Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 10:16 Framkvæmdastjóri Eflingar er ánægður með að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi verið afgerandi. Kjarasamningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 3. apríl, hefur verið samþykktur með miklum meirihluta félagsmanna í atkvæðagreiðslunni sem stóð yfir dagana 12.-23 apríl. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var þó heldur dræm eða um 10,16%. 77,07% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn en 20,59% þeirra höfnuðu honum. Þá tóku 2,34% félagsmanna á kjörskrá ekki afstöðu. Atkvæði voru bæði greidd rafrænt og á pappír utan kjörfundar að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með niðurstöðuna. Hann segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða eindreginn stuðning við nýjan kjarasamning. „Við fögnum því að það hafi náðst í gegn. Ég held það sé allra hagur að þetta sé svona eindregin niðurstaða.“ Viðar les út úr niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar að félagsmenn hafi tekið afstöðu með mjög afgerandi hætti.Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta.Vísir/vilhelmMinnir á endurskoðunarákvæðið „Við minnum líka á það í ljósi umræðunnar síðustu daga - út af hótunum um verðhækkanir og fleira - að það er mjög sterkt endurskoðunarákvæði í samningnum sem getur komið til áhrifa strax í september á næsta ári eða eftir eitt og hálft ár og ég held að með svona öflugan stuðning verkafólks að baki samningnum þá reynir á að allir sýni raunveruleg heilindi gagnvart því að framfylgja þessum samningi og anda hans.“ Verkafólk hafi axlað mikla ábyrgð með því að hafa fallist á samning sem feli í sér litla launahækkun fyrsta árið. „Við auðvitað bara skorum á alla aðila og þá bæði Samtök atvinnulífsins og ríkisvaldið að raunverulega standa sína plikt og hafa það í huga að samningurinn er uppsegjanlegur verði skilyrðum ekki mætt.“ Inntur eftir viðbrögðum um dræma kjörsókn segir Viðar að það séu ýmsar getgátur uppi um skýringar þó erfitt sé að segja til um hvers vegna þátttaka í atkvæðagreiðslunni hafi einungis verið rúm tíu prósent. „Ég bendi á að þessi kjörskrá sem þarna er notast við er mjög stór. Það er notast við víðustu mögulegu skilgreiningu á því hverjir eru á henni. Þetta eru semsagt allir sem greiddu iðgjöld til okkar og voru í þeim störfum sem falla undir þennan samning í janúar og febrúar, algjörlega óháð því hvaða starfshlutfall er um að ræða og hversu lengi fólk hefur verið í starfi. Það er ekki verið að horfa til þess hvort þetta séu svokallaðir „fullgildir meðlimir“ það er að segja þeir sem hafa óskað eftir því að fá formlega inngöngu í félagið. Það gerir það að verkum að þetta verður mjög stór kjörskrá. Þarna er fólk sem kannski var að vinna einhverja tímabundna helgarvinnu með námi eða eitthvað slíkt.“ Hefðu viljað meiri þátttöku í atkvæðagreiðslu Engu að síður hefðu þau viljað sjá betri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Það sé hluti af langtímaáætlun Eflingar að auka virkni og vitund fólks um stéttarfélagsmál. „Við höfum þegar unnið mikið starf í því á síðasta ári og það er vinna sem heldur ótrauð áfram.“ Viðar tekur þó fram að hann telji forystu Eflingar hafa staðið sig vel í því að vekja athygli félagsmanna á samningnum. Allir félagsmenn Eflingar fengu kynningarbækling á íslensku, ensku og pólsku sendan heim í pósti auk þess sem nýr kjarasamningur var kynntur á opnum fjölsóttum fundum og á vinnustöðum. „Ég held að þeir sem raunverulega vildu láta í sér heyra með því að taka afstöðu fengu tækifæri til þess og hafa bara gefið upp sína afstöðu með mjög afgerandi hætti,“ segir Viðar sem mun rýna betur í tölurnar á næstu dögum. Kjaramál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Kjarasamningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 3. apríl, hefur verið samþykktur með miklum meirihluta félagsmanna í atkvæðagreiðslunni sem stóð yfir dagana 12.-23 apríl. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var þó heldur dræm eða um 10,16%. 77,07% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn en 20,59% þeirra höfnuðu honum. Þá tóku 2,34% félagsmanna á kjörskrá ekki afstöðu. Atkvæði voru bæði greidd rafrænt og á pappír utan kjörfundar að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með niðurstöðuna. Hann segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða eindreginn stuðning við nýjan kjarasamning. „Við fögnum því að það hafi náðst í gegn. Ég held það sé allra hagur að þetta sé svona eindregin niðurstaða.“ Viðar les út úr niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar að félagsmenn hafi tekið afstöðu með mjög afgerandi hætti.Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta.Vísir/vilhelmMinnir á endurskoðunarákvæðið „Við minnum líka á það í ljósi umræðunnar síðustu daga - út af hótunum um verðhækkanir og fleira - að það er mjög sterkt endurskoðunarákvæði í samningnum sem getur komið til áhrifa strax í september á næsta ári eða eftir eitt og hálft ár og ég held að með svona öflugan stuðning verkafólks að baki samningnum þá reynir á að allir sýni raunveruleg heilindi gagnvart því að framfylgja þessum samningi og anda hans.“ Verkafólk hafi axlað mikla ábyrgð með því að hafa fallist á samning sem feli í sér litla launahækkun fyrsta árið. „Við auðvitað bara skorum á alla aðila og þá bæði Samtök atvinnulífsins og ríkisvaldið að raunverulega standa sína plikt og hafa það í huga að samningurinn er uppsegjanlegur verði skilyrðum ekki mætt.“ Inntur eftir viðbrögðum um dræma kjörsókn segir Viðar að það séu ýmsar getgátur uppi um skýringar þó erfitt sé að segja til um hvers vegna þátttaka í atkvæðagreiðslunni hafi einungis verið rúm tíu prósent. „Ég bendi á að þessi kjörskrá sem þarna er notast við er mjög stór. Það er notast við víðustu mögulegu skilgreiningu á því hverjir eru á henni. Þetta eru semsagt allir sem greiddu iðgjöld til okkar og voru í þeim störfum sem falla undir þennan samning í janúar og febrúar, algjörlega óháð því hvaða starfshlutfall er um að ræða og hversu lengi fólk hefur verið í starfi. Það er ekki verið að horfa til þess hvort þetta séu svokallaðir „fullgildir meðlimir“ það er að segja þeir sem hafa óskað eftir því að fá formlega inngöngu í félagið. Það gerir það að verkum að þetta verður mjög stór kjörskrá. Þarna er fólk sem kannski var að vinna einhverja tímabundna helgarvinnu með námi eða eitthvað slíkt.“ Hefðu viljað meiri þátttöku í atkvæðagreiðslu Engu að síður hefðu þau viljað sjá betri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Það sé hluti af langtímaáætlun Eflingar að auka virkni og vitund fólks um stéttarfélagsmál. „Við höfum þegar unnið mikið starf í því á síðasta ári og það er vinna sem heldur ótrauð áfram.“ Viðar tekur þó fram að hann telji forystu Eflingar hafa staðið sig vel í því að vekja athygli félagsmanna á samningnum. Allir félagsmenn Eflingar fengu kynningarbækling á íslensku, ensku og pólsku sendan heim í pósti auk þess sem nýr kjarasamningur var kynntur á opnum fjölsóttum fundum og á vinnustöðum. „Ég held að þeir sem raunverulega vildu láta í sér heyra með því að taka afstöðu fengu tækifæri til þess og hafa bara gefið upp sína afstöðu með mjög afgerandi hætti,“ segir Viðar sem mun rýna betur í tölurnar á næstu dögum.
Kjaramál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira