Höfundurinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. apríl 2019 07:00 Allir þeir einstaklingar sem lesa sér til ánægju þekkja þá tilfinningu að hrífast af bók og fyllast um leið forvitni um höfund hennar. Þetta er tilfinning sem Holden Caulfield, hin unga aðalpersóna í þeirri ástsælu skáldsögu Bjargvættinum í grasinu eftir J.D. Salinger, orðar svo vel: „Bækur sem ég fæ tilfelli út af eru bækur sem eru þannig að þegar maður er búinn að lesa þær þá vildi maður að höfundurinn væri ógurlega mikill vinur manns og maður gæti hringt í hann hvenær sem maður vildi.“ Það var einmitt þessi tilfinning sem gerði vart við sig meðal íslenskra bókmenntaunnenda árið 2003 þegar japanski rithöfundurinn Haruki Murakami var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Troðfullt var á dagskrá með honum í Norræna húsinu og í Háskóla Íslands og lesendur hans létu spurningum rigna yfir hann og löng röð myndaðist þegar hann áritaði bækur sínar. Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður formlega í dag, miðvikudaginn 24, apríl, gefur íslenskum lesendum einmitt færi á að komast í nánd við rithöfunda víðs vegar að úr heiminum. Enginn þeirra er stórstjarna á við hinn ástsæla Murakami enda á sá góði rithöfundur fáa sína líka í samtímanum, en þarna eru á ferð merkir rithöfundar sem eiga erindi við lesendur. Bækur eftir flesta erlendu höfundanna hafa verið þýddar á íslensku og hrifið fjölmarga lesendur sem fagna því að fá þá til landsins. Það er einmitt vegna þessarar hátíðar, sem haldin hefur verið í áratugi, sem fjöldi þýðinga úr erlendum málum á íslensku hefur litið dagsins ljós. Þýðingar sem annars hefðu alls ekki allar komið út. Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um minnkandi bóklestur. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að bókelskt fólk gefur hvergi eftir þegar kemur að því að gera veg bókarinnar sem mestan og stærstan. Hópur þeirra bókelsku má þó alltaf vera stærri og helsta ráðið til að gera hann sem öflugastan er að fá æsku landsins til liðs við sig. Þessu hafa forráðamenn Bókmenntahátíðar í Reykjavík hugað að en nú er í annað sinn sérstök barnabókadagskrá á hátíðinni. Slík dagskrá mætti þó vera enn fyrirferðarmeiri. Börn eru áhugasamir lesendur og það á að gera vel við þau. Stundum er auðvelt að fá það á tilfinninguna að bókmenntaheimurinn sé aðallega hannaður fyrir þá fullorðnu og um leið er eins og barna- og unglingahöfundar séu settir skör lægra en þeir sem skrifa fyrir fullorðna, nema viðkomandi höfundar heiti J.K. Rowling og Philip Pullman. Barna- og unglingabókahöfundar mega ekki gleymast, þeir eru að vinna einstaklega mikilvægt starf og engir gera sér betur grein fyrir því en ungir og ástríðufullir lesendur þeirra. Á hátíðinni í ár verða í fyrsta sinn veitt Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og falla í skaut virtum erlendum rithöfundi. Verðlaunin eru tengd Bókmenntahátíð í Reykjavík og til þess fallin að auka enn veg hennar og virðingu og minna á hversu mikið við eigum höfundum bóka að þakka. Gleðilega bókmenntahátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntahátíð Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Allir þeir einstaklingar sem lesa sér til ánægju þekkja þá tilfinningu að hrífast af bók og fyllast um leið forvitni um höfund hennar. Þetta er tilfinning sem Holden Caulfield, hin unga aðalpersóna í þeirri ástsælu skáldsögu Bjargvættinum í grasinu eftir J.D. Salinger, orðar svo vel: „Bækur sem ég fæ tilfelli út af eru bækur sem eru þannig að þegar maður er búinn að lesa þær þá vildi maður að höfundurinn væri ógurlega mikill vinur manns og maður gæti hringt í hann hvenær sem maður vildi.“ Það var einmitt þessi tilfinning sem gerði vart við sig meðal íslenskra bókmenntaunnenda árið 2003 þegar japanski rithöfundurinn Haruki Murakami var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Troðfullt var á dagskrá með honum í Norræna húsinu og í Háskóla Íslands og lesendur hans létu spurningum rigna yfir hann og löng röð myndaðist þegar hann áritaði bækur sínar. Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður formlega í dag, miðvikudaginn 24, apríl, gefur íslenskum lesendum einmitt færi á að komast í nánd við rithöfunda víðs vegar að úr heiminum. Enginn þeirra er stórstjarna á við hinn ástsæla Murakami enda á sá góði rithöfundur fáa sína líka í samtímanum, en þarna eru á ferð merkir rithöfundar sem eiga erindi við lesendur. Bækur eftir flesta erlendu höfundanna hafa verið þýddar á íslensku og hrifið fjölmarga lesendur sem fagna því að fá þá til landsins. Það er einmitt vegna þessarar hátíðar, sem haldin hefur verið í áratugi, sem fjöldi þýðinga úr erlendum málum á íslensku hefur litið dagsins ljós. Þýðingar sem annars hefðu alls ekki allar komið út. Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um minnkandi bóklestur. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að bókelskt fólk gefur hvergi eftir þegar kemur að því að gera veg bókarinnar sem mestan og stærstan. Hópur þeirra bókelsku má þó alltaf vera stærri og helsta ráðið til að gera hann sem öflugastan er að fá æsku landsins til liðs við sig. Þessu hafa forráðamenn Bókmenntahátíðar í Reykjavík hugað að en nú er í annað sinn sérstök barnabókadagskrá á hátíðinni. Slík dagskrá mætti þó vera enn fyrirferðarmeiri. Börn eru áhugasamir lesendur og það á að gera vel við þau. Stundum er auðvelt að fá það á tilfinninguna að bókmenntaheimurinn sé aðallega hannaður fyrir þá fullorðnu og um leið er eins og barna- og unglingahöfundar séu settir skör lægra en þeir sem skrifa fyrir fullorðna, nema viðkomandi höfundar heiti J.K. Rowling og Philip Pullman. Barna- og unglingabókahöfundar mega ekki gleymast, þeir eru að vinna einstaklega mikilvægt starf og engir gera sér betur grein fyrir því en ungir og ástríðufullir lesendur þeirra. Á hátíðinni í ár verða í fyrsta sinn veitt Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og falla í skaut virtum erlendum rithöfundi. Verðlaunin eru tengd Bókmenntahátíð í Reykjavík og til þess fallin að auka enn veg hennar og virðingu og minna á hversu mikið við eigum höfundum bóka að þakka. Gleðilega bókmenntahátíð!
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun