Gísli vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 11:57 Trond Einar Olaussen bæjarstjóri Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins. „Þetta er bara svo „trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik um morðið á hinum fertuga Íslendingi Gísla Þór Þórarinssyni. Hann var skotinn til bana í miðbæ sjávarþorpsins Mehamn í Finnmörku í norðurhluta Noregs aðfaranótt laugardags. „Hver einasti bæjarbúi er meðvitaður um þetta og allir taka þetta afar nærri sér, djúpt inn í hjartað. Þetta er okkur afar þungbært,“ segir Trond í samtali við fréttastofu. Fólk sé í sárum og gráti mikið. Tveir eru í haldi norsku lögreglunnar vegna málsins, annar er grunaður um morð og hinn er grunaður um að vera meðsekur. Sá sem er grunaður um morðið er hálfbróðir hins látna.Sjá nánar: Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrði á miðvikudag Trond Einar segir að Gísli hafi verið afar vel liðinn í bænum og áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara afar indæl manneskja.“Bæjarstjórinn í Gamvik segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum.Gísli hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Hann var fertugur sjómaður og lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Gamvik er á meðal nyrstu byggðarlaga í heimi. Um 900 manns búa í sjávarþorpinu Mehamn en 1150 í Gamvik. Trond Einar segir að, gróflega áætlað, búi um 30-40 Íslendingar á svæðinu og mætti segja á hjara veraldar.Býður Íslendinga velkomna „Þetta fólk er okkur afar mikilvægt,“ segir Gamvik um Íslendingana í Mehamn. Íslendingarnir séu harðduglegir og kunni til verka. „Íslenska fólkið er alltaf velkomið til Gamvikur.“ Aðspurður hvort Íslendingarnir leiti þangað aðeins til að vinna svarar Trond Einar því til að Íslendingarnir hafi fasta búsetu í Gamvik. „Þau eignast börn hér og fjárfesta í húsnæði. Þau búa hérna. Þau koma ekki aðeins hingað til að vinna heldur líka til að taka þátt í samfélaginu okkar og lifa lífinu,“ segir Trond Einar sem ítrekar mikilvægi íslenskra íbúa fyrir samfélagið í Gamvik. Hann kunni vel að meta þá. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
„Þetta er bara svo „trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik um morðið á hinum fertuga Íslendingi Gísla Þór Þórarinssyni. Hann var skotinn til bana í miðbæ sjávarþorpsins Mehamn í Finnmörku í norðurhluta Noregs aðfaranótt laugardags. „Hver einasti bæjarbúi er meðvitaður um þetta og allir taka þetta afar nærri sér, djúpt inn í hjartað. Þetta er okkur afar þungbært,“ segir Trond í samtali við fréttastofu. Fólk sé í sárum og gráti mikið. Tveir eru í haldi norsku lögreglunnar vegna málsins, annar er grunaður um morð og hinn er grunaður um að vera meðsekur. Sá sem er grunaður um morðið er hálfbróðir hins látna.Sjá nánar: Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrði á miðvikudag Trond Einar segir að Gísli hafi verið afar vel liðinn í bænum og áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara afar indæl manneskja.“Bæjarstjórinn í Gamvik segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum.Gísli hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Hann var fertugur sjómaður og lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Gamvik er á meðal nyrstu byggðarlaga í heimi. Um 900 manns búa í sjávarþorpinu Mehamn en 1150 í Gamvik. Trond Einar segir að, gróflega áætlað, búi um 30-40 Íslendingar á svæðinu og mætti segja á hjara veraldar.Býður Íslendinga velkomna „Þetta fólk er okkur afar mikilvægt,“ segir Gamvik um Íslendingana í Mehamn. Íslendingarnir séu harðduglegir og kunni til verka. „Íslenska fólkið er alltaf velkomið til Gamvikur.“ Aðspurður hvort Íslendingarnir leiti þangað aðeins til að vinna svarar Trond Einar því til að Íslendingarnir hafi fasta búsetu í Gamvik. „Þau eignast börn hér og fjárfesta í húsnæði. Þau búa hérna. Þau koma ekki aðeins hingað til að vinna heldur líka til að taka þátt í samfélaginu okkar og lifa lífinu,“ segir Trond Einar sem ítrekar mikilvægi íslenskra íbúa fyrir samfélagið í Gamvik. Hann kunni vel að meta þá.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30
Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27
Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00