Vaknaði eftir 27 ár í dái Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2019 18:30 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Það þykir kraftaverki líkast að 59 ára gömul kona frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi vaknað á nýjan leik eftir 27 ár í dái. Munira Abdulla var 32 ára er hún lenti í bílslysi árið 1991 er hún var á leið til að sækja son sinn í skóla. Hlaut hún alvarlegan heilaskaða og var hún í dái frá því að slysið gerðist þangað til á síðasta ári, er hún náði meðvitund á ný. Omar Webair, sonur hennar, ræddi ástand móður hans við fjölmiðla í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum en á vef BBC kemur fram að hann hafi einnig verið í bílnum er umrætt slys átti sér stað, aðeins fjögurra ára gamall. Hann slapp ómeiddur eftir að móðir hans tók utan um hann rétt fyrir bílslysið.Frá því að slysið átti sér stað hefur Abdulla farið á milli sjúkrahúsa. Var hún án meðvitundar frá árinu 1991 fyrir utan það að hún gat skynjað sársauka. Sonur hennar telur að rifrildi í sjúkrarými hennar í Þýskalandi hafi átt þátt í að hún vaknaði á ný.„Það var einhver misskilningur og hún hefur skynjað að ég var í hættu,“ sagði Omar. „Hún gaf frá sér undarleg hljóð.“Þremur dögum síðar vaknaði Omar við það að einhver var að kalla nafn hans.„Það var hún, hún var að kalla nafn mitt. Ég var svo glaður. Árum saman hefur mig dreymt um þetta augnablik og nafnið mitt var það fyrsta sem hún sagði,“ sagði Omar.Í frétt BBCsegir að Abdulla geti nú átt í einhverjum samræðum en henni hefur verið flogið aftur til Abu Dhabi þar sem hún mun undirgangast frekari meðferðir. Alls óvíst er hvort hún nái fullum bata en í frétt BBC segir að afar fátítt sé að sjúklingar vakni á ný eftir svo langan tíma í dái. Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Það þykir kraftaverki líkast að 59 ára gömul kona frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi vaknað á nýjan leik eftir 27 ár í dái. Munira Abdulla var 32 ára er hún lenti í bílslysi árið 1991 er hún var á leið til að sækja son sinn í skóla. Hlaut hún alvarlegan heilaskaða og var hún í dái frá því að slysið gerðist þangað til á síðasta ári, er hún náði meðvitund á ný. Omar Webair, sonur hennar, ræddi ástand móður hans við fjölmiðla í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum en á vef BBC kemur fram að hann hafi einnig verið í bílnum er umrætt slys átti sér stað, aðeins fjögurra ára gamall. Hann slapp ómeiddur eftir að móðir hans tók utan um hann rétt fyrir bílslysið.Frá því að slysið átti sér stað hefur Abdulla farið á milli sjúkrahúsa. Var hún án meðvitundar frá árinu 1991 fyrir utan það að hún gat skynjað sársauka. Sonur hennar telur að rifrildi í sjúkrarými hennar í Þýskalandi hafi átt þátt í að hún vaknaði á ný.„Það var einhver misskilningur og hún hefur skynjað að ég var í hættu,“ sagði Omar. „Hún gaf frá sér undarleg hljóð.“Þremur dögum síðar vaknaði Omar við það að einhver var að kalla nafn hans.„Það var hún, hún var að kalla nafn mitt. Ég var svo glaður. Árum saman hefur mig dreymt um þetta augnablik og nafnið mitt var það fyrsta sem hún sagði,“ sagði Omar.Í frétt BBCsegir að Abdulla geti nú átt í einhverjum samræðum en henni hefur verið flogið aftur til Abu Dhabi þar sem hún mun undirgangast frekari meðferðir. Alls óvíst er hvort hún nái fullum bata en í frétt BBC segir að afar fátítt sé að sjúklingar vakni á ný eftir svo langan tíma í dái.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira