og nýta tíma minn með þeim þessi þrjú ár. Þar sem ég hef lagt áherslu á góð og jákvæð samskipti ákvað ég að búa til „nemandi dagsins“-fyrirkomulagið. Við erum með yndislestur á hverjum degi – 20 mínútur á hverjum degi þar sem nemendur koma í sína umsjónarstofu og lesa – en ég ákvað að nýta frímínúturnar eftir þann tíma. Nemandi dagsins er blað sem hangir uppi á vegg, með vikudögunum. Ég set miða með nafni nemenda á dagana. Það sem nemandi dagsins þýðir er bara einnar mínútu spjall að loknum yndislestri þar sem ég fæ tækifæri til að ræða við ákveðinn nemanda. Þegar ég byrjaði ákvað ég að láta þetta rúlla gegnum bekkinn, ná einni mínútu með öllum til að kynnast þeim og vita hvernig þeim litist á nýja skólann. Þegar ég var búinn að ná að ræða við alla einu sinni bauð ég nemendum mínum að óska eftir að vera nemandi dagsins. Viðtökurnar voru góðar og margir sem báðu um ákveðna daga og vildu ræða einhverja ákveðna hluti. Síðan hefur þetta þróast þannig að nemendur hafa óskað eftir að ræða tveir og tveir saman við mig eða ég hef sett nemanda á ákveðinn dag til að ræða ákveðið mál eins og til dæmis mætingu, líðan og eitthvað fleira. Ég trúi því að þetta hafi hjálpað mér að kynnast bekknum hraðar, búið til traust og góðan bekkjaranda.Hvað er mikilvægast þegar kemur að kennslu? Það er samspil margra þátta, kennsla er samvinnuverkefni kennara og nemenda. Ef kennarinn ætlar að stjórna og nemendur eiga að hlýða verður andrúmsloftið frekar þvingað. Ef kennari leyfir nemendum að taka þátt í eigin námi og leyfir þeim að hafa áhrif á hvað þeir læra og hvernig þeir fá að vinna eða skila verkefnum þá tekst honum að skapa aðstæður þar sem nám fer fram. Það eru mörg atriði sem eru mikilvæg í kennslu en það að vekja áhuga og forvitni nemenda og skapa umhverfi þar sem nemendur finna fyrir öryggi er ofarlega á listanum. Engir tveir nemendur eru eins og því mikilvægt að leyfa þeim að nýta eigin styrkleika með fjölbreyttu námi og námsmati. Ímyndunaraflið er auðlind og því mikilvægt að virkja það betur. Að koma fram við nemendur eins og maður vill að þeir komi fram við sig. Að byggja upp traust frá upphafi þannig að maður eigi góð samskipti framvegis. Allt hlutir sem einfalda starfið, en allt svo einföld atriði líka. Varðandi samskipti, þá skiptir engu máli hvort það er verið að ræða við börn, unglinga eða fullorðna – samskipti hafa áhrif á alla. Hvað er sagt og hvernig hlutirnir eru sagðir eru tvær hliðar á sama peningnum. Eftir því sem börn eldast fara þau að átta sig á sjálfum sér, þróa sjálfsmynd sína og spegla sig í öðrum jafningjum. Samskipti kennara og nemenda eiga að vera uppbyggileg. Kennarar eiga að vera fyrirmyndir og vita betur. Ef það hafa komið langir eða erfiðir dagar hef ég kosið að anda dýpra oftar til að koma í veg fyrir að segja eitthvað sem ég myndi sjá eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira