Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Ari Brynjólfsson skrifar 24. apríl 2019 06:15 Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur nú að því að koma nýju lággjaldaflugfélagi á laggirnar. Fréttablaðið/Jón Sigurður Eyjólfsson „Við erum á fullu að sjá hvort það sé grundvöllur fyrir því að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag,“ segir Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels. „Það er mikil vinna að finna út úr öllum hlutum, hvort það sé hægt eða ekki, en þetta lítur tiltölulega vel út.“ Með honum er hópur af fyrrverandi starfsfólki WOW air, en þó ekki Skúli Mogensen. Markmiðið sé ekki að endurreisa WOW air heldur sé hann að nota þá krafta og þekkingu sem sé til staðar eftir fall WOW. „Þetta er allt fólk með mikla reynslu. Við erum að skanna markaðinn og fara yfir rauntölur.“ Búið er að útbúa leiðaáætlun fyrir tvær flugvélar sem myndu fljúga til Lundúna og Kaupmannahafnar á daginn en Tenerife og Alicante á nóttunni. Síðan sé möguleiki á að bæta við flugvélum og þá hugsanlega fljúga til Bandaríkjanna. Öll þjónusta verði svo með einfaldasta móti með sem minnstum aukahlutum. Ekki er búið að finna nafn á flugfélagið. Fjármögnunin liggur ekki fyrir. „Ég er ekki með neina hluthafa núna,“ segir Hreiðar. Þegar allt sé klárt muni hann svo leita til fagfjárfesta og til aðila sem hafa hagsmuni af því að starfrækja lággjaldaflugfélag. „Ferðamennskan er ein stærsta atvinnugreinin okkar, verðin mega ekki vera of há því þá hættir fólk að koma hingað. Þetta er þjóðþrifamál, það fór illa í mig hvernig staðið var að falli WOW air af hálfu stjórnvalda og ég vil með einhverjum hætti koma þessu af stað aftur.“ Aðspurður hvort það sé möguleiki að fljúga strax í sumar segir Hreiðar að til þess þurfi allt að ganga upp. „Það getur verið. Sjaldnast gengur allt upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
„Við erum á fullu að sjá hvort það sé grundvöllur fyrir því að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag,“ segir Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels. „Það er mikil vinna að finna út úr öllum hlutum, hvort það sé hægt eða ekki, en þetta lítur tiltölulega vel út.“ Með honum er hópur af fyrrverandi starfsfólki WOW air, en þó ekki Skúli Mogensen. Markmiðið sé ekki að endurreisa WOW air heldur sé hann að nota þá krafta og þekkingu sem sé til staðar eftir fall WOW. „Þetta er allt fólk með mikla reynslu. Við erum að skanna markaðinn og fara yfir rauntölur.“ Búið er að útbúa leiðaáætlun fyrir tvær flugvélar sem myndu fljúga til Lundúna og Kaupmannahafnar á daginn en Tenerife og Alicante á nóttunni. Síðan sé möguleiki á að bæta við flugvélum og þá hugsanlega fljúga til Bandaríkjanna. Öll þjónusta verði svo með einfaldasta móti með sem minnstum aukahlutum. Ekki er búið að finna nafn á flugfélagið. Fjármögnunin liggur ekki fyrir. „Ég er ekki með neina hluthafa núna,“ segir Hreiðar. Þegar allt sé klárt muni hann svo leita til fagfjárfesta og til aðila sem hafa hagsmuni af því að starfrækja lággjaldaflugfélag. „Ferðamennskan er ein stærsta atvinnugreinin okkar, verðin mega ekki vera of há því þá hættir fólk að koma hingað. Þetta er þjóðþrifamál, það fór illa í mig hvernig staðið var að falli WOW air af hálfu stjórnvalda og ég vil með einhverjum hætti koma þessu af stað aftur.“ Aðspurður hvort það sé möguleiki að fljúga strax í sumar segir Hreiðar að til þess þurfi allt að ganga upp. „Það getur verið. Sjaldnast gengur allt upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent