Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 17:53 Úr myndbandi Landhelgisgæslunnar þar sem sjá má skipverja kasta fiski fyrir borð. Skjáskot Landhelgisgæslan náði myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Fiskistofa er með málið til skoðunar. Í spilaranum hér í fréttinni má sjá myndskeið af skipverjum fiskibáts að störfum og augljóst að verið er að henda fiski frá borði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um málið segir að skipstjórar fiskibátanna eigi yfir höfði sér kæru vegna athæfisins.„Það er greinilegt að þarna er um brottkast að ræða. Ólöglegt brottkast sem við munum rannsaka nánar,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Landhelgisgæslan, sem sinnir reglulega löggæslu á hafi, náði atvikinu á öflugan myndavélabúnað sinn sem er í flugvélinni TF-SIF. Með honum hefur áhöfnin aukna getu til að fylgjast með fiskveiðum úr töluverðri hæð.Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2„Við lítum áþetta mál mjög alvarlegum augum. Þarna er um að ræða grófa aðför að auðlindinni. Svo ekki sé talað um náttúruvernd og þau sjónarmið sem þar kunnu að vera uppi. Þetta er málefni sem við munum reyna eftir fremsta megni að fylgja fast eftir.“ Georg segir Fiskistofu og Gæsluna hafa aukið samstarf sitt í von um að geta fylgst betur með veiðum í kringum landið. Samkvæmt lögum er það hlutverk Landhelgisgæslunnar að sinna löggæslu og eftirliti á hafsvæðinu kringum Ísland. „Við gerum það með flugvél og dróna, með varðskipum og bátum. Þannig aðþetta er eitt af okkar stóru verkefnum,“ segir Georg.Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu.Skjáskot/Stöð 2Málið er til rannsóknar hjá Fiskistofu. Eftir fréttaumfjöllun í lok árs 2017 um meint brottkast áhafnar frystitogarans Kleifarbergs sætti Fiskistofa mikilli gagnrýnni fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og eftirliti nægilega vel. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir málið í skoðun, kanna þurfi hvort hægt sé að hefja stjórnsýslumál á hendur þessum aðilum byggt á myndbandinu. „Það er mjög erfitt að sanna brottkast, já. Við verðum að vera með mjög góð og áreiðanleg gögn til að geta byggt svoleiðis mál á. Já, þau eru flókin,“ segir Eyþór. Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. 22. janúar 2019 12:00 Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Landhelgisgæslan náði myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Fiskistofa er með málið til skoðunar. Í spilaranum hér í fréttinni má sjá myndskeið af skipverjum fiskibáts að störfum og augljóst að verið er að henda fiski frá borði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um málið segir að skipstjórar fiskibátanna eigi yfir höfði sér kæru vegna athæfisins.„Það er greinilegt að þarna er um brottkast að ræða. Ólöglegt brottkast sem við munum rannsaka nánar,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Landhelgisgæslan, sem sinnir reglulega löggæslu á hafi, náði atvikinu á öflugan myndavélabúnað sinn sem er í flugvélinni TF-SIF. Með honum hefur áhöfnin aukna getu til að fylgjast með fiskveiðum úr töluverðri hæð.Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2„Við lítum áþetta mál mjög alvarlegum augum. Þarna er um að ræða grófa aðför að auðlindinni. Svo ekki sé talað um náttúruvernd og þau sjónarmið sem þar kunnu að vera uppi. Þetta er málefni sem við munum reyna eftir fremsta megni að fylgja fast eftir.“ Georg segir Fiskistofu og Gæsluna hafa aukið samstarf sitt í von um að geta fylgst betur með veiðum í kringum landið. Samkvæmt lögum er það hlutverk Landhelgisgæslunnar að sinna löggæslu og eftirliti á hafsvæðinu kringum Ísland. „Við gerum það með flugvél og dróna, með varðskipum og bátum. Þannig aðþetta er eitt af okkar stóru verkefnum,“ segir Georg.Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu.Skjáskot/Stöð 2Málið er til rannsóknar hjá Fiskistofu. Eftir fréttaumfjöllun í lok árs 2017 um meint brottkast áhafnar frystitogarans Kleifarbergs sætti Fiskistofa mikilli gagnrýnni fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og eftirliti nægilega vel. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir málið í skoðun, kanna þurfi hvort hægt sé að hefja stjórnsýslumál á hendur þessum aðilum byggt á myndbandinu. „Það er mjög erfitt að sanna brottkast, já. Við verðum að vera með mjög góð og áreiðanleg gögn til að geta byggt svoleiðis mál á. Já, þau eru flókin,“ segir Eyþór.
Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. 22. janúar 2019 12:00 Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58
Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. 22. janúar 2019 12:00
Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 28. janúar 2019 06:00