Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:30 Áætlað hefur verið að kostnaður Boeing við kyrrsetningu 737 MAX 8 vélanna á heimsvísu nemi milljarði dala. Fyrirtækið kunni að þurfa að greiða mismun á rekstrarkostnaði og leigu nýrra véla. Fréttablaðið/Anton Brink Erlendir sérfræðingar telja líklegt að flugvélaframleiðandinn Boeing muni þurfa að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði hinna kyrrsettu Boeing MAX 8 véla fyrirtækisins og þeirra véla sem flugfélög þurfa að nota í millitíðinni. Sömuleiðis er talið að Boeing verði krafið um leigukostnað á vélum meðan MAX 8 eru kyrrsettar. Flugfélög muni í það minnsta eiga kröfu á hendur framleiðandanum. Sú krafa gæti verið svimandi há. Icelandair segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki liggi fyrir hvernig Boeing komi til móts við félagið. Ken Herbert, greinandi hjá Canaccord, dró upp þá sviðsmynd nýverið í Japan Times að í besta falli muni kyrrsetningin vélanna vara í sex til átta vikur. Áætlaði hann kostnað Boeing við að dekka rekstrarmismun og leigukostnað þeirra flugfélaga sem eru með hátt í 350 MAX 8 vélar á jörðinni yfir það tímabil um einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur nærri 120 milljörðum íslenskra króna. Í næstu viku verður kominn mánuður síðan vélarnar voru allar kyrrsettar. Mismunurinn er tilkominn vegna þess að MAX 8 vélarnar eru mjög hagkvæmar í rekstri, sérstaklega með tilliti til þess að þær eru eyðslugrannar á eldsneyti samanborið við aðrar eldri vélar sem mörg félög hafa nú þurft að taka í notkun á ný. Icelandair missti sem kunnugt er þrjár MAX 8 þotur úr leik með kyrrsetningunni en hefur á móti verið að leigja Boeing 767 vélar. Aðspurð um hvort Boeing sé að greiða leiguna á þeim, segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. „Það liggur ekki fyrir hvernig Boeing muni koma til móts við félagið í tengslum við kyrrsetningu MAX-vélanna.“ Enn hefur ekkert opinberlega verið gefið út um niðurstöður rannsókna á vélunum en ýmsir af stærstu fjölmiðlum veraldar, á borð við New York Times og BBC, hafa fjallað um að flest bendi til að slysin tengist galla í tilteknum skynjurum vélanna (e. angle of attack sensors) sem hafi gefið rangar upplýsingar um að halli vélanna hafi verið of brattur þegar hann var í raun eðlilegur. Það hafi aftur orðið til þess að svokallað MCAS-kerfi vélanna hafi leitast við að leiðrétta flugið og þrýst nefi þeirra niður. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðasta mánaðar eru forráðamenn Icelandair að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning MAX 8 vélanna dregst á langinn. Félagið átti von á sex nýjum vélum í ár frá Boeing. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Erlendir sérfræðingar telja líklegt að flugvélaframleiðandinn Boeing muni þurfa að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði hinna kyrrsettu Boeing MAX 8 véla fyrirtækisins og þeirra véla sem flugfélög þurfa að nota í millitíðinni. Sömuleiðis er talið að Boeing verði krafið um leigukostnað á vélum meðan MAX 8 eru kyrrsettar. Flugfélög muni í það minnsta eiga kröfu á hendur framleiðandanum. Sú krafa gæti verið svimandi há. Icelandair segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki liggi fyrir hvernig Boeing komi til móts við félagið. Ken Herbert, greinandi hjá Canaccord, dró upp þá sviðsmynd nýverið í Japan Times að í besta falli muni kyrrsetningin vélanna vara í sex til átta vikur. Áætlaði hann kostnað Boeing við að dekka rekstrarmismun og leigukostnað þeirra flugfélaga sem eru með hátt í 350 MAX 8 vélar á jörðinni yfir það tímabil um einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur nærri 120 milljörðum íslenskra króna. Í næstu viku verður kominn mánuður síðan vélarnar voru allar kyrrsettar. Mismunurinn er tilkominn vegna þess að MAX 8 vélarnar eru mjög hagkvæmar í rekstri, sérstaklega með tilliti til þess að þær eru eyðslugrannar á eldsneyti samanborið við aðrar eldri vélar sem mörg félög hafa nú þurft að taka í notkun á ný. Icelandair missti sem kunnugt er þrjár MAX 8 þotur úr leik með kyrrsetningunni en hefur á móti verið að leigja Boeing 767 vélar. Aðspurð um hvort Boeing sé að greiða leiguna á þeim, segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. „Það liggur ekki fyrir hvernig Boeing muni koma til móts við félagið í tengslum við kyrrsetningu MAX-vélanna.“ Enn hefur ekkert opinberlega verið gefið út um niðurstöður rannsókna á vélunum en ýmsir af stærstu fjölmiðlum veraldar, á borð við New York Times og BBC, hafa fjallað um að flest bendi til að slysin tengist galla í tilteknum skynjurum vélanna (e. angle of attack sensors) sem hafi gefið rangar upplýsingar um að halli vélanna hafi verið of brattur þegar hann var í raun eðlilegur. Það hafi aftur orðið til þess að svokallað MCAS-kerfi vélanna hafi leitast við að leiðrétta flugið og þrýst nefi þeirra niður. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðasta mánaðar eru forráðamenn Icelandair að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning MAX 8 vélanna dregst á langinn. Félagið átti von á sex nýjum vélum í ár frá Boeing.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira