Ábyrgðin er yfirvalda Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 23. apríl 2019 07:00 Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf meira til en orkuskipti og rafbílavæðingu. Við þurfum að draga úr akstri bíla á höfuðborgarsvæðinu um 15 til 50%. Þetta vitum við eftir að sérfræðingahópur HR og HÍ skilaði af sér útreikningum um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2030. Undirrituð setti þessa vinnu af stað og voru niðurstöðurnar því fyrst lagðar fram í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur. Þær sýna að ofuráhersla á rafbílavæðingu þjóðar er ekki rétt forgangsröðun. Til þess að ná þeim lífsnauðsynlegu markmiðum sem við höfum sett okkur þarf fyrst og fremst að breyta ferðavenjum og rafvæða samgöngur. Í ljósi þess að að fjöldi bíla á landinu hefur aldrei verið meiri en nú og að umferð á höfuðborgarsvæðinu er meiri en hún hefur nokkru sinni áður verið virðist það í fyrstu óklífanlegt fjall að ætla að snúa þeirri þróun við. Þess vegna er þörf á metnaðarfullum aðgerðum sem gera fólki það kleift að breyta ferðavenjum. Rafhjólaverkefni á vegum Reykjavíkurborgar þar sem íbúum býðst að fá rafhjól til láns hefur gefið niðurstöður sem vert er að gefa gaum. Á síðasta ári voru 100 rafhjól í boði og sóttu meira en eitt þúsund manns um, Í ár stefnir í að umsóknir verði fleiri en tvö þúsund. Þátttakendur notuðu rafhjólin mest til og frá vinnu, 90% sögðust nota það tvo daga eða fleiri og rúmlega 90% sögðust nota rafhjólið í staðinn fyrir einkabílinn. Niðurstöður þessa verkefnis sýna að hér er stórt sóknartækifæri. Hjólahraðbrautir sem tengja saman öll helstu hverfin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta orðið eitt af framtíðar-samgöngukerfunum. Í nágrannalöndum okkar fá íbúar styrk frá ríkinu til þess að fjárfesta í rafhjóli. Þar eru líka í boði fjölbreyttar deililausnir fyrir almenning þar sem aðgengi að rafhjólum og öðrum rafvæddum samgöngutækjum er tryggður. Ábyrgðin er okkar og árið 2030 er einungis í 11 ára fjarlægð. Við höfum ekki efni á að bíða. Okkur liggur lífið á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf meira til en orkuskipti og rafbílavæðingu. Við þurfum að draga úr akstri bíla á höfuðborgarsvæðinu um 15 til 50%. Þetta vitum við eftir að sérfræðingahópur HR og HÍ skilaði af sér útreikningum um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2030. Undirrituð setti þessa vinnu af stað og voru niðurstöðurnar því fyrst lagðar fram í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur. Þær sýna að ofuráhersla á rafbílavæðingu þjóðar er ekki rétt forgangsröðun. Til þess að ná þeim lífsnauðsynlegu markmiðum sem við höfum sett okkur þarf fyrst og fremst að breyta ferðavenjum og rafvæða samgöngur. Í ljósi þess að að fjöldi bíla á landinu hefur aldrei verið meiri en nú og að umferð á höfuðborgarsvæðinu er meiri en hún hefur nokkru sinni áður verið virðist það í fyrstu óklífanlegt fjall að ætla að snúa þeirri þróun við. Þess vegna er þörf á metnaðarfullum aðgerðum sem gera fólki það kleift að breyta ferðavenjum. Rafhjólaverkefni á vegum Reykjavíkurborgar þar sem íbúum býðst að fá rafhjól til láns hefur gefið niðurstöður sem vert er að gefa gaum. Á síðasta ári voru 100 rafhjól í boði og sóttu meira en eitt þúsund manns um, Í ár stefnir í að umsóknir verði fleiri en tvö þúsund. Þátttakendur notuðu rafhjólin mest til og frá vinnu, 90% sögðust nota það tvo daga eða fleiri og rúmlega 90% sögðust nota rafhjólið í staðinn fyrir einkabílinn. Niðurstöður þessa verkefnis sýna að hér er stórt sóknartækifæri. Hjólahraðbrautir sem tengja saman öll helstu hverfin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta orðið eitt af framtíðar-samgöngukerfunum. Í nágrannalöndum okkar fá íbúar styrk frá ríkinu til þess að fjárfesta í rafhjóli. Þar eru líka í boði fjölbreyttar deililausnir fyrir almenning þar sem aðgengi að rafhjólum og öðrum rafvæddum samgöngutækjum er tryggður. Ábyrgðin er okkar og árið 2030 er einungis í 11 ára fjarlægð. Við höfum ekki efni á að bíða. Okkur liggur lífið á.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun