Miklar áhyggjur vegna vopnaðra hægri-öfgahópa Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 15:26 Flóttafólki haldið af landamæraeftirlitinu við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. Getty/ David Peinado Mexíkóska ríkið sagði í tilkynningu miklar áhyggjur vera vegna vopnaðra einkahersveita sem hafa tekið flóttafólk föngum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Tilkynningin var birt stuttu eftir að the American Civil Liberties Union (ACLU) og öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins kölluðu eftir rannsókn á aðgerðum almennra borgara til að stöðva flóttafólk á leið sinni yfir landamærin. Þetta kemur fram á vef Reuters. „Svona aðgerðir geta leitt til mannréttindabrota á flóttafólki og hælisleitendum í Bandaríkjunum,“ sagði í tilkynningu alþjóðasamskiptaráðuneytis Mexíkó í tengslum við hersveitir í Nýju Mexíkó. Á fimmtudag fordæmdi ACLU í Nýju Mexíkó hópinn the United Constitutional Patriots (UCP), en hann hefur haldið úti gæslu á landamærunum, og lýsti ACLU hópnum sem „fasískri hersveit,“ sem starfaði utan við lögin. Hópurinn hefur birt myndbönd þar sem meðlimir hans eru sýndir klæðast hermanna fatnaði, vopnaðir hálfsjálfvirkum rifflum og haldandi hópum flóttamanna föngum, þar til landamæraeftirlit Bandaríkjanna mætir á staðin til að taka flóttafólkið í varðhald. Hópurinn segist sjálfur vera að veita landamæraeftirlitinu aðstoð við að bregðast við „flóðbylgju“ ólöglegra flóttamanna á landamærunum í suðri. Núverandi stjórn landsins, undir forystu Donalds Trump forseta, hefur hert stefnu landsins í innflytjendamálum sem og beitt Mexíkó þrýsting til að stöðva flóttafólk sem leggur leið sína í gegn um Mexíkó. Auk ACLU birtu öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í Nýju Mexíkó, Martin Heinrich og Tom Udall, sameiginlega yfirlýsingu á Twitter á föstudag þar sem þeir sögðu „Að ógna saklausum börnum og fjölskyldum sem flýja ofbeldi og sækjast eftir hæli er óásættanlegt og stendur gegn öllum gildum okkar sem ríkis og þjóðar.“ Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Mexíkóska ríkið sagði í tilkynningu miklar áhyggjur vera vegna vopnaðra einkahersveita sem hafa tekið flóttafólk föngum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Tilkynningin var birt stuttu eftir að the American Civil Liberties Union (ACLU) og öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins kölluðu eftir rannsókn á aðgerðum almennra borgara til að stöðva flóttafólk á leið sinni yfir landamærin. Þetta kemur fram á vef Reuters. „Svona aðgerðir geta leitt til mannréttindabrota á flóttafólki og hælisleitendum í Bandaríkjunum,“ sagði í tilkynningu alþjóðasamskiptaráðuneytis Mexíkó í tengslum við hersveitir í Nýju Mexíkó. Á fimmtudag fordæmdi ACLU í Nýju Mexíkó hópinn the United Constitutional Patriots (UCP), en hann hefur haldið úti gæslu á landamærunum, og lýsti ACLU hópnum sem „fasískri hersveit,“ sem starfaði utan við lögin. Hópurinn hefur birt myndbönd þar sem meðlimir hans eru sýndir klæðast hermanna fatnaði, vopnaðir hálfsjálfvirkum rifflum og haldandi hópum flóttamanna föngum, þar til landamæraeftirlit Bandaríkjanna mætir á staðin til að taka flóttafólkið í varðhald. Hópurinn segist sjálfur vera að veita landamæraeftirlitinu aðstoð við að bregðast við „flóðbylgju“ ólöglegra flóttamanna á landamærunum í suðri. Núverandi stjórn landsins, undir forystu Donalds Trump forseta, hefur hert stefnu landsins í innflytjendamálum sem og beitt Mexíkó þrýsting til að stöðva flóttafólk sem leggur leið sína í gegn um Mexíkó. Auk ACLU birtu öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í Nýju Mexíkó, Martin Heinrich og Tom Udall, sameiginlega yfirlýsingu á Twitter á föstudag þar sem þeir sögðu „Að ógna saklausum börnum og fjölskyldum sem flýja ofbeldi og sækjast eftir hæli er óásættanlegt og stendur gegn öllum gildum okkar sem ríkis og þjóðar.“
Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13