Aukið álag og engin árshátíð vegna WOW Birna Dröfn skrifar 29. apríl 2019 08:00 Mikið álag fylgdi falli WOW air en þar að auki þurfti að blása af árshátíð stofnunarinnar því starfsfólk átti flug með félaginu. Fréttablaðið/Jóhanna Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ástæðu þess að hætt var við árshátíðarferð stofnunarinnar vera bæði aukið álag ásamt því að fljúga átti út með WOW air. Starfsfólkið átti að sögn Unnar bókað flug út með WOW air en heim með öðru flugfélagi. Hún segir að þrátt fyrir að líklega hefði verið hægt að koma fólkinu á leiðarenda hafi tímasetningin ekki hentað vegna mikilla anna. Ferðina átti að fara um liðna helgi. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Vinnumálastofnunar vegna gjaldþrots WOW air en í byrjun mánaðarins höfðu stofnuninni borist um 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur frá fyrrverandi starfsfólki flugfélagsins.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Þegar svona gerist þá þarf að tryggja að allir sem eiga bótarétt fái greiðslur sem fyrst og núna um mánaðamótin eru að koma greiðslur til þeirra. Það fylgir því heilmikil vinna,“ segir Vilmar Pétursson, mannauðsstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir að vegna þessa hafi ferðinni verið aflýst og bætir við að starfsfólk stofnunarinnar hafa verið svekkt til að byrja með en sé þó sammála um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hafði hugsað sér að ferðast til Rotterdam í Hollandi og skemmta sér saman en Unnur segir að gjaldþrot WOW air hafi sett strik í reikninginn. „Það sem við héldum að yrði venjulegur aprílmánuður þegar við skipulögðum ferðina varð að einhverju allt öðru. Það er miklu meira að gera hér en vanalega. Starfsfólkið er auðvitað fúlt yfir því að missa af ferðinni en hér er samt sem áður góð stemning, starfsfólkið stendur saman og skilur aðstæður.“ Unnur segir alla starfsmenn hafa fengið ferðina endurgreidda að fullu en starfsfólk fjármagnaði ferðina sjálft. Vilmar tekur undir orð Unnar og segir stemninguna á vinnustaðnum góða. „Það er svolítið skrítið að þegar það þurfa allir að leggjast á eitt þá verður stemningin oft góð, þó að það sé brjálað að gera.“ Unnur og Vilmar segja mikilvægt að sýna starfsfólkinu þakklæti fyrir vel unnin störf og að stefnt sé að því að skipuleggja aðra ferð sem farin verði við betri aðstæður. Einnig segja þau það vera á stefnuskránni að halda vorfagnað í maí þar sem starfsfólkið gerir sér glaðan dag og fagnar saman vorinu. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Svartur mars í uppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. 3. apríl 2019 07:45 Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ástæðu þess að hætt var við árshátíðarferð stofnunarinnar vera bæði aukið álag ásamt því að fljúga átti út með WOW air. Starfsfólkið átti að sögn Unnar bókað flug út með WOW air en heim með öðru flugfélagi. Hún segir að þrátt fyrir að líklega hefði verið hægt að koma fólkinu á leiðarenda hafi tímasetningin ekki hentað vegna mikilla anna. Ferðina átti að fara um liðna helgi. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Vinnumálastofnunar vegna gjaldþrots WOW air en í byrjun mánaðarins höfðu stofnuninni borist um 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur frá fyrrverandi starfsfólki flugfélagsins.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Þegar svona gerist þá þarf að tryggja að allir sem eiga bótarétt fái greiðslur sem fyrst og núna um mánaðamótin eru að koma greiðslur til þeirra. Það fylgir því heilmikil vinna,“ segir Vilmar Pétursson, mannauðsstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir að vegna þessa hafi ferðinni verið aflýst og bætir við að starfsfólk stofnunarinnar hafa verið svekkt til að byrja með en sé þó sammála um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hafði hugsað sér að ferðast til Rotterdam í Hollandi og skemmta sér saman en Unnur segir að gjaldþrot WOW air hafi sett strik í reikninginn. „Það sem við héldum að yrði venjulegur aprílmánuður þegar við skipulögðum ferðina varð að einhverju allt öðru. Það er miklu meira að gera hér en vanalega. Starfsfólkið er auðvitað fúlt yfir því að missa af ferðinni en hér er samt sem áður góð stemning, starfsfólkið stendur saman og skilur aðstæður.“ Unnur segir alla starfsmenn hafa fengið ferðina endurgreidda að fullu en starfsfólk fjármagnaði ferðina sjálft. Vilmar tekur undir orð Unnar og segir stemninguna á vinnustaðnum góða. „Það er svolítið skrítið að þegar það þurfa allir að leggjast á eitt þá verður stemningin oft góð, þó að það sé brjálað að gera.“ Unnur og Vilmar segja mikilvægt að sýna starfsfólkinu þakklæti fyrir vel unnin störf og að stefnt sé að því að skipuleggja aðra ferð sem farin verði við betri aðstæður. Einnig segja þau það vera á stefnuskránni að halda vorfagnað í maí þar sem starfsfólkið gerir sér glaðan dag og fagnar saman vorinu.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Svartur mars í uppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. 3. apríl 2019 07:45 Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Sjá meira
Svartur mars í uppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. 3. apríl 2019 07:45
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00