Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. apríl 2019 19:15 Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. Nokkrar vikur eru síðan skiptastjórar þrotabúsins sögðu mikilvægt að selja rekstrarhlutann sem fyrst til að koma í veg fyrir að hann rýrnaði. Nokkrar vikur eru síðan kom fram að Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW Air ásamt lykilstarfsmönnum hugðist endurvekja rekstur félagsins og kaupa hann út úr þrotabúi félagsins. Skiptastjórar WOW Air búsins sögðu fyrir nokkrum vikum að mikil tímapressa væri á þeim sem vildu kaupa rekstrarhlutann og það kæmi í ljós á allra næstu dögum hvort WOW yrði endurreist. Engar fregnir hafa hins vegar borist um að Skúla og félögum hafi tekist að safna nægu fé til að endurreisa félagið. Í dag þegar fréttastofa hafði samband sagðist Skúli ekki hafa neitt um málið að segja.Flugvél WOW air safnaði snjó á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelmForstjóri Samgöngustofu tekur undir að verðmæti í rekstrarhluta í WOW AIR þrotabúinu úreldist fljótt en þá er til dæmis um að ræða bókunarkerfi, samningamál og flugafgreiðslutímar. „Efnislegar eignir eins og merktar flugvélar, flughæfni, viðhaldssamningar, flugmannaðgengi og þjónustuhandbækur og fleira er flokkað undir verðmæti að það hefði tekist eða gæti tekist að fara yfir í nýtt félag með sama mannskap, sama slott á flugvöllum og fleira þá felur slíkt í sér efnisleg verðmæti en svona lagað úreldist bara mjög hratt,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Við fall WOW Air var flugrekstrarleyfi félagsins skilað til Samgöngustofu en það tekur um þrjá mánuði að fá slíkt leyfi. Þórólfur segir að ef fyrirætlanir um endurreisn flugfélagsins takist þrátt fyrir tímarammann ætti ekki að taka langan tíma að fá leyfið. Það sé hins vegar háð því að sami mannskapur, samningar og eignir séu til staðar og var hjá WOW air. „Ef og þegar vel undirbúnar umsóknir berast þá er hugsanlega hægt að afgreiða flugrekstrarleyfið á styttri tíma en þremur mánuðum.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun. 24. apríl 2019 06:15 Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Sjá meira
Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. Nokkrar vikur eru síðan skiptastjórar þrotabúsins sögðu mikilvægt að selja rekstrarhlutann sem fyrst til að koma í veg fyrir að hann rýrnaði. Nokkrar vikur eru síðan kom fram að Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW Air ásamt lykilstarfsmönnum hugðist endurvekja rekstur félagsins og kaupa hann út úr þrotabúi félagsins. Skiptastjórar WOW Air búsins sögðu fyrir nokkrum vikum að mikil tímapressa væri á þeim sem vildu kaupa rekstrarhlutann og það kæmi í ljós á allra næstu dögum hvort WOW yrði endurreist. Engar fregnir hafa hins vegar borist um að Skúla og félögum hafi tekist að safna nægu fé til að endurreisa félagið. Í dag þegar fréttastofa hafði samband sagðist Skúli ekki hafa neitt um málið að segja.Flugvél WOW air safnaði snjó á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelmForstjóri Samgöngustofu tekur undir að verðmæti í rekstrarhluta í WOW AIR þrotabúinu úreldist fljótt en þá er til dæmis um að ræða bókunarkerfi, samningamál og flugafgreiðslutímar. „Efnislegar eignir eins og merktar flugvélar, flughæfni, viðhaldssamningar, flugmannaðgengi og þjónustuhandbækur og fleira er flokkað undir verðmæti að það hefði tekist eða gæti tekist að fara yfir í nýtt félag með sama mannskap, sama slott á flugvöllum og fleira þá felur slíkt í sér efnisleg verðmæti en svona lagað úreldist bara mjög hratt,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Við fall WOW Air var flugrekstrarleyfi félagsins skilað til Samgöngustofu en það tekur um þrjá mánuði að fá slíkt leyfi. Þórólfur segir að ef fyrirætlanir um endurreisn flugfélagsins takist þrátt fyrir tímarammann ætti ekki að taka langan tíma að fá leyfið. Það sé hins vegar háð því að sami mannskapur, samningar og eignir séu til staðar og var hjá WOW air. „Ef og þegar vel undirbúnar umsóknir berast þá er hugsanlega hægt að afgreiða flugrekstrarleyfið á styttri tíma en þremur mánuðum.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun. 24. apríl 2019 06:15 Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Sjá meira
Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun. 24. apríl 2019 06:15
Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28