Barcelona vann nauman sigur á Ademar León í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en þeir unnu með tveggja marka mun 32-30 eftir að hafa leitt 16-13 í hálfleik.
Barcelona spilaði erfiðan leik í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið og rúllaði því liðinu vel í kvöld.
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Börsunga sem hafa unnið 24 leiki í deildinni þennan veturinn og gert eitt jafntefli í þeim 25 leikjum sem þeir hafa spilað.
Sænsku meistararnir í Kristianstad eru óvænt lentir undir gegn Alingsås í undanúrslitum sænska boltans eftir 24-22 tap í fyrsta viðureign liðanna í kvöld.
Ólafur Guðmundsson var markahæstur Íslendinganna með fjögur mörk en Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk. Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað.
Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Savehof eru einnig lentir undir gegn Skövde í hinni undanúrslitaviðureigninni. Savehöf tapaði fyrsta leiknum með einu marki, 30-29.
Naumt hjá Barcelona og tap hjá Íslendingaliðunum í Svíþjóð
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn