Norska lögreglan þurfti að fresta yfirheyrslum yfir þeim Íslendingum sem voru handteknir í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum karlmanni sem var skotinn til bana í sjávarþorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags.
Ástæðan fyrir töfunum er sú að enn er beðið eftir íslenskum túlki sem mennirnir eiga rétt á en túlkurinn hefur átt í erfiðleikum með að komast til norðurhluta Noregs vegna flugmannaverkfalls sem er í gangi. Þetta kemur fram í svörum Silju Arvola hjá lögreglunni í Finnmörku við fyrirspurnum héraðsmiðilsins Ifinnmark.no.
Stefnt er að því að mennirnir verði leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19.30 í kvöld að staðartíma og þeir yfirheyrði á miðvikudag.
Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segist Silja ekki vilja tjá sig um hvar hinir grunuðu voru staddir þegar þeir voru handteknir.
Silja var þá einnig spurð hvort hinir grunuðu hefðu verið undir áhrifum vímuefna umrædda nótt en hún varðist allra fregna að svo komnu máli.
Beðið eftir íslenskum túlk

Tengdar fréttir

Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra
"Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik.

Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag
Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma.

Áfall að heyra af morðinu í Mehamn
Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður.