Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2019 20:45 Jóhannus Nattestad, sauðfjárbóndi og landeigandi á Nípunni, í viðtali við Símun Christian Olsen, fréttamann Kringvarps Færeyja. Mynd/Kringvarp Færeyja. Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna, sem tugþúsundum saman flykkjast til að ganga á bjargið Þrælanípu. Þeir hafa ákveðið að innheimta áttaþúsund króna gjald af þeim sem ganga þessa þriggja kílómetra gönguleið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Gönguleiðin er skammt frá flugvellinum í Vogum, liggur meðfram Leitisvatni og upp á Þrælanípu. Bændur hafa horft upp á landið þar breytast í moldarflag og hafa nú ákveðið að sporna við fæti með hárri gjaldtöku. „Við höfum beðið allt of lengi. Við höfum verið þolinmóðir og reynt allt og kannski hefðum við átt að byrja á þessu fyrir mörgum árum. Nú er skaðinn löngu skeður,“ segir Jóhannus Nattestad, sauðfjárbóndi og landeigandi á Nípunni.Moldarflögin eftir göngufólkið eru áberandi á bjargbrún Þrælanípunnar.Mynd/Kringvarp Færeyja.Um þrjátíu þúsund manns gengu þessa leið í fyrra en helsta aðdráttaraflið er foss sem fellur úr vatninu fram af bjargbrún og beint út í Atlantshafið. „Það koma allt upp í 400-500 manns á dag, bæði Færeyingar og útlendingar. Það segir sig sjálft að svo mikill fjöldi á litlu svæði hefur afleiðingar.“ En það er ekki bara að landið traðkist niður. Bóndinn segir að mófugli hafi fækkað, sauðfé þrífist verr í haganum og fallþungi lamba hafi minnkað. „Fólkið gengur um allan hagann. Þó að skiltin segi að það eigi ekki að gera slíkt. Það les ekki skiltin, gengur bara beint undir,“ segir Jóhannus.Horft af Þrælanípu.Mynd/Kringvarp Færeyja.Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur, jafnvirði 8.000 íslenskra. Landeigendur segjast þó eingöngu ætla að rukka útlendinga og ferðamenn í skipulögðum gönguferðum í atvinnuskyni. Færeyingum sem og skólahópum verði áfram leyft að ganga ókeypis um svæðið. Í viðtali Kringvarps Færeyja við lögfræðing kom fram að hann taldi færeysk lög ekki hindra slíka gjaldtöku, enda væri þetta eignarland bændanna, né að þeir gerðu greinarmun á útlendingum og Færeyingum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna, sem tugþúsundum saman flykkjast til að ganga á bjargið Þrælanípu. Þeir hafa ákveðið að innheimta áttaþúsund króna gjald af þeim sem ganga þessa þriggja kílómetra gönguleið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Gönguleiðin er skammt frá flugvellinum í Vogum, liggur meðfram Leitisvatni og upp á Þrælanípu. Bændur hafa horft upp á landið þar breytast í moldarflag og hafa nú ákveðið að sporna við fæti með hárri gjaldtöku. „Við höfum beðið allt of lengi. Við höfum verið þolinmóðir og reynt allt og kannski hefðum við átt að byrja á þessu fyrir mörgum árum. Nú er skaðinn löngu skeður,“ segir Jóhannus Nattestad, sauðfjárbóndi og landeigandi á Nípunni.Moldarflögin eftir göngufólkið eru áberandi á bjargbrún Þrælanípunnar.Mynd/Kringvarp Færeyja.Um þrjátíu þúsund manns gengu þessa leið í fyrra en helsta aðdráttaraflið er foss sem fellur úr vatninu fram af bjargbrún og beint út í Atlantshafið. „Það koma allt upp í 400-500 manns á dag, bæði Færeyingar og útlendingar. Það segir sig sjálft að svo mikill fjöldi á litlu svæði hefur afleiðingar.“ En það er ekki bara að landið traðkist niður. Bóndinn segir að mófugli hafi fækkað, sauðfé þrífist verr í haganum og fallþungi lamba hafi minnkað. „Fólkið gengur um allan hagann. Þó að skiltin segi að það eigi ekki að gera slíkt. Það les ekki skiltin, gengur bara beint undir,“ segir Jóhannus.Horft af Þrælanípu.Mynd/Kringvarp Færeyja.Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur, jafnvirði 8.000 íslenskra. Landeigendur segjast þó eingöngu ætla að rukka útlendinga og ferðamenn í skipulögðum gönguferðum í atvinnuskyni. Færeyingum sem og skólahópum verði áfram leyft að ganga ókeypis um svæðið. Í viðtali Kringvarps Færeyja við lögfræðing kom fram að hann taldi færeysk lög ekki hindra slíka gjaldtöku, enda væri þetta eignarland bændanna, né að þeir gerðu greinarmun á útlendingum og Færeyingum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21
Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent