Formenn sáttir við þátttöku í atkvæðagreiðslum um samninga Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2019 12:00 Frá undirritun samninganna í byrjun mánaðarins. vísir/vilhelm Kjarasamningar um 110 þúsund félaga í Starfsgreinasambandinu og VR hafa verið samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu meðal 19 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var tæplega þrettán prósent en yfir tuttugu prósent hjá félagsmönnum VR. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 18 félaga af 19 um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Þátttaka var að jafnaði 12,78% í atkvæðagreiðslunni; já sögðu 80,06% en nei sögðu 17,33%. 2,61% tóku ekki afstöðu. Atkvæðarétt höfðu 36.835 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum nema einu, en í 17 af 19 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 70% atkvæða. Samningurinn á hinum almenna vinnumarkaði, sem undirritaður var 3. apríl síðast liðinn telst því samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins er sáttur við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni. „Ég held að þetta sýni eins og oft áður að ef fólk er ánægt með samningana tekur það síður þátt,“ segir Björn. En þátttakan hafi farið yfir 20 prósent í fjórum aðildarfélögum. Hann voni að forsendur samninganna standi út samningstímann. „Ég bara hvet alla til að fara ekki að fordæmi fyrirtækja sem ætla að hækka allt ef samningarnir yrðu samþykktir. Við vorum sammála um að þetta væru samningar sem fyrirtækin þyldu og þau eiga að sýna það og sanna,“ segir Björn. Meiri þátttaka hjá VR en SGS félögunum Samningarnir VR við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda voru samþykktir með rúmlega 88 prósent atkvæða. En þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 20,9 prósent gagnvart SA og 26,5 prósent gagnvart Félagi atvinnurekenda. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er sáttur við þátttökuna enda hafi þúsundir félagsmanna tekið þátt í mótun kröfugerðar með einum eða öðrum hætti. „Þannig að ég held að við séum að endurspegla vilja félagsmanna í gegnum kröfugerðina með þessum samningi. Auðvitað vildum við gera betur. Auðvitað vildum við ganga lengra í ákveðnum málum gagnvart stjórnvöldum. Auðvitað vildum við ná fleiri krónum í umslagið og svo framvegis,“ segir Ragnar Þór. Hann tekur undir með formanni Starfsgreinasambandsins í gagnrýni á þau fyrirtæki sem boði verðhækkanir vegna kjarasamninganna. „Og er að mynda ákveðna gjá í það traust sem við vorum að reyna að skapa á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna. Það verður að koma í ljós hvort þau (fyrirtækin) standa við þetta. En að sama skapi munum við bregðast mjög harkalega við ef þetta verður niðurstaðan; að hér komi einhver holskefla af verðhækkunum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Kjarasamningar um 110 þúsund félaga í Starfsgreinasambandinu og VR hafa verið samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu meðal 19 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var tæplega þrettán prósent en yfir tuttugu prósent hjá félagsmönnum VR. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 18 félaga af 19 um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Þátttaka var að jafnaði 12,78% í atkvæðagreiðslunni; já sögðu 80,06% en nei sögðu 17,33%. 2,61% tóku ekki afstöðu. Atkvæðarétt höfðu 36.835 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum nema einu, en í 17 af 19 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 70% atkvæða. Samningurinn á hinum almenna vinnumarkaði, sem undirritaður var 3. apríl síðast liðinn telst því samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins er sáttur við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni. „Ég held að þetta sýni eins og oft áður að ef fólk er ánægt með samningana tekur það síður þátt,“ segir Björn. En þátttakan hafi farið yfir 20 prósent í fjórum aðildarfélögum. Hann voni að forsendur samninganna standi út samningstímann. „Ég bara hvet alla til að fara ekki að fordæmi fyrirtækja sem ætla að hækka allt ef samningarnir yrðu samþykktir. Við vorum sammála um að þetta væru samningar sem fyrirtækin þyldu og þau eiga að sýna það og sanna,“ segir Björn. Meiri þátttaka hjá VR en SGS félögunum Samningarnir VR við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda voru samþykktir með rúmlega 88 prósent atkvæða. En þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 20,9 prósent gagnvart SA og 26,5 prósent gagnvart Félagi atvinnurekenda. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er sáttur við þátttökuna enda hafi þúsundir félagsmanna tekið þátt í mótun kröfugerðar með einum eða öðrum hætti. „Þannig að ég held að við séum að endurspegla vilja félagsmanna í gegnum kröfugerðina með þessum samningi. Auðvitað vildum við gera betur. Auðvitað vildum við ganga lengra í ákveðnum málum gagnvart stjórnvöldum. Auðvitað vildum við ná fleiri krónum í umslagið og svo framvegis,“ segir Ragnar Þór. Hann tekur undir með formanni Starfsgreinasambandsins í gagnrýni á þau fyrirtæki sem boði verðhækkanir vegna kjarasamninganna. „Og er að mynda ákveðna gjá í það traust sem við vorum að reyna að skapa á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna. Það verður að koma í ljós hvort þau (fyrirtækin) standa við þetta. En að sama skapi munum við bregðast mjög harkalega við ef þetta verður niðurstaðan; að hér komi einhver holskefla af verðhækkunum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16
Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06
Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04