Tækifæri fyrir Ísland í fjórðu iðnbyltingunni Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. apríl 2019 08:00 Sjálfkeyrandi bílar eru meðal þeirra tækninýjunga sem eru hluti fjórðu iðnbyltingarinnar. Fréttablaðið/Stefán Mikil umræða hefur átt sér stað á alþjóðavísu undanfarin misseri um fjórðu iðnbyltinguna og hvaða áhrif hún muni hafa á daglegt líf. Spurningar hafa vaknað um framtíð vinnunnar og þær áskoranir sem tæknibreytingar munu hafa á samfélög. Forsætisráðherra skipaði um mitt síðasta ár nefnd sem fékk það verkefni að greina alþjóðlega umræðu um fjórðu iðnbyltinguna og skoða afleiðingar hennar og tækifæri fyrir íslenskt samfélag. Nefndin skilaði skýrslu sinni í síðasta mánuði en þar var meðal annars sett fram spá um hvernig íslenskur vinnumarkaður gæti þróast með aukinni sjálfvirknivæðingu. Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður nefndarinnar, segir að haldi Íslendingar rétt á spilunum geti falist mikil tækifæri í fjórðu iðnbyltingunni. „Við höfum ekki margar hendur til að vinna verkin. Þess vegna ætti sjálfvirknivæðingin að geta stutt við land eins og Ísland frekar en hitt.“ Ljóst sé að það hvernig fólk muni vinna störf í framtíðinni komi til með að breytast mikið og að einhverju leyti létta fólki vinnuna. Með því að nýta sér aðferðafræði úr rannsókn sem gerð var af OECD lagði nefndin mat á áhrif sjálfvirknivæðingar á íslenskan vinnumarkað. Niðurstöður matsins voru þær að aðeins 14 prósent starfa sem voru á vinnumarkaði árið 2017 voru störf þar sem litlar líkur voru á sjálfvirknivæðingu á næstu tíu til fimmtán árum. 28 prósent starfa töldust vera með miklar líkur á sjálfvirknivæðingu og 58 prósent miðlungs líkur. „Það sem er nýtt við fjórðu iðnbyltinguna eru þessi tækifæri við að sjálfvirknivæða endurtekin hugarferli. Sumt verður þannig að það getur stutt okkur í okkar vinnu þótt nálgunin breytist. Sumt mun þýða að einhver störf hverfa en það verður líka fullt af störfum til sem mun byggja ofan á það að þú nýtir þér sjálfvirknivæðingu hugarafls.“ Huginn Freyr, sem er með doktorspróf í vísindaheimspeki, segir að nefndin hafi reynt að vera jarðbundin varðandi spár um framtíðina. „Í gegnum söguna hafa menn ýmist verið allt of bjartsýnir á að tæknin muni leysa öll mannleg vandamál eða allt of svartsýnir þannig að þetta muni leiða til þess að heimurinn deyi. Það er alveg eins með þessa umræðu um gervigreindina. Sumir segja að við getum bara sett fæturna upp í loft og horft á vélmenni vinna fyrir okkur og verið á borgarlaunum. En aðrir segja að þetta verði eins og í kvikmyndinni Tortímandinn. Hvort tveggja er bara della.“ Huginn Freyr segir nefndina hafa lagt mikla áherslu á það að leiðin til að takast á við tæknibreytingar séu félagslegar aðgerðir. „Það er ástæðan fyrir því að áhrif sjálfvirknivæðingarinnar verða minni á Norðurlöndunum en í mörgum öðrum ríkjum. Þetta eru þróuð hagkerfi með sterk velferðarkerfi.“ Ástæða óróleika í kjölfar fyrstu iðnbyltingarinnar á Englandi á 18. öld hafi verið sú að engin kerfi voru til staðar til að takast á við svona miklar breytingar. „Nú reynum við að beina fólki rétta átt í menntakerfinu. Þeir sem missa vinnuna geta fengið atvinnuleysisbætur og virkniúrræði til að bæta hæfni sína til að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. Það eru alls kyns svona þættir sem skipta máli.“ Umræðu um tæknibreytingar hætti til að verða of þröng og einblína á hlutina sem verða til, hvort sem það eru nýir farsímar, nýtt net eða eitthvað annað. „Ef við ætlum að hugsa hvernig við tökumst á við tæknibreytingar þá eru það samfélagslegar áskoranir.“ Huginn Freyr telur Ísland standa vel í alþjóðlegum samanburði þegar komi að því að takast á við fjórðu iðnbyltinguna. „Við erum með samfélag sem er mjög nýjungagjarnt á tækni. Við erum með sterka tæknilega innviði og þróað hagkerfi. Það breytir því samt ekki að við þurfum að vinna okkar vinnu eins og önnur ríki.“ Þannig þurfi til dæmis að ákveða hvaða þætti leggja eigi áherslu á í menntakerfinu og vinna meira í nýsköpun. „Þó að við stöndum alveg ágætlega þá er alveg heilmikil vinna ef við ætlum að ná einhverjum árangri í þessu. Við getum auðvitað áfram treyst á okkar auðlindir og auðlindanýtingu til framtíðar sem hefur skilað okkur auði í gegnum tíðina. En ef við ætlum að standa undir þeirri velferð sem við gerum kröfur til þá munum við þurfa að vinna aðeins í okkar málum.“ Þá sé afar mikilvægt að hugsa um hver markmiðin með tæknibreytingum eigi að vera. Huginn Freyr bendir á að alls staðar í samfélaginu séu uppi kröfur um að fólki vilji vinna minna og eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Alltaf þegar við tölum um iðnbyltingar þá snýst það um að ná meiri framleiðslu, meiri hagvexti. Það er fínt markmið í sjálfu sér en viljum við gera eitthvað annað? Eigum við að gera þá kröfu að við getum minnkað vinnu okkar og fengið meiri frítíma?“ Önnur áskorun tengist því hvernig ávöxtum hugsanlegrar framleiðniaukningu verði skipt. „Það er mál sem gæti leitt til óánægju með tæknibreytingar ef ekki er unnið skynsamlega með. Þetta getur þýtt mikinn ávöxt til tiltekinna aðila.“ Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað á alþjóðavísu undanfarin misseri um fjórðu iðnbyltinguna og hvaða áhrif hún muni hafa á daglegt líf. Spurningar hafa vaknað um framtíð vinnunnar og þær áskoranir sem tæknibreytingar munu hafa á samfélög. Forsætisráðherra skipaði um mitt síðasta ár nefnd sem fékk það verkefni að greina alþjóðlega umræðu um fjórðu iðnbyltinguna og skoða afleiðingar hennar og tækifæri fyrir íslenskt samfélag. Nefndin skilaði skýrslu sinni í síðasta mánuði en þar var meðal annars sett fram spá um hvernig íslenskur vinnumarkaður gæti þróast með aukinni sjálfvirknivæðingu. Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður nefndarinnar, segir að haldi Íslendingar rétt á spilunum geti falist mikil tækifæri í fjórðu iðnbyltingunni. „Við höfum ekki margar hendur til að vinna verkin. Þess vegna ætti sjálfvirknivæðingin að geta stutt við land eins og Ísland frekar en hitt.“ Ljóst sé að það hvernig fólk muni vinna störf í framtíðinni komi til með að breytast mikið og að einhverju leyti létta fólki vinnuna. Með því að nýta sér aðferðafræði úr rannsókn sem gerð var af OECD lagði nefndin mat á áhrif sjálfvirknivæðingar á íslenskan vinnumarkað. Niðurstöður matsins voru þær að aðeins 14 prósent starfa sem voru á vinnumarkaði árið 2017 voru störf þar sem litlar líkur voru á sjálfvirknivæðingu á næstu tíu til fimmtán árum. 28 prósent starfa töldust vera með miklar líkur á sjálfvirknivæðingu og 58 prósent miðlungs líkur. „Það sem er nýtt við fjórðu iðnbyltinguna eru þessi tækifæri við að sjálfvirknivæða endurtekin hugarferli. Sumt verður þannig að það getur stutt okkur í okkar vinnu þótt nálgunin breytist. Sumt mun þýða að einhver störf hverfa en það verður líka fullt af störfum til sem mun byggja ofan á það að þú nýtir þér sjálfvirknivæðingu hugarafls.“ Huginn Freyr, sem er með doktorspróf í vísindaheimspeki, segir að nefndin hafi reynt að vera jarðbundin varðandi spár um framtíðina. „Í gegnum söguna hafa menn ýmist verið allt of bjartsýnir á að tæknin muni leysa öll mannleg vandamál eða allt of svartsýnir þannig að þetta muni leiða til þess að heimurinn deyi. Það er alveg eins með þessa umræðu um gervigreindina. Sumir segja að við getum bara sett fæturna upp í loft og horft á vélmenni vinna fyrir okkur og verið á borgarlaunum. En aðrir segja að þetta verði eins og í kvikmyndinni Tortímandinn. Hvort tveggja er bara della.“ Huginn Freyr segir nefndina hafa lagt mikla áherslu á það að leiðin til að takast á við tæknibreytingar séu félagslegar aðgerðir. „Það er ástæðan fyrir því að áhrif sjálfvirknivæðingarinnar verða minni á Norðurlöndunum en í mörgum öðrum ríkjum. Þetta eru þróuð hagkerfi með sterk velferðarkerfi.“ Ástæða óróleika í kjölfar fyrstu iðnbyltingarinnar á Englandi á 18. öld hafi verið sú að engin kerfi voru til staðar til að takast á við svona miklar breytingar. „Nú reynum við að beina fólki rétta átt í menntakerfinu. Þeir sem missa vinnuna geta fengið atvinnuleysisbætur og virkniúrræði til að bæta hæfni sína til að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. Það eru alls kyns svona þættir sem skipta máli.“ Umræðu um tæknibreytingar hætti til að verða of þröng og einblína á hlutina sem verða til, hvort sem það eru nýir farsímar, nýtt net eða eitthvað annað. „Ef við ætlum að hugsa hvernig við tökumst á við tæknibreytingar þá eru það samfélagslegar áskoranir.“ Huginn Freyr telur Ísland standa vel í alþjóðlegum samanburði þegar komi að því að takast á við fjórðu iðnbyltinguna. „Við erum með samfélag sem er mjög nýjungagjarnt á tækni. Við erum með sterka tæknilega innviði og þróað hagkerfi. Það breytir því samt ekki að við þurfum að vinna okkar vinnu eins og önnur ríki.“ Þannig þurfi til dæmis að ákveða hvaða þætti leggja eigi áherslu á í menntakerfinu og vinna meira í nýsköpun. „Þó að við stöndum alveg ágætlega þá er alveg heilmikil vinna ef við ætlum að ná einhverjum árangri í þessu. Við getum auðvitað áfram treyst á okkar auðlindir og auðlindanýtingu til framtíðar sem hefur skilað okkur auði í gegnum tíðina. En ef við ætlum að standa undir þeirri velferð sem við gerum kröfur til þá munum við þurfa að vinna aðeins í okkar málum.“ Þá sé afar mikilvægt að hugsa um hver markmiðin með tæknibreytingum eigi að vera. Huginn Freyr bendir á að alls staðar í samfélaginu séu uppi kröfur um að fólki vilji vinna minna og eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Alltaf þegar við tölum um iðnbyltingar þá snýst það um að ná meiri framleiðslu, meiri hagvexti. Það er fínt markmið í sjálfu sér en viljum við gera eitthvað annað? Eigum við að gera þá kröfu að við getum minnkað vinnu okkar og fengið meiri frítíma?“ Önnur áskorun tengist því hvernig ávöxtum hugsanlegrar framleiðniaukningu verði skipt. „Það er mál sem gæti leitt til óánægju með tæknibreytingar ef ekki er unnið skynsamlega með. Þetta getur þýtt mikinn ávöxt til tiltekinna aðila.“
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira