Skoða þurfi áhrif á Finnafjörð Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. apríl 2019 08:00 Frá Finnafirði þar sem uppi eru áform um uppbyggingu umskipunar- og stórskipahafnar. Fréttablaðið/Pjetur „Það sem ég held að sé langsamlega mikilvægast í þessu máli og algjört grundvallaratriði er að skoða umhverfisáhrifin gaumgæfilega. Það er eins með þetta og öll önnur stór framkvæmdaverkefni að það þarf að skoða vel allt sem snýr að umhverfi og náttúru,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, um hugmyndir um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að ráðherrann vildi ekki tjá sig um málið. Guðmundur leggur áherslu á að hann hafi einfaldlega ekki haft tök á því að koma í viðtal þegar eftir því var leitað skömmu fyrir páska. Aldrei hafi staðið til af sinni hálfu að neita að tjá sig. Að mati ráðherrans þarf að skoða áhrif hugsanlegra framkvæmda á alla þætti málsins. „Þar erum við að tala um áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda og mengunarhættu auk áhrifa á dýralíf, gróður, landslag, ferðaþjónustu og samfélagið. Það er auðvitað eitthvað sem þarf að gera ef undirbúningur verkefnisins heldur áfram,“ segir Guðmundur. Í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýndi Guðmundur árið 2012 áform um uppbyggingu hafnar í Finnafirði, meðal annars á þeim forsendum að hluti svæðis á náttúruminjaskrá lenti innan framkvæmdasvæðisins. „Það sem hins vegar hefur komið fram núna er að það séu ekki lengur hugmyndir um að vera inni á því svæði. Umhverfisstofnun benti á það sama og Landvernd á sínum tíma. Þannig má kannski segja að ef til vill, þó ég viti það ekki, hafi það aðhald sem þá var veitt haft þau áhrif. Það er jákvætt.“Guðmundur Ingi segir að það verði alltaf skiptar skoðanir á náttúruvernd og stórum framkvæmdum.Fréttablaðið/Anton BrinkGuðmundur segir vinnu í gangi milli ráðuneyta þar sem ákveðnir undirbúningsþættir eru skoðaðir. Hann býst við niðurstöðum úr þeirri vinnu á þessu ári. Eftirmaður Guðmundar í starfi framkvæmdastjóra Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af hugmyndunum. Verði af framkvæmdum muni þær hafa mikil og varanleg umhverfisáhrif. Hún hefur sérstakar áhyggjur af olíuslysum. Guðmundur segist taka undir með Landvernd að það sé nauðsynlegt að skoða þessa þætti alla vel og vega þá og meta. Staðsetning hafnar í Finnafirði muni hins vegar ekki ráða því hvort siglingar á norðurslóðum hefjist heldur muni loftslagsbreytingar ráða því. „Vissulega mun auknum siglingum fylgja mengunarhætta. Það er bara augljóst mál og að því þarf að hyggja. Við megum ekki gleyma því að Ísland gæti vegna staðsetningar sinnar orðið mikilvægt þegar kemur að aðgerðum ef slys verða. Hvort sem um er að ræða slys á fólki eða umhverfisslys. Sigli skipin hins vegar hér að landi þá eykst hættan á því að slys verði nær landi og inni í okkar lögsögu.“ Ráðherrann segist auðvitað vonast til þess að í framtíðinni munum við fara að sjá umhverfisvænni skip sem ekki brenni jarðefnaeldsneyti. „Þó svo það sé kannski svolítið inn í framtíðina þá er gríðarlega mikilvægt að það verði unnið að tæknibreytingum á því sviði.“ Aðspurður hvort hann skynji togstreitu milli hagsmuna náttúruverndar annars vegar og atvinnu- og byggðasjónarmiða hins vegar segir Guðmundur að það verði alltaf skiptar skoðanir á náttúruvernd og stórum framkvæmdum. „Það sem ég hef reynt að leggja áherslu á er að draga fram jákvæð áhrif náttúruverndar, bæði á náttúruna sjálfa en líka efnahagslega. Ég lét til dæmis gera rannsókn á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Hún sýndi það að fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til þessara svæða koma að meðaltali 23 krónur til baka.“ Það megi heldur ekki gleyma því að náttúruvernd sé líka ákveðin byggðaaðgerð. „Ég er allavega þeirrar skoðunar að við eigum að reyna að halda landinu okkar í byggð. Ekki bara vegna þess að ég er bóndasonur af Vesturlandi, heldur líka vegna þess að í því felast mikil verðmæti.“ Það sé oft á tíðum hlutverk þess fólks sem byggi þessi svæði að taka þátt í náttúruverndinni. „Ég get nefnt sem dæmi Jökulsárgljúfur sem ég heimsótti í fyrra. Þar sagði þjóðgarðsvörðurinn mér að það væru um fimmtán landverðir að vinna þar um sumarið og þeir væru nær allir úr sveitinni.“ Þá sé ráðuneytið í samstarfi við landshlutasambönd sveitarfélaga um rannsóknir á efnahagslegum áhrifum fyrir einstaka byggðir ef ráðist yrði í nýjar friðlýsingar í nágrenni þeirra. Mikill vöxtur í ferðaþjónustu hafi skilað sér í meiri áhuga og skilningi á mikilvægi náttúruverndar fyrir atvinnulífið. „Samkvæmt könnunum nefna yfir 80 prósent þeirra sem koma til landsins náttúruna sem meginástæðu Íslandsferðar. Það segir okkur líka að við þurfum að halda vel á þessum málum.“ Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Saknar samráðs um Finnafjörð Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. 25. apríl 2019 10:00 Undirrituðu samning um uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði Við undirritunina var stofnað þróunarfélag sem muni vinna að því að afla sérleyfishafa til að hefja starfsemi innan svæðisins. 11. apríl 2019 13:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
„Það sem ég held að sé langsamlega mikilvægast í þessu máli og algjört grundvallaratriði er að skoða umhverfisáhrifin gaumgæfilega. Það er eins með þetta og öll önnur stór framkvæmdaverkefni að það þarf að skoða vel allt sem snýr að umhverfi og náttúru,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, um hugmyndir um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að ráðherrann vildi ekki tjá sig um málið. Guðmundur leggur áherslu á að hann hafi einfaldlega ekki haft tök á því að koma í viðtal þegar eftir því var leitað skömmu fyrir páska. Aldrei hafi staðið til af sinni hálfu að neita að tjá sig. Að mati ráðherrans þarf að skoða áhrif hugsanlegra framkvæmda á alla þætti málsins. „Þar erum við að tala um áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda og mengunarhættu auk áhrifa á dýralíf, gróður, landslag, ferðaþjónustu og samfélagið. Það er auðvitað eitthvað sem þarf að gera ef undirbúningur verkefnisins heldur áfram,“ segir Guðmundur. Í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýndi Guðmundur árið 2012 áform um uppbyggingu hafnar í Finnafirði, meðal annars á þeim forsendum að hluti svæðis á náttúruminjaskrá lenti innan framkvæmdasvæðisins. „Það sem hins vegar hefur komið fram núna er að það séu ekki lengur hugmyndir um að vera inni á því svæði. Umhverfisstofnun benti á það sama og Landvernd á sínum tíma. Þannig má kannski segja að ef til vill, þó ég viti það ekki, hafi það aðhald sem þá var veitt haft þau áhrif. Það er jákvætt.“Guðmundur Ingi segir að það verði alltaf skiptar skoðanir á náttúruvernd og stórum framkvæmdum.Fréttablaðið/Anton BrinkGuðmundur segir vinnu í gangi milli ráðuneyta þar sem ákveðnir undirbúningsþættir eru skoðaðir. Hann býst við niðurstöðum úr þeirri vinnu á þessu ári. Eftirmaður Guðmundar í starfi framkvæmdastjóra Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af hugmyndunum. Verði af framkvæmdum muni þær hafa mikil og varanleg umhverfisáhrif. Hún hefur sérstakar áhyggjur af olíuslysum. Guðmundur segist taka undir með Landvernd að það sé nauðsynlegt að skoða þessa þætti alla vel og vega þá og meta. Staðsetning hafnar í Finnafirði muni hins vegar ekki ráða því hvort siglingar á norðurslóðum hefjist heldur muni loftslagsbreytingar ráða því. „Vissulega mun auknum siglingum fylgja mengunarhætta. Það er bara augljóst mál og að því þarf að hyggja. Við megum ekki gleyma því að Ísland gæti vegna staðsetningar sinnar orðið mikilvægt þegar kemur að aðgerðum ef slys verða. Hvort sem um er að ræða slys á fólki eða umhverfisslys. Sigli skipin hins vegar hér að landi þá eykst hættan á því að slys verði nær landi og inni í okkar lögsögu.“ Ráðherrann segist auðvitað vonast til þess að í framtíðinni munum við fara að sjá umhverfisvænni skip sem ekki brenni jarðefnaeldsneyti. „Þó svo það sé kannski svolítið inn í framtíðina þá er gríðarlega mikilvægt að það verði unnið að tæknibreytingum á því sviði.“ Aðspurður hvort hann skynji togstreitu milli hagsmuna náttúruverndar annars vegar og atvinnu- og byggðasjónarmiða hins vegar segir Guðmundur að það verði alltaf skiptar skoðanir á náttúruvernd og stórum framkvæmdum. „Það sem ég hef reynt að leggja áherslu á er að draga fram jákvæð áhrif náttúruverndar, bæði á náttúruna sjálfa en líka efnahagslega. Ég lét til dæmis gera rannsókn á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Hún sýndi það að fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til þessara svæða koma að meðaltali 23 krónur til baka.“ Það megi heldur ekki gleyma því að náttúruvernd sé líka ákveðin byggðaaðgerð. „Ég er allavega þeirrar skoðunar að við eigum að reyna að halda landinu okkar í byggð. Ekki bara vegna þess að ég er bóndasonur af Vesturlandi, heldur líka vegna þess að í því felast mikil verðmæti.“ Það sé oft á tíðum hlutverk þess fólks sem byggi þessi svæði að taka þátt í náttúruverndinni. „Ég get nefnt sem dæmi Jökulsárgljúfur sem ég heimsótti í fyrra. Þar sagði þjóðgarðsvörðurinn mér að það væru um fimmtán landverðir að vinna þar um sumarið og þeir væru nær allir úr sveitinni.“ Þá sé ráðuneytið í samstarfi við landshlutasambönd sveitarfélaga um rannsóknir á efnahagslegum áhrifum fyrir einstaka byggðir ef ráðist yrði í nýjar friðlýsingar í nágrenni þeirra. Mikill vöxtur í ferðaþjónustu hafi skilað sér í meiri áhuga og skilningi á mikilvægi náttúruverndar fyrir atvinnulífið. „Samkvæmt könnunum nefna yfir 80 prósent þeirra sem koma til landsins náttúruna sem meginástæðu Íslandsferðar. Það segir okkur líka að við þurfum að halda vel á þessum málum.“
Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Saknar samráðs um Finnafjörð Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. 25. apríl 2019 10:00 Undirrituðu samning um uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði Við undirritunina var stofnað þróunarfélag sem muni vinna að því að afla sérleyfishafa til að hefja starfsemi innan svæðisins. 11. apríl 2019 13:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Saknar samráðs um Finnafjörð Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. 25. apríl 2019 10:00
Undirrituðu samning um uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði Við undirritunina var stofnað þróunarfélag sem muni vinna að því að afla sérleyfishafa til að hefja starfsemi innan svæðisins. 11. apríl 2019 13:35