Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2019 22:13 „Ég er niðurbrotinn. Ég verð að játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir eins marks tap Íslands fyrir Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í Laugardalshöll í kvöld. Tapið var eins svekkjandi og það verður. Ísland var með boltann þegar ellefu sekúndur voru eftir en tapaði honum þegar Ómar Ingi Magnússon fékk dæmt á sig skref. Til að bæta gráu á svart kastaði hann boltanum út af vellinum og fékk fyrir það rautt spjald auk þess sem Makedónía fékk vítakast. „Það var ömurlegt að upplifa þetta. Þetta var svo mikill óþarfi en réttur dómur miðað við reglurnar. Við þurfum heldur betur að læra af þessu, það er dýrt að kasta þessu frá sér.“ Guðmundur sagði að það hefði ekki verið hægt að kvarta yfir sóknarleik Íslands, enda skorað í nánast hverri sókn. Gallinn var hins vegar sá að Norður-Makedóníumenn gerðu það líka. „Við náðum aldrei að losa þá frá okkur. Við fengum til dæmis sárafá hraðaupphlaupsmörk. Þetta var erfiður leikur.“ Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson fundu sig ekki í íslenska markinu í dag. „Sem dæmi skorar hægri hornamaðurinn þeirra átta mörk, allt í hornið nær. Maður spyr sig hvernig það getur gerst. Svo byrja þeir að taka skot alls staðar og hvergi, oft langt að utan. Þetta fór því miður allt inn og ansi mikið ólán yfir því.“ En hefur Guðmundur áhyggjur af stöðu markvörslunnar í landsliðinu? „Ég skal bara játa það að ég hef áhyggjur af stöðu markvörslunnar. Ég verð að segja það. Alveg eins og við gagnrýnum allt í liðinu. Já, ég hef það.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
„Ég er niðurbrotinn. Ég verð að játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir eins marks tap Íslands fyrir Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í Laugardalshöll í kvöld. Tapið var eins svekkjandi og það verður. Ísland var með boltann þegar ellefu sekúndur voru eftir en tapaði honum þegar Ómar Ingi Magnússon fékk dæmt á sig skref. Til að bæta gráu á svart kastaði hann boltanum út af vellinum og fékk fyrir það rautt spjald auk þess sem Makedónía fékk vítakast. „Það var ömurlegt að upplifa þetta. Þetta var svo mikill óþarfi en réttur dómur miðað við reglurnar. Við þurfum heldur betur að læra af þessu, það er dýrt að kasta þessu frá sér.“ Guðmundur sagði að það hefði ekki verið hægt að kvarta yfir sóknarleik Íslands, enda skorað í nánast hverri sókn. Gallinn var hins vegar sá að Norður-Makedóníumenn gerðu það líka. „Við náðum aldrei að losa þá frá okkur. Við fengum til dæmis sárafá hraðaupphlaupsmörk. Þetta var erfiður leikur.“ Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson fundu sig ekki í íslenska markinu í dag. „Sem dæmi skorar hægri hornamaðurinn þeirra átta mörk, allt í hornið nær. Maður spyr sig hvernig það getur gerst. Svo byrja þeir að taka skot alls staðar og hvergi, oft langt að utan. Þetta fór því miður allt inn og ansi mikið ólán yfir því.“ En hefur Guðmundur áhyggjur af stöðu markvörslunnar í landsliðinu? „Ég skal bara játa það að ég hef áhyggjur af stöðu markvörslunnar. Ég verð að segja það. Alveg eins og við gagnrýnum allt í liðinu. Já, ég hef það.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00