Strandaglópur sem pantaði þó aldrei með SAS Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 09:00 Þúsundir ferðalanga eru í vandræðum vegna verkfalls flugmanna SAS, til að mynda þessi hópur á Gardemoen í Osló. EPA/OLE BERG RUSTEN Rúmlega 1400 flugmenn SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku lögðu niður störf í gærkvöldi eftir að kjaraviðræður þeirra runnu út í sandinn. Búið er að fella niður um 70% af öllum ferðum flugfélagsins en SAS áætlar að vinnustöðvunin kunni að hafa áhrif á rúmlega 170 þúsund farþega um helgina. Einn þessara farþega er Gunnar Ingi Magnússon, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Hann var ásamt kærustu sinni á heimleið frá Spáni, með viðkomu í Brussel, en endaði nokkuð óvænt á Heathrow-flugvelli í Lundúnum vegna verkfallsins - þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni bókað flug með SAS. „Ég held að ég hafi aldrei séð annan eins mannfjölda á Heathrow, það er allt troðið,“ segir Gunnar. Hann útskýrir fyrir blaðamanni að ætlunin hafi verið að fljúga með Brussel Airlines frá Bilbao til Kaupmannahafnar með stuttu stoppi í Brussel. Þegar til Belgíu var komið í gærkvöldi hafi hann hins vegar fengið þau skilaboð að vélin áfram til Kaupmannahafnar væri fullbókuð. Honum var því komið fyrir á hóteli í Brussel og útvegað annað flug sem fara átti í morgun. Sú flugferð var hins vegar með SAS.Gunnar Ingi Magnússon.Vonar að tengdó hagi sér „Upp úr miðnætti fáum við svo SMS um að búið sé að fella niður flugið okkar með SAS frá Brussel til Kaupmannahafnar,“ segir Gunnar og bætir við að leit þeirra að flugi til Danmerkur hafi ekki neinn árangur borið. „Allt flug var uppbókað, væntanlega vegna þess að allir voru að reyna að bjarga sér í næstu ferð eftir aflýsingar SAS.“ Það kom sér illa að sögn Gunnars. Hann hafi ætlað sér að taka á móti gestum í dag, sem höfðu í hyggju að gista í íbúð hans í Kaupmannahöfn. „Nú eru þau hins vegar eftirlitslaus í íbúðinni, ég efast samt um að tengdó sé búinn að rústa einhverju,“ segir Gunnar léttur í bragði. Hann segist því hafa hringt beint í skrifstofu Brussel Airlines sem í fyrstu sagðist lítið geta liðsinnt honum. „Eftir að hafa hnakkrifist í um hálftíma fann starfsmaður flugfélagsins hins vegar, greinilega fyrir algjöra tilviljun, flug fyrir okkur heim,“ segir Gunnar. Það hafi verið með British Airways í gegnum Lundúnir eldsnemma í morgun. Þrátt fyrir lítinn svefn segist Gunnar hafa stokkið á tilboðið. „Það sem átti að vera hugguleg nótt á hótelherbergi endaði í katastrófu og svefnleysi. Við lifum með því,“ segir Gunnar.Fjölmörg flug hafa verið felld niður til Kastrup í dag, þar sem þessi tilkynningaskjár tók á móti ferðalöngum.EPA/Philip DavaliTilbúnir í langt verkfall Þau voru því komin á Heathrow á sjötta tímanum í morgun og segir Gunnar ljóst að fleiri séu í sömu stöðu og þau. Flugvöllunni sé sneisafullur af fólki, þar með talið heilum haug af Dönum sem eru reyna að bjarga sér heim. Það gæti þó gengið brösulega að sögn Gunnars enda hafi þeim reynst erfitt að finna flug til Danmerkur. Gunnar sér þó fram á að komast til Kaupmannahafnar í dag, til stendur að flugið hans taki á loft frá Heathrow núna á tíunda tímanum. Þrátt fyrir langt ferðalag og óvæntar hremmingar segist Gunnar nokkuð brattur. „Ég bókaði ekki einu sinni flug með SAS en lenti samt í þeim. Það er frekar fyndið.“ SAS segist í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í dag vonast til að hægt verði að hefja samningaviðræður við flugmenn sem allra fyrst. Launakröfur þeirra séu hins vegar ennþá of háar, en þeir krefast um 13% launahækkunar. Flugmennirnir segja það skýrast af óæskilegum vinnuskilyrðum þeirra. Verði þau ekki löguð séu þeir tilbúnir í langt verkfall. Fréttir af flugi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Rúmlega 1400 flugmenn SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku lögðu niður störf í gærkvöldi eftir að kjaraviðræður þeirra runnu út í sandinn. Búið er að fella niður um 70% af öllum ferðum flugfélagsins en SAS áætlar að vinnustöðvunin kunni að hafa áhrif á rúmlega 170 þúsund farþega um helgina. Einn þessara farþega er Gunnar Ingi Magnússon, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Hann var ásamt kærustu sinni á heimleið frá Spáni, með viðkomu í Brussel, en endaði nokkuð óvænt á Heathrow-flugvelli í Lundúnum vegna verkfallsins - þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni bókað flug með SAS. „Ég held að ég hafi aldrei séð annan eins mannfjölda á Heathrow, það er allt troðið,“ segir Gunnar. Hann útskýrir fyrir blaðamanni að ætlunin hafi verið að fljúga með Brussel Airlines frá Bilbao til Kaupmannahafnar með stuttu stoppi í Brussel. Þegar til Belgíu var komið í gærkvöldi hafi hann hins vegar fengið þau skilaboð að vélin áfram til Kaupmannahafnar væri fullbókuð. Honum var því komið fyrir á hóteli í Brussel og útvegað annað flug sem fara átti í morgun. Sú flugferð var hins vegar með SAS.Gunnar Ingi Magnússon.Vonar að tengdó hagi sér „Upp úr miðnætti fáum við svo SMS um að búið sé að fella niður flugið okkar með SAS frá Brussel til Kaupmannahafnar,“ segir Gunnar og bætir við að leit þeirra að flugi til Danmerkur hafi ekki neinn árangur borið. „Allt flug var uppbókað, væntanlega vegna þess að allir voru að reyna að bjarga sér í næstu ferð eftir aflýsingar SAS.“ Það kom sér illa að sögn Gunnars. Hann hafi ætlað sér að taka á móti gestum í dag, sem höfðu í hyggju að gista í íbúð hans í Kaupmannahöfn. „Nú eru þau hins vegar eftirlitslaus í íbúðinni, ég efast samt um að tengdó sé búinn að rústa einhverju,“ segir Gunnar léttur í bragði. Hann segist því hafa hringt beint í skrifstofu Brussel Airlines sem í fyrstu sagðist lítið geta liðsinnt honum. „Eftir að hafa hnakkrifist í um hálftíma fann starfsmaður flugfélagsins hins vegar, greinilega fyrir algjöra tilviljun, flug fyrir okkur heim,“ segir Gunnar. Það hafi verið með British Airways í gegnum Lundúnir eldsnemma í morgun. Þrátt fyrir lítinn svefn segist Gunnar hafa stokkið á tilboðið. „Það sem átti að vera hugguleg nótt á hótelherbergi endaði í katastrófu og svefnleysi. Við lifum með því,“ segir Gunnar.Fjölmörg flug hafa verið felld niður til Kastrup í dag, þar sem þessi tilkynningaskjár tók á móti ferðalöngum.EPA/Philip DavaliTilbúnir í langt verkfall Þau voru því komin á Heathrow á sjötta tímanum í morgun og segir Gunnar ljóst að fleiri séu í sömu stöðu og þau. Flugvöllunni sé sneisafullur af fólki, þar með talið heilum haug af Dönum sem eru reyna að bjarga sér heim. Það gæti þó gengið brösulega að sögn Gunnars enda hafi þeim reynst erfitt að finna flug til Danmerkur. Gunnar sér þó fram á að komast til Kaupmannahafnar í dag, til stendur að flugið hans taki á loft frá Heathrow núna á tíunda tímanum. Þrátt fyrir langt ferðalag og óvæntar hremmingar segist Gunnar nokkuð brattur. „Ég bókaði ekki einu sinni flug með SAS en lenti samt í þeim. Það er frekar fyndið.“ SAS segist í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í dag vonast til að hægt verði að hefja samningaviðræður við flugmenn sem allra fyrst. Launakröfur þeirra séu hins vegar ennþá of háar, en þeir krefast um 13% launahækkunar. Flugmennirnir segja það skýrast af óæskilegum vinnuskilyrðum þeirra. Verði þau ekki löguð séu þeir tilbúnir í langt verkfall.
Fréttir af flugi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira