Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. apríl 2019 18:45 Frá aðgerðum í Mehamn í morgun. Mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn voru samvinnuþýðir að sögn lögreglunnar. VG/Skjáskot Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. Norska lögreglan handtók tvo Íslendinga vegna morðsins en allir Íslendingarnir eru búsettir á svæðinu. Talsmaður lögreglunnar segir að um harmleik sé að ræða sem skekið hafi samfélagið. Lögreglunni í Mehamn barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn um klukkan hálf sex í morgun í húsi í miðbæ Mehamn í norður Noregi. Reynt var að endurlífga manninn og veita honum skyndihjálp en þær tilraunir báru ekki árangur. „Við fundum mann, Íslending. Hann dó skömmu síðar. Þeir sem gerðu þetta, við vitum ekki hve margir þeir eru, þeir voru farnir úr húsinu í Mehamn,“ segir Tarjei Leinan Mathiesen, talsmaður lögreglunnar í Norður-Noregi, í samtali við fréttastofu. „Um hálftíma síðar fengum við skilaboð um að bíll hefði farið út af veginum á stað sem heitir Gamvik sem er 15 kílómetra frá Mehamn. Þaðan var hringt í lögregluna og eftir smá tíma fundum við tvo menn, sem báðir eru frá Íslandi. Þeir komu út úr húsinu eftir að lögreglan talaði við þá. Þeir lögðust á jörðina, það var engin dramatík í kringum það og við fluttum þá í fangelsið.“Annar mannanna sem grunaður er um borðið birti þessa færslu á Facebook-síðu sinni eftir morðið. Búið er að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru hinn látni og annar hinna handteknu hálfbræður en hinir handteknu eru þrjátíu og fimm ára og þrjátíu og tveggja. Annar þeirra sem hefur verið handtekinn birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann tjáir sig um verknaðinn og biður aðstandendur sína fyrirgefningar. Tarjeij Leinan segir að mennirnir hafi ekki verið yfirheyrðir ennþá en þeir hafa báðir verið sakaðir um morðið. „Við höfum ekki enn talað við þá. Við erum að vinna í því að tala við þá í dag eða kannski í fyrramálið,“ segir Leinan.Vel liðnir í bænum Um þrjátíu Íslendingar eru búsettir í Mehamn og Gamvik og í samtali við einn þeirra kom fram að samfélagið væri harmi slegið vegna morðsins. Íbúum hefur verið boðið áfallahjálp og bænastund var haldinn í kirkjunni í Mehamn. Tarjeij tekur undir þetta og segir að samfélagið sé skekið vegna málsins. Hann segir að hópur lögreglumanna, áfallateymi, læknar og prestur hafi unnið við málið í allan dag. Íslendingarnir sem eru 30 á svæðinu séu vel liðnir og hluti af samfelaginu. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Sjá meira
Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. Norska lögreglan handtók tvo Íslendinga vegna morðsins en allir Íslendingarnir eru búsettir á svæðinu. Talsmaður lögreglunnar segir að um harmleik sé að ræða sem skekið hafi samfélagið. Lögreglunni í Mehamn barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn um klukkan hálf sex í morgun í húsi í miðbæ Mehamn í norður Noregi. Reynt var að endurlífga manninn og veita honum skyndihjálp en þær tilraunir báru ekki árangur. „Við fundum mann, Íslending. Hann dó skömmu síðar. Þeir sem gerðu þetta, við vitum ekki hve margir þeir eru, þeir voru farnir úr húsinu í Mehamn,“ segir Tarjei Leinan Mathiesen, talsmaður lögreglunnar í Norður-Noregi, í samtali við fréttastofu. „Um hálftíma síðar fengum við skilaboð um að bíll hefði farið út af veginum á stað sem heitir Gamvik sem er 15 kílómetra frá Mehamn. Þaðan var hringt í lögregluna og eftir smá tíma fundum við tvo menn, sem báðir eru frá Íslandi. Þeir komu út úr húsinu eftir að lögreglan talaði við þá. Þeir lögðust á jörðina, það var engin dramatík í kringum það og við fluttum þá í fangelsið.“Annar mannanna sem grunaður er um borðið birti þessa færslu á Facebook-síðu sinni eftir morðið. Búið er að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru hinn látni og annar hinna handteknu hálfbræður en hinir handteknu eru þrjátíu og fimm ára og þrjátíu og tveggja. Annar þeirra sem hefur verið handtekinn birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann tjáir sig um verknaðinn og biður aðstandendur sína fyrirgefningar. Tarjeij Leinan segir að mennirnir hafi ekki verið yfirheyrðir ennþá en þeir hafa báðir verið sakaðir um morðið. „Við höfum ekki enn talað við þá. Við erum að vinna í því að tala við þá í dag eða kannski í fyrramálið,“ segir Leinan.Vel liðnir í bænum Um þrjátíu Íslendingar eru búsettir í Mehamn og Gamvik og í samtali við einn þeirra kom fram að samfélagið væri harmi slegið vegna morðsins. Íbúum hefur verið boðið áfallahjálp og bænastund var haldinn í kirkjunni í Mehamn. Tarjeij tekur undir þetta og segir að samfélagið sé skekið vegna málsins. Hann segir að hópur lögreglumanna, áfallateymi, læknar og prestur hafi unnið við málið í allan dag. Íslendingarnir sem eru 30 á svæðinu séu vel liðnir og hluti af samfelaginu.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Sjá meira
Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum