Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2019 18:32 Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur nú að því að koma nýju lággjaldaflugfélagi á laggirnar. Fréttablaðið/Jón Sigurður Eyjólfsson Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi.Í gær greindi Hreiðar frá því að leiðaráætlun fyrir flugfélagið hefði verið teiknuð upp, reiknað væri með að hefja flug til Kaupmannahafnar og London, tveggja áfangastaði í Þýskalandi og Alicante og Tenerife á Spáni. Fyrrverandi starfsfólk WOW air stendur meðal annars að stofnun félagsins með Hreiðari, þó ekki Skúli Mogensen, stofnandi WOW air.Í samtali við Reykjavík síðdegis í dag sagði Hreiðar að undirbúningsvinnan gengi mjög vel og frá því að fregnir bárust af því hversu langt undirbúningur hins nýja flugfélags, sem gengur undir vinnuheitinu Air Stracta, væri kominn hafi síminn og tölvupóstinnhólfið vart stoppað vegna áhugasamra aðila.Er þetta klappað og kárt, eru vélarnar frá ykkur að fara í loftið?„Þær eru ekki að fara í loftið. Það rennur mikið vatn til sjávar áður,“ sagði Hreiðar hlæjandi. Eftir væri vinna við að klára viðskiptaáætlun, öflun fjármagns, flugrekstrarleyfis og samtal við eftirlitsaðila svo dæmi séu tekin. Hann er þó bjartsýnn á að allt gangi vel og að flugfélagið verði stofnað.„Núna fyrir tiltölulega stuttu síðan tölvupóstur frá erlendu flugfélagi sem vill kaupa helminginn af öllu hlutafénu. Ég legg ekki meira á þig. Maður er eiginlega hér um bil bara í losti,“ sagði Hreiðar.Lítið að sækja í þrotabú WOW air fyrir nýtt flugfélag Hann segir að ferlið allt við að stofna flugfélag sé mun opnara en hann gerði ráð fyrir í fyrstu. Aðilar úr Austur-Evrópu hafi haft samband við hann um leigu á flugvélum, möguleiki sé á því að sækja um flugrekstrarleyfi frá öðrum ríkjum takist það ekki hér landi svo dæmi séu tekin.„Hvað opnast mikið af samböndum á 24 tímum er með hreinum ólíkindum,“ segir Hreiðar sem bendir á að hann hafi verið rekstri í nærri hálfa öld þó hann hafi ekki komið beint að flugrekstri áður.Ýmsir hafa haft áhuga á því sem kann að leynast í þrotabúi WOW air með það í augsýn að reisa nýtt flugfélag á grunni WOW air. Þrátt fyrir að Hreiðar sé með fjölda fyrrverandi starfsfólks WOW air í liði með sér segir hann lítið að sækja í þrotabúið fyrir hið nýja flugfélag.„Það virðist ekki vera að það sé áhugavert, því miður,“ segir Hreiðar um þrotabúið. Hann getur ekki sagt til hvenær fyrsta flugið verði farið.„Eins og staðan er núna lítur það allt betur út núna varðandi hlutafjársöfnun en ég þorði að vona,“ segir Hreiðar. „Ef að það lítur mjög vel þá verður sennilega farið með fjórar vélar í loftið í fyrstu en ekki tólf.“En af hverju er Hreiðar að standa í þessu?„Ég geri þetta vegna þess að þetta er algjört lykilatriði fyrir þjóðina í heild sinni. Að það sé meira framboð af flugi,“ segir Hreiðar en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur að því að stofna lággjaldaflugfélag. 24. apríl 2019 06:15 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi.Í gær greindi Hreiðar frá því að leiðaráætlun fyrir flugfélagið hefði verið teiknuð upp, reiknað væri með að hefja flug til Kaupmannahafnar og London, tveggja áfangastaði í Þýskalandi og Alicante og Tenerife á Spáni. Fyrrverandi starfsfólk WOW air stendur meðal annars að stofnun félagsins með Hreiðari, þó ekki Skúli Mogensen, stofnandi WOW air.Í samtali við Reykjavík síðdegis í dag sagði Hreiðar að undirbúningsvinnan gengi mjög vel og frá því að fregnir bárust af því hversu langt undirbúningur hins nýja flugfélags, sem gengur undir vinnuheitinu Air Stracta, væri kominn hafi síminn og tölvupóstinnhólfið vart stoppað vegna áhugasamra aðila.Er þetta klappað og kárt, eru vélarnar frá ykkur að fara í loftið?„Þær eru ekki að fara í loftið. Það rennur mikið vatn til sjávar áður,“ sagði Hreiðar hlæjandi. Eftir væri vinna við að klára viðskiptaáætlun, öflun fjármagns, flugrekstrarleyfis og samtal við eftirlitsaðila svo dæmi séu tekin. Hann er þó bjartsýnn á að allt gangi vel og að flugfélagið verði stofnað.„Núna fyrir tiltölulega stuttu síðan tölvupóstur frá erlendu flugfélagi sem vill kaupa helminginn af öllu hlutafénu. Ég legg ekki meira á þig. Maður er eiginlega hér um bil bara í losti,“ sagði Hreiðar.Lítið að sækja í þrotabú WOW air fyrir nýtt flugfélag Hann segir að ferlið allt við að stofna flugfélag sé mun opnara en hann gerði ráð fyrir í fyrstu. Aðilar úr Austur-Evrópu hafi haft samband við hann um leigu á flugvélum, möguleiki sé á því að sækja um flugrekstrarleyfi frá öðrum ríkjum takist það ekki hér landi svo dæmi séu tekin.„Hvað opnast mikið af samböndum á 24 tímum er með hreinum ólíkindum,“ segir Hreiðar sem bendir á að hann hafi verið rekstri í nærri hálfa öld þó hann hafi ekki komið beint að flugrekstri áður.Ýmsir hafa haft áhuga á því sem kann að leynast í þrotabúi WOW air með það í augsýn að reisa nýtt flugfélag á grunni WOW air. Þrátt fyrir að Hreiðar sé með fjölda fyrrverandi starfsfólks WOW air í liði með sér segir hann lítið að sækja í þrotabúið fyrir hið nýja flugfélag.„Það virðist ekki vera að það sé áhugavert, því miður,“ segir Hreiðar um þrotabúið. Hann getur ekki sagt til hvenær fyrsta flugið verði farið.„Eins og staðan er núna lítur það allt betur út núna varðandi hlutafjársöfnun en ég þorði að vona,“ segir Hreiðar. „Ef að það lítur mjög vel þá verður sennilega farið með fjórar vélar í loftið í fyrstu en ekki tólf.“En af hverju er Hreiðar að standa í þessu?„Ég geri þetta vegna þess að þetta er algjört lykilatriði fyrir þjóðina í heild sinni. Að það sé meira framboð af flugi,“ segir Hreiðar en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur að því að stofna lággjaldaflugfélag. 24. apríl 2019 06:15 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur að því að stofna lággjaldaflugfélag. 24. apríl 2019 06:15
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28