Móðgunin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. apríl 2019 07:00 Yfirleitt er það svo, eins og margir hafa rekið sig á í lífinu, að mun betra er að muna eftir kurteisinni en að gleyma henni. Þáttur í almennri kurteisi er að stilla sig um að steypa svívirðingum yfir fólk. Þetta á við í daglegri umgengni þar sem fólk hittist augliti til auglitis, en ekki síður á samfélagsmiðlum þar sem fólk sýnir oft furðu mikið dómgreindarleysi. Töluð orð verða ekki aftur tekin og svívirðingar sem skrifaðar eru á Facebook geta kallað veruleg vandræði yfir þann sem það gerir. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að vera meðvitað um en gleymist iðulega í hita leiksins þegar tilfinningarnar taka völdin, stundum með ansi vondum afleiðingum. Þessu hefði hún betur áttað sig á, Laleh Shahravesh, sem býr í Bretlandi og er komin í heimsfréttir vegna gamalla Facebook-færslna. Fyrir þremur árum missti hún stjórn á sér þegar hún sá brúðkaupsmynd af eiginmanni sínum fyrrverandi og nýju konunni hans. „Þú yfirgafst mig fyrir þetta hross,“ skrifaði hún á Facebook og þar sem hún var bálvond ítrekaði hún þessi orð sín nokkru seinna og skrifaði: „Þú kvæntist hrossi, fávitinn þinn.“ Orð eins og þessi eru ekki til eftirbreytni, en konunni til afsökunar má segja að afbrýðisemin, hið græneygða skrímsli eins og Shakespeare kallaði hana, hafi haft hana í heljargreipum sínum. Ekkert benti þó til að svívirðingar eiginkonunnar myndu hafa einhver eftirmál, önnur en þau að gera hinum fyrrverandi og nýju konunni gramt í geði. Eiginmaðurinn fyrrverandi bjó í Dúbaí með hinni nýju heittelskuðu og rétt er að taka fram, þótt það sé ekki aðalatriði málsins, að sú minnir engan veginn á hross. Fyrir skömmu lést eiginmaðurinn skyndilega langt um aldur fram úr hjartaáfalli og eiginkonan fyrrverandi ákvað að mæta í jarðarför hans í Dúbaí ásamt unglingsdóttur þeirra. Því hefði hún betur sleppt því hún var ekki fyrr komin til Dúbaí en ekkjan kærði hana fyrir netníð. Laleh var svipt vegabréfi, kyrrsett í Dúbaí og á yfir sér tveggja ára fangelsi og háa sekt. Nýjustu fréttir herma að nýja eiginkonan íhugi að draga kæruna til baka. Laleh segir að jafnvel þótt þær verði lyktir málsins þá sé líf hennar í rúst. Hún sé peningalaus eftir að hafa orðið að búa á hóteli í Dúbaí í rúman mánuð, búin að missa leiguíbúð sína í Bretlandi og vinnuna sömuleiðis. Orð sem hún skrifaði í reiðikasti í Bretlandi eltu hana alla leið til Dúbaí þar sem ekkja í hefndarhug beið hennar. Sjálfsagt mun ekkjan sjá að sér og draga kæru sína til baka og Laleh mun sennilega vanda sig betur í framtíðinni þegar kemur að Facebook-færslum. Facebook-notendur víða um heim mættu vel íhuga þetta mál. Vitanlega er það svo að fáránlegt er að dæma fólk í fangelsi eða háa fjársekt fyrir að móðga annan einstakling. Á móti slíku á að berjast af krafti því tjáningarfrelsið á að vera mjög rúmt og þar á að vera pláss fyrir móðganir. Sem breytir þó engu um það að ansi margt sem sagt er í hita leiksins væri svo miklu betur ósagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Yfirleitt er það svo, eins og margir hafa rekið sig á í lífinu, að mun betra er að muna eftir kurteisinni en að gleyma henni. Þáttur í almennri kurteisi er að stilla sig um að steypa svívirðingum yfir fólk. Þetta á við í daglegri umgengni þar sem fólk hittist augliti til auglitis, en ekki síður á samfélagsmiðlum þar sem fólk sýnir oft furðu mikið dómgreindarleysi. Töluð orð verða ekki aftur tekin og svívirðingar sem skrifaðar eru á Facebook geta kallað veruleg vandræði yfir þann sem það gerir. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að vera meðvitað um en gleymist iðulega í hita leiksins þegar tilfinningarnar taka völdin, stundum með ansi vondum afleiðingum. Þessu hefði hún betur áttað sig á, Laleh Shahravesh, sem býr í Bretlandi og er komin í heimsfréttir vegna gamalla Facebook-færslna. Fyrir þremur árum missti hún stjórn á sér þegar hún sá brúðkaupsmynd af eiginmanni sínum fyrrverandi og nýju konunni hans. „Þú yfirgafst mig fyrir þetta hross,“ skrifaði hún á Facebook og þar sem hún var bálvond ítrekaði hún þessi orð sín nokkru seinna og skrifaði: „Þú kvæntist hrossi, fávitinn þinn.“ Orð eins og þessi eru ekki til eftirbreytni, en konunni til afsökunar má segja að afbrýðisemin, hið græneygða skrímsli eins og Shakespeare kallaði hana, hafi haft hana í heljargreipum sínum. Ekkert benti þó til að svívirðingar eiginkonunnar myndu hafa einhver eftirmál, önnur en þau að gera hinum fyrrverandi og nýju konunni gramt í geði. Eiginmaðurinn fyrrverandi bjó í Dúbaí með hinni nýju heittelskuðu og rétt er að taka fram, þótt það sé ekki aðalatriði málsins, að sú minnir engan veginn á hross. Fyrir skömmu lést eiginmaðurinn skyndilega langt um aldur fram úr hjartaáfalli og eiginkonan fyrrverandi ákvað að mæta í jarðarför hans í Dúbaí ásamt unglingsdóttur þeirra. Því hefði hún betur sleppt því hún var ekki fyrr komin til Dúbaí en ekkjan kærði hana fyrir netníð. Laleh var svipt vegabréfi, kyrrsett í Dúbaí og á yfir sér tveggja ára fangelsi og háa sekt. Nýjustu fréttir herma að nýja eiginkonan íhugi að draga kæruna til baka. Laleh segir að jafnvel þótt þær verði lyktir málsins þá sé líf hennar í rúst. Hún sé peningalaus eftir að hafa orðið að búa á hóteli í Dúbaí í rúman mánuð, búin að missa leiguíbúð sína í Bretlandi og vinnuna sömuleiðis. Orð sem hún skrifaði í reiðikasti í Bretlandi eltu hana alla leið til Dúbaí þar sem ekkja í hefndarhug beið hennar. Sjálfsagt mun ekkjan sjá að sér og draga kæru sína til baka og Laleh mun sennilega vanda sig betur í framtíðinni þegar kemur að Facebook-færslum. Facebook-notendur víða um heim mættu vel íhuga þetta mál. Vitanlega er það svo að fáránlegt er að dæma fólk í fangelsi eða háa fjársekt fyrir að móðga annan einstakling. Á móti slíku á að berjast af krafti því tjáningarfrelsið á að vera mjög rúmt og þar á að vera pláss fyrir móðganir. Sem breytir þó engu um það að ansi margt sem sagt er í hita leiksins væri svo miklu betur ósagt.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun