ESA borgar sig Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Menntamálaráðherra lýsti á dögunum áhyggjum sínum af spekileka frá landinu. Það er gott að hið opinbera gefi málefninu gaum en vegna smæðar samfélagsins og takmarkaðra tækifæra ætti ekki að koma á óvart að sprenglært fólk kjósi af og til að freista gæfunnar utan landsteinanna. Í ljósi þessa mætti hvetja til þess að kraftur verði lagður í aðildarferli Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Það er auðvelt að afskrifa og gera grín að draumórum um íslenska geimferðaáætlun en málið snýst um allt annað og meira. Á verksviði stofnunarinnar er margvísleg starfsemi, allt frá hugbúnaðarþróun að jarðfræði og veðurrannsóknum. Hver aðildarþjóð stýrir sinni þátttöku að umtalsverðu leyti og leitast þannig við að nýta krafta síns fólks sem best. Fjárframlag hvers lands byggir á landsframleiðslu þess og umfangi þátttöku. Evrópusambandsþjóðir, auk Noregs, Sviss og Kanada, eru aðilar að stofnuninni en ESB leggur auk þess til tæpan fjórðung fjárframlaga. Að lágmarki er andvirði greiðslna til ESA svo látið renna til baka til aðildarþjóðar í formi verkefna sem leyst eru þar í landi. Framlögin eru því í raun ekki greidd úr landi heldur nýtast að fullu í vísindastarf heima fyrir auk þess sem allir njóta góðs af viðamiklu samstarfi á sviði stofnunarinnar. Ef þátttaka okkar Íslendinga væri hlutfallslega svipuð og þátttaka hinna Norðurlandaþjóðanna að jafnaði næmu árleg fjárframlög okkar um 390 milljónum króna. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn varðandi stöðu mála fyrir nokkru kom þó fram að framlagið gæti orðið umtalsvert minna, en umsóknarferlið sjálft gæti þó tekið „um eða yfir áratug“. Það teldi ég góða fjárfestingu en of langan tíma. Fjöldi Íslendinga starfar nú í útlöndum við verkefni sem hægt væri að bjóða upp á hér á landi ef Ísland gerðist aðili að ESA. Aðildin væri mikilvægur tappi í spekilekann sem menntamálaráðherra ræddi, væri lyftistöng fyrir raungreinanám og byði íslensku vísindafólki fleiri og áhugaverðari atvinnutækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra lýsti á dögunum áhyggjum sínum af spekileka frá landinu. Það er gott að hið opinbera gefi málefninu gaum en vegna smæðar samfélagsins og takmarkaðra tækifæra ætti ekki að koma á óvart að sprenglært fólk kjósi af og til að freista gæfunnar utan landsteinanna. Í ljósi þessa mætti hvetja til þess að kraftur verði lagður í aðildarferli Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Það er auðvelt að afskrifa og gera grín að draumórum um íslenska geimferðaáætlun en málið snýst um allt annað og meira. Á verksviði stofnunarinnar er margvísleg starfsemi, allt frá hugbúnaðarþróun að jarðfræði og veðurrannsóknum. Hver aðildarþjóð stýrir sinni þátttöku að umtalsverðu leyti og leitast þannig við að nýta krafta síns fólks sem best. Fjárframlag hvers lands byggir á landsframleiðslu þess og umfangi þátttöku. Evrópusambandsþjóðir, auk Noregs, Sviss og Kanada, eru aðilar að stofnuninni en ESB leggur auk þess til tæpan fjórðung fjárframlaga. Að lágmarki er andvirði greiðslna til ESA svo látið renna til baka til aðildarþjóðar í formi verkefna sem leyst eru þar í landi. Framlögin eru því í raun ekki greidd úr landi heldur nýtast að fullu í vísindastarf heima fyrir auk þess sem allir njóta góðs af viðamiklu samstarfi á sviði stofnunarinnar. Ef þátttaka okkar Íslendinga væri hlutfallslega svipuð og þátttaka hinna Norðurlandaþjóðanna að jafnaði næmu árleg fjárframlög okkar um 390 milljónum króna. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn varðandi stöðu mála fyrir nokkru kom þó fram að framlagið gæti orðið umtalsvert minna, en umsóknarferlið sjálft gæti þó tekið „um eða yfir áratug“. Það teldi ég góða fjárfestingu en of langan tíma. Fjöldi Íslendinga starfar nú í útlöndum við verkefni sem hægt væri að bjóða upp á hér á landi ef Ísland gerðist aðili að ESA. Aðildin væri mikilvægur tappi í spekilekann sem menntamálaráðherra ræddi, væri lyftistöng fyrir raungreinanám og byði íslensku vísindafólki fleiri og áhugaverðari atvinnutækifæri.
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar