Ellilífeyrisþegar komi að kjarasamningum Kári Jónasson skrifar 10. apríl 2019 07:00 Nú þegar alda kjarasamninga gengur yfir, bæði hjá ASÍ – félögum og senn hjá mörgum félögum opinberra starfsmanna, þá vaknar spurningin um hver semji fyrir ellilífeyrisþega þessa lands. Einfalda svarið við þessu er að það semur enginn fyrir þennan stóra hóp landsmanna. Við erum sem sagt í flokki með ungbörnum og grunnskólanemum, með allri virðingu fyrir þeim. Samkvæmt skilgreiningu OECD teljast þeir aldraðir sem hafa náð 65 ára aldri, en hér er hins vegar miðað við 67 árin. Mér telst til að hér á landi séu rösklega 43 þúsund einstaklingar sem eru 67 ára og eldri. 12.500 manns á aldrinum 67 ára til sjötugs og tæplega 19 þúsund á milli sjötugs og áttræðs. Ástæðan fyrir því að ég er með þessa talnaleikfimi er sú, að margir þessara rúmlega 30 þúsund einstaklinga eru enn í fullu fjöri og meðal þeirra eru margar vinnufúsar hendur, en það má segja að hið opinbera hafi slegið á puttana á þeim vegna óskiljanlegra reglna um frítekjumark og áhrif þess á ellilífeyri. Í dag mega ellilífeyrisþegar hafa 1,2 milljónir í tekjur á ári án þess að það hafi áhrif á útreikning varðandi ellilífeyri. Þeir sem hafa meira en rúmlega 557 þúsund krónur í tekjur á mánuði fá hins vegar ekkert frá Tryggingastofnun og greiða að sjálfsögðu skatta og skyldur af sinni innkomu eins og aðrir þegnar þessa lands og eru hreinlega gullnáma fyrir „skattmann“, því hann þarf ekki að láta neitt af hendi rakna til þeirra. Það eru hins vegar þeir sem gætu auðveldlega aflað sér meiri tekna en þessarar rösklega einnar milljónar á ári, sem brýna nauðsyn ber til að gera auðveldara að vinna meira, án þess að ellilífeyrir þeirra skerðist. Þeir munu að sjálfsögðu greiða sína skatta og skyldur af tekjum sínum eins og aðrir, en þá vantar tilfinnanlega einhvern til að semja fyrir sig. Fulltrúar þessa hóps og annarra ellilífeyrisþega ættu að vera einhvers staðar við kjarasamningaborðið, en ekki láta skammta sér úr hnefa eins og hingað til. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Jónasson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar alda kjarasamninga gengur yfir, bæði hjá ASÍ – félögum og senn hjá mörgum félögum opinberra starfsmanna, þá vaknar spurningin um hver semji fyrir ellilífeyrisþega þessa lands. Einfalda svarið við þessu er að það semur enginn fyrir þennan stóra hóp landsmanna. Við erum sem sagt í flokki með ungbörnum og grunnskólanemum, með allri virðingu fyrir þeim. Samkvæmt skilgreiningu OECD teljast þeir aldraðir sem hafa náð 65 ára aldri, en hér er hins vegar miðað við 67 árin. Mér telst til að hér á landi séu rösklega 43 þúsund einstaklingar sem eru 67 ára og eldri. 12.500 manns á aldrinum 67 ára til sjötugs og tæplega 19 þúsund á milli sjötugs og áttræðs. Ástæðan fyrir því að ég er með þessa talnaleikfimi er sú, að margir þessara rúmlega 30 þúsund einstaklinga eru enn í fullu fjöri og meðal þeirra eru margar vinnufúsar hendur, en það má segja að hið opinbera hafi slegið á puttana á þeim vegna óskiljanlegra reglna um frítekjumark og áhrif þess á ellilífeyri. Í dag mega ellilífeyrisþegar hafa 1,2 milljónir í tekjur á ári án þess að það hafi áhrif á útreikning varðandi ellilífeyri. Þeir sem hafa meira en rúmlega 557 þúsund krónur í tekjur á mánuði fá hins vegar ekkert frá Tryggingastofnun og greiða að sjálfsögðu skatta og skyldur af sinni innkomu eins og aðrir þegnar þessa lands og eru hreinlega gullnáma fyrir „skattmann“, því hann þarf ekki að láta neitt af hendi rakna til þeirra. Það eru hins vegar þeir sem gætu auðveldlega aflað sér meiri tekna en þessarar rösklega einnar milljónar á ári, sem brýna nauðsyn ber til að gera auðveldara að vinna meira, án þess að ellilífeyrir þeirra skerðist. Þeir munu að sjálfsögðu greiða sína skatta og skyldur af tekjum sínum eins og aðrir, en þá vantar tilfinnanlega einhvern til að semja fyrir sig. Fulltrúar þessa hóps og annarra ellilífeyrisþega ættu að vera einhvers staðar við kjarasamningaborðið, en ekki láta skammta sér úr hnefa eins og hingað til. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun