Trump segir engan óhlýðnast honum þvert á það sem segir í skýrslu Mueller Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2019 20:30 Donald Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag. Getty/Win McNamee Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn óhlýðnist honum, þvert á það sem segir í skýrslu Robert Mueller um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum um og möguleg tengsl við framboð Trump. „Það óhlýðast mér enginn,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag er hann var spurður af fréttamönnum hvort hann hefði áhyggjur af því að starfsmenn og ráðgjafar hans færu ekki eftir skipunum hans. Eftir tveggja ára vinnu birtist skýrsla Mueller almenningi í síðustu viku. Úr skýrslunni má meðal annars lesa að undirmenn forsetans hafi forðað honum frá klandri með því að hunsa skipanir hans um afskipti af rannsókninni. „Tilraunir forsetans til þess að hafa áhrif á rannsóknina voru að mestu leyti misheppnaðar en það er að miklu leyti vegna þess að einstaklingarnir í kringum forsetann neituðu að framfylgja skipunum eða að verða við beiðnum hans,“ segir í skýrslunni. Trump er sagður vera pirraður yfir því að fjölmiðlar hafi fjallað ítarlega um þennan hluta skýrslunnar. Herma heimildir CNN að Trump hafi krafist fullvisu frá starfsmönnum Hvíta hússins að skipunum hans verði héðan í frá fylgt eftir. Skiptar skoðanir eru á meðal demókrata á þingi hvort hefja eigi kæruferlið sem fylgi því að kæra forseta fyrir embættisbrot. Sjálfur virðist Trump ekki hafa miklar áhyggjur af því að hann verði kærður fyrir embættisbrot. „Ekki einu sinni smávegis,“ svaraði Trump spurningu um það fyrir utan Hvíta húsið í dag. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn óhlýðnist honum, þvert á það sem segir í skýrslu Robert Mueller um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum um og möguleg tengsl við framboð Trump. „Það óhlýðast mér enginn,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag er hann var spurður af fréttamönnum hvort hann hefði áhyggjur af því að starfsmenn og ráðgjafar hans færu ekki eftir skipunum hans. Eftir tveggja ára vinnu birtist skýrsla Mueller almenningi í síðustu viku. Úr skýrslunni má meðal annars lesa að undirmenn forsetans hafi forðað honum frá klandri með því að hunsa skipanir hans um afskipti af rannsókninni. „Tilraunir forsetans til þess að hafa áhrif á rannsóknina voru að mestu leyti misheppnaðar en það er að miklu leyti vegna þess að einstaklingarnir í kringum forsetann neituðu að framfylgja skipunum eða að verða við beiðnum hans,“ segir í skýrslunni. Trump er sagður vera pirraður yfir því að fjölmiðlar hafi fjallað ítarlega um þennan hluta skýrslunnar. Herma heimildir CNN að Trump hafi krafist fullvisu frá starfsmönnum Hvíta hússins að skipunum hans verði héðan í frá fylgt eftir. Skiptar skoðanir eru á meðal demókrata á þingi hvort hefja eigi kæruferlið sem fylgi því að kæra forseta fyrir embættisbrot. Sjálfur virðist Trump ekki hafa miklar áhyggjur af því að hann verði kærður fyrir embættisbrot. „Ekki einu sinni smávegis,“ svaraði Trump spurningu um það fyrir utan Hvíta húsið í dag.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15
Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00