Ósvífni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. apríl 2019 10:00 Almenningur í landinu hefur sannarlega búið ansi lengi við það að launahækkanir renni beint út í verðlagið og verði að engu. Forsvarsmenn fyrirtækja sem kokhraustir hafa undanfarið tilkynnt um verðhækkanir á vörum sínum virðast sannfærðir um að þeir komist upp með þær. Sennilega hafa þeir í huga að svona hafi þetta nú lengi verið og þannig skuli það áfram vera. Kjarasamningar sem miða að því að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa skulu gerðir að engu. Ósvífnin er algjör. Það er einkennilegt að þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja skella sér í hækkanir á vörum sínum virðast alls ekki hafa neytendur í huga. Það er eins og þeir líti á neytendur sem viljalausa einstaklinga sem láti bjóða sér allt. Sannarlega er ekki hægt að ætlast til að allir forsvarsmenn fyrirtækja starfi eins og hinn knái framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sem hefur talað máli neytenda svo hraustlega að þeim forstjórum sem hafa græðgishugsun að leiðarljósi þykir nóg um, meðan almenningur í landinu tekur erindi hans fagnandi. IKEA nýtur velvilja meðal almennings og það er ekki síst Þórarni að þakka. Það á ekki að vera sjálfsagt mál að sprengja upp verð til þess eins að græða sem mest. Fyrirtæki sem það gera fá ekki á sig gott orð, þótt þar á bæjum hagi menn sér eins og þeir telji sig geta komist upp með hvað sem er. Neytendavitund er blessunarlega að aukast meðal þjóðarinnar. Þar hefur fólk eins og Þórarinn Ævarsson lagt sitt af mörkum. Ef fyrirtæki vilja að fólk nýti sér þjónustu þeirra verða þau að ávinna sér traust. Sum fyrirtæki kæra sig greinilega lítt um það en viðhorfið kann að breytast fari almenningur að sniðganga vörur þeirra. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur ekki útilokað að hvatt verði til þess. Það þarf þó ekki slíka forystu til, almenningur er fullkomlega fær um að taka málin í eigin hendur og beina viðskiptum frá fyrirtækjum sem láta sér á sama standa um hag neytenda. Fyrirtæki eiga að sýna þjónustulund. Viðhorfið til neytenda á að einkennast af velvilja í þeirra garð. Hugsunin á ekki að vera: Hversu mikið getum við nú komist upp með að okra á viðskiptavinum? Vitaskuld verða forsvarsmenn fyrirtækja að huga að hagnaði en það er ekki eins og eina ráðið til að ná honum sé að okra sem mest. Ef fyrirtæki vilja ná viðskiptavinum á sitt band verða þau að sýna að þeim sé umhugað um viðskiptavininn. Þar er auðurinn. Hótanir um verðhækkanir vegna skynsamlegra kjarasamninga lýsa nákvæmlega engri umhyggju. Þetta eru kjarasamningar sem byggja á því að hafa hemil á verðbólgudraugnum og eiga að stuðla að því að kaupmáttur aukist. Það er mikilvægt að um þessa kjarasamninga ríki sátt. En þá hefst vein frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem telja launahækkanir of miklar. Svo má velta því fyrir sér hvort stórfyrirtæki sem treysta sér ekki til að borga starfsmönnum mannsæmandi laun eigi ekki bara að loka. Sómakennd einkennir allavega ekki rekstur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Almenningur í landinu hefur sannarlega búið ansi lengi við það að launahækkanir renni beint út í verðlagið og verði að engu. Forsvarsmenn fyrirtækja sem kokhraustir hafa undanfarið tilkynnt um verðhækkanir á vörum sínum virðast sannfærðir um að þeir komist upp með þær. Sennilega hafa þeir í huga að svona hafi þetta nú lengi verið og þannig skuli það áfram vera. Kjarasamningar sem miða að því að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa skulu gerðir að engu. Ósvífnin er algjör. Það er einkennilegt að þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja skella sér í hækkanir á vörum sínum virðast alls ekki hafa neytendur í huga. Það er eins og þeir líti á neytendur sem viljalausa einstaklinga sem láti bjóða sér allt. Sannarlega er ekki hægt að ætlast til að allir forsvarsmenn fyrirtækja starfi eins og hinn knái framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sem hefur talað máli neytenda svo hraustlega að þeim forstjórum sem hafa græðgishugsun að leiðarljósi þykir nóg um, meðan almenningur í landinu tekur erindi hans fagnandi. IKEA nýtur velvilja meðal almennings og það er ekki síst Þórarni að þakka. Það á ekki að vera sjálfsagt mál að sprengja upp verð til þess eins að græða sem mest. Fyrirtæki sem það gera fá ekki á sig gott orð, þótt þar á bæjum hagi menn sér eins og þeir telji sig geta komist upp með hvað sem er. Neytendavitund er blessunarlega að aukast meðal þjóðarinnar. Þar hefur fólk eins og Þórarinn Ævarsson lagt sitt af mörkum. Ef fyrirtæki vilja að fólk nýti sér þjónustu þeirra verða þau að ávinna sér traust. Sum fyrirtæki kæra sig greinilega lítt um það en viðhorfið kann að breytast fari almenningur að sniðganga vörur þeirra. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur ekki útilokað að hvatt verði til þess. Það þarf þó ekki slíka forystu til, almenningur er fullkomlega fær um að taka málin í eigin hendur og beina viðskiptum frá fyrirtækjum sem láta sér á sama standa um hag neytenda. Fyrirtæki eiga að sýna þjónustulund. Viðhorfið til neytenda á að einkennast af velvilja í þeirra garð. Hugsunin á ekki að vera: Hversu mikið getum við nú komist upp með að okra á viðskiptavinum? Vitaskuld verða forsvarsmenn fyrirtækja að huga að hagnaði en það er ekki eins og eina ráðið til að ná honum sé að okra sem mest. Ef fyrirtæki vilja ná viðskiptavinum á sitt band verða þau að sýna að þeim sé umhugað um viðskiptavininn. Þar er auðurinn. Hótanir um verðhækkanir vegna skynsamlegra kjarasamninga lýsa nákvæmlega engri umhyggju. Þetta eru kjarasamningar sem byggja á því að hafa hemil á verðbólgudraugnum og eiga að stuðla að því að kaupmáttur aukist. Það er mikilvægt að um þessa kjarasamninga ríki sátt. En þá hefst vein frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem telja launahækkanir of miklar. Svo má velta því fyrir sér hvort stórfyrirtæki sem treysta sér ekki til að borga starfsmönnum mannsæmandi laun eigi ekki bara að loka. Sómakennd einkennir allavega ekki rekstur þeirra.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun