Ágúst Elí Björgvinsson og Haukur Þrastarson eru ekki á meðal þeirra 16 leikmanna sem eru á skýrslu hjá íslenska landsliðinu í handbolta sem mætir Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í Laugardalshöllinni í kvöld.
Auk Ágústs Elís og Hauks verða Heimir Óli Heimisson og Viktor Gísli Hallgrímsson utan hóps í kvöld. Haukur og Ágúst Elí léku með íslenska liðinu á HM í Danmörku og Þýskalandi í janúar.
Janus Daði Smárason er á skýrslu en hann var kallaður inn í íslenska hópinn vegna meiðsla Magnúsar Óla Magnússonar. Aron Rafn Eðvarðsson verður sömuleiðis með en hann missti af HM vegna meiðsla.
Ísland er með fullt hús stiga í undankeppninni og með sigri í kvöld fer íslenska liðið langt með að tryggja sér sigur í riðlinum.
Ísland og Norður-Makedónía mætast aftur í Skopje á sunnudaginn. Undankeppninni lýkur svo í sumar. Þann 12. júní mætir Ísland Grikklandi í Kozani og fjórum dögum seinna koma Tyrkir í heimsókn.
Leikur Íslands og Norður-Makedóníu hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Leikmannahópur Íslands í kvöld:
1 Björgvin Páll Gústavsson
12 Aron Rafn Eðvarðsson
4 Aron Pálmarsson
8 Bjarki Már Elísson
9 Guðjón Valur Sigurðsson
11 Ýmir Örn Gíslason
13 Ólafur Guðmundsson
14 Ómar Ingi Magnússon
15 Daníel Ingason
17 Arnór Þór Gunnarsson
19 Ólafur Gústafsson
21 Arnar Freyr Arnarsson
22 Sigvaldi Guðjónsson
25 Elvar Örn Jónsson
31 Teitur Örn Einarsson
33 Janus Daði Smárason
Ágúst Elí og Haukur utan hóps í kvöld

Tengdar fréttir

Rennum nokkuð blint í sjóinn
Ísland leikur tvo lykilleiki á vegferð sinni í átt til þess að komast í undankeppni EM 2021 í handbolta karla þegar liðið leikur við Norður-Makedóníu heima og að heiman. Fyrri leikurinn er í Laugardalshöllinni í kvöld.