Misskilningurinn með Passíusálmana Árni Heimir Ingólfsson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru lykilverk í íslenskri bókmenntasögu og þeir hljóma um land allt í margs konar samhengi á lönguföstu ár hvert. Það er auðskilið og sjálfsagt að sálmum Hallgríms sé haldið á lofti með slíkum hætti. Um leið er eðlilegt að hver kynslóð finni sína eigin leið til að nálgast menningararfinn og minna á, ræða eða jafnvel deila um erindi hans við samtímann; gildir þá einu hvort um er að ræða til dæmis bókmenntir, tónlist eða myndlist.Lesið, ekki sungið Þó vekur nokkra furðu sá flutningsmáti sem Passíusálmunum er búinn í íslensku menningarlífi á 21. öld. Undanfarin ár og áratugi hefur sú hefð komist á að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa. Í Hallgrímskirkju hefur slíkt verið iðkað allt frá því að kirkjan var vígð; samskonar venja hefur fest rætur í guðshúsum víða um land. Slíkur lestur á líklega að einhverju leyti rætur að rekja til þeirrar hefðar sem Ríkisútvarpið hefur haldið uppi frá árinu 1944 að þar séu Passíusálmarnir lesnir að kvöldlagi í níuviknaföstu, einn á dag. Margir mætir menn og konur hafa þar léð þeim rödd sína: Halldór Laxness, Herdís Þorvaldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Silja Aðalsteinsdóttir svo aðeins séu nefnd fáein nöfn. Það er hins vegar grundvallarmisskilningur á sálmakveðskap Hallgríms Péturssonar – og raunar á öllum íslenskum sálmakveðskap 17. og 18. aldar – að slíkir textar hafi verið ortir til upplestrar. Sálmar voru ávallt sungnir, hvort heldur var í kirkju eða innan veggja heimilisins. Tónlistin var ekki aukaatriði sem bætt var við eftir á heldur sjálfur grundvöllur kveðskaparins. Skáld ortu beinlínis við tiltekin lög; í sköpun sinni tóku þau mið af bragarhættinum og þurftu að huga að því hvernig áherslur lagsins féllu þegar þau ortu sín íslensku vers. Einnig urðu skáld að gæta að því þegar þau völdu lag að það hæfði yrkisefninu; ekki dugði að yrkja sorgarsálm við glaðlegt lag eða fagnaðarsálm við útfararsöng. Tónlistin var því forsenda og grundvöllur sálmakveðskapar, heil viðbótarvídd sem hverfur þegar sálmar eru lesnir upp sem væru þeir síðari tíma ljóð ætluð til lestrar.„Daglega að syngja?…“ Það að sálmar voru fyrr á öldum ætlaðir til söngs en ekki lestrar í nútímaskilningi má meðal annars sjá af yfirskriftum sálmahandrita þar sem eingöngu eru ritaðir textar. Í handriti af sálmum sem Eiríkur Hallsson orti upp úr Paradísaraldingarði eftir þýska guðfræðinginn Johann Arndt stendur að línurnar séu „í söngvísur mjúklega snúnar“ og á titilsíðu sálmakvers frá árinu 1784 segir að það sé „samansafn helgra sálma og söngvísna til að brúka og kvöld og morgna daglega að syngja í húsi sínu“. Íslendingar voru langt frá því að vera einir um að kjósa fremur að syngja en lesa kvæði. Það var útbreitt viðhorf að söngur væri hinn sanni flutningsmáti trúarkvæða því að söngurinn hreyfði við hjartanu og gerði það móttækilegt fyrir orði Guðs. Guðbrandur Þorláksson biskup ritaði í formála fyrir Sálmabókinni 1589: „Þegar þar kemur til samans mjúk málsnilld orðanna og fagurlegt lag og sæt hljóðagrein, þá fær sá söngur nýjan kraft og gengur dýpra til hjartans og hrærir það og uppvekur til Guðs.“ Þessari skoðun Hólabiskupsins hefur Hallgrímur Pétursson vafalaust deilt. Í eiginhandarriti sínu af Passíusálmunum tiltekur hann hvaða lag skuli syngja við hvaða sálm og er alls um að ræða 36 mismunandi lög. Hallgrímur gaf því „lesendum“ sínum, þ.e. þeim sem vildu syngja sálma hans, allar þær upplýsingar sem þurfti til að söngurinn færi fram með réttum hætti. Söngvarnir sem hann orti Passíusálma sína við eru af ýmsum toga, allt frá fornum hymnum úr kaþólskum sið til lútherskra sálmalaga frá 16. öld. Þessi lög varðveittust hér á landi allt fram á fyrri hluta 20. aldar og hefur Smári Ólason tónlistarfræðingur unnið merkar rannsóknir á sögu þeirra og flutningsmáta sem vert er að gefa gaum.Passíusálmasöngur árið 2020? Metnaðarfullar kirkjusóknir og útvarpsfólk mega gjarnan hrófla við þeirri hefð sem skapast hefur hér á landi undanfarna áratugi en sem á ekkert skylt við ætlun Hallgríms Péturssonar. Á lönguföstu 2020 væri tilvalið að láta upprunalegu lögin við Passíusálmana hljóma á ný í kirkjum landsins og ekki síður fyrir Ríkisútvarpið að breyta út af gömlum vana og láta syngja sálmana í stað þess að lesa þá. Helst ætti auðvitað að syngja sálmana einradda án undirleiks, eins og tíðkaðist hér á landi á 17. öld. Til allrar hamingju er hér enginn hörgull á færum söngvurum. Leikarar landsins þurfa varla að kvíða verkefnaskorti þótt brugðið verði á það ráð að leyfa Passíusálmum Hallgríms Péturssonar að hljóma eins og hann sjálfur hugsaði sér þá – sungna en ekki lesna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru lykilverk í íslenskri bókmenntasögu og þeir hljóma um land allt í margs konar samhengi á lönguföstu ár hvert. Það er auðskilið og sjálfsagt að sálmum Hallgríms sé haldið á lofti með slíkum hætti. Um leið er eðlilegt að hver kynslóð finni sína eigin leið til að nálgast menningararfinn og minna á, ræða eða jafnvel deila um erindi hans við samtímann; gildir þá einu hvort um er að ræða til dæmis bókmenntir, tónlist eða myndlist.Lesið, ekki sungið Þó vekur nokkra furðu sá flutningsmáti sem Passíusálmunum er búinn í íslensku menningarlífi á 21. öld. Undanfarin ár og áratugi hefur sú hefð komist á að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa. Í Hallgrímskirkju hefur slíkt verið iðkað allt frá því að kirkjan var vígð; samskonar venja hefur fest rætur í guðshúsum víða um land. Slíkur lestur á líklega að einhverju leyti rætur að rekja til þeirrar hefðar sem Ríkisútvarpið hefur haldið uppi frá árinu 1944 að þar séu Passíusálmarnir lesnir að kvöldlagi í níuviknaföstu, einn á dag. Margir mætir menn og konur hafa þar léð þeim rödd sína: Halldór Laxness, Herdís Þorvaldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Silja Aðalsteinsdóttir svo aðeins séu nefnd fáein nöfn. Það er hins vegar grundvallarmisskilningur á sálmakveðskap Hallgríms Péturssonar – og raunar á öllum íslenskum sálmakveðskap 17. og 18. aldar – að slíkir textar hafi verið ortir til upplestrar. Sálmar voru ávallt sungnir, hvort heldur var í kirkju eða innan veggja heimilisins. Tónlistin var ekki aukaatriði sem bætt var við eftir á heldur sjálfur grundvöllur kveðskaparins. Skáld ortu beinlínis við tiltekin lög; í sköpun sinni tóku þau mið af bragarhættinum og þurftu að huga að því hvernig áherslur lagsins féllu þegar þau ortu sín íslensku vers. Einnig urðu skáld að gæta að því þegar þau völdu lag að það hæfði yrkisefninu; ekki dugði að yrkja sorgarsálm við glaðlegt lag eða fagnaðarsálm við útfararsöng. Tónlistin var því forsenda og grundvöllur sálmakveðskapar, heil viðbótarvídd sem hverfur þegar sálmar eru lesnir upp sem væru þeir síðari tíma ljóð ætluð til lestrar.„Daglega að syngja?…“ Það að sálmar voru fyrr á öldum ætlaðir til söngs en ekki lestrar í nútímaskilningi má meðal annars sjá af yfirskriftum sálmahandrita þar sem eingöngu eru ritaðir textar. Í handriti af sálmum sem Eiríkur Hallsson orti upp úr Paradísaraldingarði eftir þýska guðfræðinginn Johann Arndt stendur að línurnar séu „í söngvísur mjúklega snúnar“ og á titilsíðu sálmakvers frá árinu 1784 segir að það sé „samansafn helgra sálma og söngvísna til að brúka og kvöld og morgna daglega að syngja í húsi sínu“. Íslendingar voru langt frá því að vera einir um að kjósa fremur að syngja en lesa kvæði. Það var útbreitt viðhorf að söngur væri hinn sanni flutningsmáti trúarkvæða því að söngurinn hreyfði við hjartanu og gerði það móttækilegt fyrir orði Guðs. Guðbrandur Þorláksson biskup ritaði í formála fyrir Sálmabókinni 1589: „Þegar þar kemur til samans mjúk málsnilld orðanna og fagurlegt lag og sæt hljóðagrein, þá fær sá söngur nýjan kraft og gengur dýpra til hjartans og hrærir það og uppvekur til Guðs.“ Þessari skoðun Hólabiskupsins hefur Hallgrímur Pétursson vafalaust deilt. Í eiginhandarriti sínu af Passíusálmunum tiltekur hann hvaða lag skuli syngja við hvaða sálm og er alls um að ræða 36 mismunandi lög. Hallgrímur gaf því „lesendum“ sínum, þ.e. þeim sem vildu syngja sálma hans, allar þær upplýsingar sem þurfti til að söngurinn færi fram með réttum hætti. Söngvarnir sem hann orti Passíusálma sína við eru af ýmsum toga, allt frá fornum hymnum úr kaþólskum sið til lútherskra sálmalaga frá 16. öld. Þessi lög varðveittust hér á landi allt fram á fyrri hluta 20. aldar og hefur Smári Ólason tónlistarfræðingur unnið merkar rannsóknir á sögu þeirra og flutningsmáta sem vert er að gefa gaum.Passíusálmasöngur árið 2020? Metnaðarfullar kirkjusóknir og útvarpsfólk mega gjarnan hrófla við þeirri hefð sem skapast hefur hér á landi undanfarna áratugi en sem á ekkert skylt við ætlun Hallgríms Péturssonar. Á lönguföstu 2020 væri tilvalið að láta upprunalegu lögin við Passíusálmana hljóma á ný í kirkjum landsins og ekki síður fyrir Ríkisútvarpið að breyta út af gömlum vana og láta syngja sálmana í stað þess að lesa þá. Helst ætti auðvitað að syngja sálmana einradda án undirleiks, eins og tíðkaðist hér á landi á 17. öld. Til allrar hamingju er hér enginn hörgull á færum söngvurum. Leikarar landsins þurfa varla að kvíða verkefnaskorti þótt brugðið verði á það ráð að leyfa Passíusálmum Hallgríms Péturssonar að hljóma eins og hann sjálfur hugsaði sér þá – sungna en ekki lesna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun