Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2019 13:46 Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. Vísir/getty „Velkominn til leiks, Sybbni-Jói. Ég vona bara að þú sért gæddur þeim gáfum, sem lengi hefur verið efast um, sem þurfa til að heyja árangursríka baráttu í forvalinu.“ Svona hljóma upphafsorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tísti sem hann birti í dag skömmu eftir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna.Sjá nánar: Býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi „Þetta verður andstyggilegt – þú munt þurfa að kljást við fólk sem í raun og sanni hefur sjúkar og vitstola hugmyndir. En ef þú hefur þetta af og ferð með sigur af hólmi þá sé ég þig við rásmarkið.“Welcome to the race Sleepy Joe. I only hope you have the intelligence, long in doubt, to wage a successful primary campaign. It will be nasty - you will be dealing with people who truly have some very sick & demented ideas. But if you make it, I will see you at the Starting Gate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2019 Biden tilkynnti um framboð sitt í myndbandi sem hann birti í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að sjálf grunngildi Bandaríkjanna væru í húfi. Trump hefði teflt í tvísýnu stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Allt sem áður hefði einkennt Bandaríkin væri í húfi í forsetakosningunum árið 2020. „Ég trúi því að þegar fram líða stundir og við lítum um öxl verður forsetatíð Donalds Trump og allt sem hann stendur fyrir álitið viðurstyggilegt augnablik í sögunni en ef við gefum Trump átta ár í Hvíta húsinu þá mun honum takast að gjörbreyta karakter þjóðarinnar til framtíðar; breyta því hver við erum. Ég get ekki setið hjá og leyft því að gerast,“ sagði Biden í myndbandinu. Þegar hafa 19 demókratar tilkynnt um framboð sitt. Biden, Kamala Harris og Bernie Sanders eru talin afar sigurstrangleg en samkvæmt könnunum trónar Biden á toppnum.I believe it will be Crazy Bernie Sanders vs. Sleepy Joe Biden as the two finalists to run against maybe the best Economy in the history of our Country (and MANY other great things)! I look forward to facing whoever it may be. May God Rest Their Soul! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2019 Í síðustu viku viðurkenndi Trump að Biden væri líklegur til að etja kappi við sig um forsetastólinn. „Ég held að það verði annað hvort klikkaði Bernie Sanders eða Sybbni-Jói sem munu berjast um útefningu flokksins til að keppa við mögulega besta efnahagsástand í sögu lansdins (og marga aðra frábæra hluti!). Ég hlakka til að mæta hverjum þeim sem verður fyrir valinu. Megi Guð geyma þá“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
„Velkominn til leiks, Sybbni-Jói. Ég vona bara að þú sért gæddur þeim gáfum, sem lengi hefur verið efast um, sem þurfa til að heyja árangursríka baráttu í forvalinu.“ Svona hljóma upphafsorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tísti sem hann birti í dag skömmu eftir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna.Sjá nánar: Býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi „Þetta verður andstyggilegt – þú munt þurfa að kljást við fólk sem í raun og sanni hefur sjúkar og vitstola hugmyndir. En ef þú hefur þetta af og ferð með sigur af hólmi þá sé ég þig við rásmarkið.“Welcome to the race Sleepy Joe. I only hope you have the intelligence, long in doubt, to wage a successful primary campaign. It will be nasty - you will be dealing with people who truly have some very sick & demented ideas. But if you make it, I will see you at the Starting Gate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2019 Biden tilkynnti um framboð sitt í myndbandi sem hann birti í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að sjálf grunngildi Bandaríkjanna væru í húfi. Trump hefði teflt í tvísýnu stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Allt sem áður hefði einkennt Bandaríkin væri í húfi í forsetakosningunum árið 2020. „Ég trúi því að þegar fram líða stundir og við lítum um öxl verður forsetatíð Donalds Trump og allt sem hann stendur fyrir álitið viðurstyggilegt augnablik í sögunni en ef við gefum Trump átta ár í Hvíta húsinu þá mun honum takast að gjörbreyta karakter þjóðarinnar til framtíðar; breyta því hver við erum. Ég get ekki setið hjá og leyft því að gerast,“ sagði Biden í myndbandinu. Þegar hafa 19 demókratar tilkynnt um framboð sitt. Biden, Kamala Harris og Bernie Sanders eru talin afar sigurstrangleg en samkvæmt könnunum trónar Biden á toppnum.I believe it will be Crazy Bernie Sanders vs. Sleepy Joe Biden as the two finalists to run against maybe the best Economy in the history of our Country (and MANY other great things)! I look forward to facing whoever it may be. May God Rest Their Soul! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2019 Í síðustu viku viðurkenndi Trump að Biden væri líklegur til að etja kappi við sig um forsetastólinn. „Ég held að það verði annað hvort klikkaði Bernie Sanders eða Sybbni-Jói sem munu berjast um útefningu flokksins til að keppa við mögulega besta efnahagsástand í sögu lansdins (og marga aðra frábæra hluti!). Ég hlakka til að mæta hverjum þeim sem verður fyrir valinu. Megi Guð geyma þá“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42
Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00